Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Skjárinn minn!

Ég held ég sé að verða ástfangin.

Hann er hortugur, hranalegur, gengur við staf, rakar sig sjaldan og kemur öllum í kringum sig í uppnám. Ég er hins vegar sannfærð um að ef ég kafa nógu djúpt næ ég hinum sanna manni. Blámi augna hans er slíkur að það er sem mætist himinn og haf og engin skil á milli. Hann kemur í heimsókn til mín einu sinni í viku og ég bíð alltaf spennt eftir honum, nýgreidd og blíð......Wink

Hann heitir dr. House og hann á eftir að koma til mín 15 sinnum í viðbót. Eftir það verð ég líklega að lifa á minningunum....LoL


Pulsan og bjallan

Á árum mínum sem skvísa í Reykjavík, fór ég einu sinni sem oftar í bæjarins beztu og keypti mér pulsu – eins og Clinton – nema mín var með öllu og hann er ekki skvísa

 

Strunsaði svo, eins og skvísum einum er lagið. að rauðu bjöllunni minni, setti kókglasið á toppinn, settist inn og brunaði af stað – og þóttist ekki taka eftir því þegar kókglasið þeyttist ofan af toppnum út í umferðina.

Cool


Syndaselir

Sá ég í fjarzka synda sel                                                                                                                     

synt´ann úr fjarlægð fjári vel                                                                                                            

en er hann kom nær,                                                                                                                            

hann varð mér svo kær,                                                                                                                   

við giftumst í landi baska

 

Picture 079


Þegar ég var skvísa

Hef komist að því að ég er líklega bloggnörd, það svíður svolítið mitt litla hjarta, því ég taldi mig vera snilling jafnt á blogginu sem öðrum sviðum.

Kann ekkert á þessa bloggsíðu - en stefni að því að verða fær. Segi bara eins og konan forðum: " Minn tími mun koma!"

Copy of usnavy


Eru Íslendingar geðlausir?

Er að velta því fyrir mér að hafa fyrirsagnir algerlega úr takt við innihaldið.

 

En blogg eða ekki blogg! Veit ekki hvort þetta hentar mér. Mest vegna þess að þá þarf ég að hugsa áður en ég tala. Og það er nú ekki alveg minn stíll..... GetLost

Stofnaði upphaflega blogg til að geta skutlað athugasemdum beint inn á síður annarra bloggara. Því skoðunum hef ég nóg af.......

 

Ætla ekki að blogga um pólitík vegna þess að ég hef ekkert vit á henni nema helst útlitslega séð. Held ekki að pólitík snúist um útlit - og þó.........

Ætla ekki að blogga um fréttir vegna þess að þær eru alltaf slæmar.

Hver veit nema ég skrifi sögur úr æsku minni, þegar lífið var endalaust sumar og ég snéri mér kollhnísa í kringum snúrustaurinn og horfði á rabbabarann á hvolfi. Bjó til rabbabara”mat” úr rabbabara sem við stálum úr garðinum og sykri sem var hnuplað úr búrinu hjá mömmu.

 

Kannski skálda ég bara eitthvað............


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.