Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
17.4.2008
Nýir málshættir
Ég held það hafi verið Anna sem bað um málshætti í tilefni af afmælinu sínu - nú er ég ekkert rosalega lengi að hugsa en þessi small í hausinn á mér í morgun..........
Betra er að vera fáklæddur en fáfróður - sérstaklega á vorin
Endilega ef ykkur detta í hug einhverjir skemmtilegir - og ekki er verra ef þeir eru heimatilbúnir - látiðiði þá fylgja með....
16.4.2008
Hvernig má græða á íslenzku - zetublogg
Ég var að velta fyrir mér efnahagsástandinu og þróuninni á gengi krónunnar í morgun þegar ég gekk með Stubbaling niður með á.........
....... Þannig háttar til að í mínu hverfi er hátt hlutfall erlendra ríkisborgara en mér finnst ég samt ekkert óöruggari heima hjá mér en gengur og gerist - enda svoddan glæpakvendi sjálf
Í morgun var veðrið óvenjuskaplegt - vorið kom í gær - manstu......... og ég þurfti ekki að setja hausinn undir mig og reyna að gizka á hvar ég væri stödd eftir því hvernig gatan liggur fyrir fótum mér. Ég gat virt umhverfið fyrir mér og þá rann upp fyrir mér hvernig á að berjast við kreppuna margumtöluðu og ógurlegu sem fyllir alla fréttatíma og dregur jafnvel kátasta fólk út í apótek að kaupa sér þunglyndislyf fyrir síðustu krónuna!
Ég sá að allir erlendu ríkisborgararnir sem hingað til hafa verið á vinnubílum heima hafa skipt þeim út fyrir sína eigin bíla - enda hafa þeir ekki lagt ofuráherzlu á að læra íslenzku og horfa þ.a.l. ekki á fréttirnar!
Ég legg til að allir bankastarfsmenn og svokallaðir athafnamenn verði sendir á pólskunámskeið og þeim gert að gleyma íslenzkunni.............
Málið er dautt
PS - þeir sem trúðu fyrstu setningunni eru beðnir um að rétta upp hend - þeim sem gizka rétt á hvað ég VAR að hugsa um skal ég bjóða í kaffi
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
15.4.2008
Mig langar í fúksíu
eða tár Krists - eins og ég held hún kallist á ástkæra ylhýra......
Var að lesa Garðaspjall í 24 stundum eftir Hafstein Hafliðason, þar talar hann um pottaplöntur, ketti og hamingju! Hefur það eftir vísindalegum niðurstöðum að kattafólk sem ræktar plöntur sé hamingjusamast alls fólks í endalausu jafnvægi og hjónabönd þeirra endast von úr viti!
Ég á hund, ég hef gaman af pottaplöntum!
Ergo - ég er í algjöru jafnvægi - enda fráskilin
13.4.2008
Talandi um snjó....
Ég er í smá vandræðum. Þannig er að alltaf ef ég sé fallega menn þá eru þeir frændur mínir! Og það er alveg sama hvort það er í föður- eða móðurfjölskylduna...... Alltaf þegar ég sé fallega menn þá hugsa ég: "já, já hann er örugglega frændi minn...." og oftast er það raunin. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá á ég að sjálfsögðu líka ljóta frændur - þeir eru bara í minnihluta og oftast ljótir vegna þess hversu leiðinlegir þeir eru.....
Nú er spurningin bara þessi: Á ég að hafa með mér ættartöluna hvert sem ég fer eða láta mér þetta í léttu rúmi liggja og hugsa bara - eins og mér var réttilega bent á - það er ekki eins og ég ætli að eignast með þeim börn og buru.......
Your True Love Is a Gemini Why you'll love a Gemini:
Witty and sharp, a Gemini can keep up with your fast (and ever changing) mind.
You're both fun loving and free spirits. You and a Gemini can enjoy each other without expectations.
Why a Gemini will love you:
Not only can you keep up with a Gemini's sharp tongue, you can introduce a challenge or two...
You're appetite for fun and novelty will keep a Gemini interested - at least for a bit longer than usual!
http://www.blogthings.com/whatsignisyourtruelovequiz
Nú er bara eitt eftir! Finna frænda sem er tvíburi
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
13.4.2008
....og ég spyr aftur!
Hver hitti á óskastund þegar hann pantaði snjó? Var ekki verið að lofa vori?
Hvusslax er þetta?
10.4.2008
Brennur og bananar
Ég sá að það hafði kviknað í Turninum. Nú eru mínir menn búnir að vera í marga mánuði að sjóða, smíða, mæla og sjóða meira......... Loksins var allt að verða búið - það skal tekið fram að allir mínir menn kunna að fara með eld. Jafnvel þó þeir séu af erlendu bergi brotnir og tali "óskiljanlegt tungumál" Eða kannski vegna þess
Ég held að ég sé harðsperruauli Þannig að ef þið voruð að leita að þeim aula þá er hann fundinn. Fór í leikfimi í morgun og er að verða eins og spýtukall.
Ætla að úða í mig banana.
Hó hó nú nötraði húsið - hér keyrði bíll framhjá fullur af gasi. Hélt ekki að gas væri svona þungt? Hver er eðlismassi gass?
lov
9.4.2008
Läckerol....
...makes people talk. Muniði eftir þessari auglýsingu? Einhverra hluta vegna datt hún í mig. Skil ekki af hverju - hef aldrei smakkað þetta og er alveg sannfærð um að mér finnst það vont. Langar miklu meira í bláan opal.........
Fór aftur í fótabað a la Solla í morgun. Fljótlegt, heitt og þægilegt. Bar síðan græðandi smyrsl á mína hrjáðu fætur. Er allt önnur kona. Af hverju eru ekki til græðandi hjartasmyrsl? Kannski til að skynja betur gleðina eftir sársauka áfalla? Auka dýpt þroskans.........? Og þá væri ég alls ekki sú sem ég er..... ekki mundirðu vilja það.....
Djúp? Ég veit......
Og þá aftur í grynnri endann. Ætla að halla mér sneggvast. Svo ég verði betur upplögð fyrir vorið. Þið bræðið snjóinn fyrir mig á meðan svo ég þurfi ekki að ösla hann á leiðinni í leikfimi...... ;)
Tak så mycket
7.4.2008
Björn Bjarnason
Ég vaknaði ósofin, úrill, hvumpin og mér var kalt......
Þegar ég var svo byrjuð að vinna jafn úrill og köld - mundi ég allt í einu eftir Sollu aðferð við að fara í fótabað. Henti lopasokkunum mínum í vaskinn meddetsamme og lét renna heitt vatn á þá fór svo í þá, sjóðandi heita, og hélt áfram að vinna....
Ég er ennþá úrill og hvumpin en mér er allavega heitt núna og fæturnir á mér eru eins og nýslegin.....evra! (Verðmætari en túskildingur........)
Heyrði í útvarpinu um daginn að það var flogið með ólympíukyndilinn frá stað A til B. Var að velta því fyrir mér hvort það hefði mátt reykja í því flugi....
Einhver sem veit það?
6.4.2008
Sólin og tíminn
Eitt sem ég er að spá í - nenni samt ekki að gúggla það og lesa langar fræðigreinar - þannig að ég hendi þessu bara hér inn í trausti þess að þú vitir þetta og segir mér það í stuttu máli.......
Evrópuþjóðir færa klukkuna að vori og hausti. Til orkusparnaðar segir mér sætur strákur Ef íslendingar mundu færa klukkuna fram um tvo tíma að vori og ná þar með sól í hádegisstað þyrftum við þá að færa hana aftur um klukkutíma að hausti til að hafa klukkuna áfram rétta miðað við sólina? Og ef svo er af hverju þá?
Og fyrst ég er byrjuð að opinbera fáfræði mína....... veit einhver hvenær Bónus lokar í dag?
Vorboðarnir eru farnir að geysast hér um stræti og torg. Ekki laust við að um mig hríslist fiðringur þegar ég heyri í reiserum og hippum þruma framhjá en mikið skelfing eru þeir nú miklu flottari, strákarnir, í leðurgöllunum. Ég legg til að hætt verði að selja gore-tex galla! Öryggi pöryggi........
Hvernig hjól mundir þú fá þér? Racer, hippa eða enduro? Eða kannski bara fjallahjól frá Trek?
Svarið við spurningunni minni um mestu uppgötvun vísindasögunnar er...........
........Uppgötun Newtons um þyngdarlögmálið!
Friður
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.4.2008
...
Nú er liðin vika frá því að pabbi minn dó!
Ég trúi þessu ekki ennþá! Deyja pabbar? Ég reyni að hengja mig í að hann hafi verið lánsamur að fá að fara svona snöggt og að hann hafi fengið að deyja á Spáni, þar sem hann vildi helst vera. Þurfa ekki að liggja veikur á sjúkrahúsi í marga mánuði.......... En ég vildi svo gjarnan að hann hefði fengið meiri tíma! Lengri tíma til að njóta lífsins - nú þegar hann var búinn að sigra krabbameinið........ Lengri tíma á Spáni, þar sem honum leið alltaf svo vel - þar sem hann vildi svo gjarnan vera.....
Akkúrat núna er ég stödd þar í ferlinu að mig langar mest að grafa djúpa holu og fela mig, svo enginn geti hringt í mig, enginn geti bankað hjá mér, að ég þurfi ekki að gera alla þessa hluti sem ég vil ekki gera.....
.....ég vil fá pabba minn aftur - með fallegu augun sín.
Læt fylgja hér með eitt af uppáhaldslögunum hans