21.12.2009
Jólin.... jólin....
Dagurinn var allur fremur krappí!
Nístingsískuldi og myrkur úti. Allir, þ.m.t. - les. þar með talin- ég, með hausinn undir sér og hvorki heyra né sjá. Jólin alveg að koma og ég á eftir að gera eitthvað svo mikið....
Kom við á pósthúsinu með tilkynningu sem barst inn um lúguna í gær og átti alveg eins von á því að ég þyrfti að borga stórfé fyrir einhvern fjárans pakka sem væri að villast í þokkabót. Trúðu mér ég hef nefnilega lent í því. Ég þurfti einu sinni að reiða fram stórfé fyrir pakka sem átti alls ekki að koma til mín! Sjúkket fyrir að það eina sem mig skortir ekki eru peningar......... Ég átti hins vegar þennan pakka en átti á hinn bóginn alls ekki von á pakka og opnaði hann því vitaskuld um leið og ég kom heim.
Viti menn! Upp úr pakkanum tíndi ég kort, smákökur, brauð - sem ilmaði dásamlega - og kerti.
Allt heimabakað, já kortið og kertin líka Þetta bjargaði gjörsamlega mínum degi og í staðinn fyrir að hella mér yfir Dúskinn, sem mér finnst ekki alveg nógu jólalega sinnaður, flissaði ég eins og fífl og bað hann að fara upp á háaloft og sækja jóladótið. Og þú mátt treysta því að það var sagt miklu blíðlegar en lagt var upp með......... Allt vegna þess að ég bullaði svo mikið um Kaffi Amen. Segðu svo að bull borgi sig ekki
Ég áttaði mig líka á því að ég er nánast búin að græja allt fyrir jólin. Bara smotterý eftir og ég áttaði mig líka á öðru! Ég SÉ
Um leið og ég þakka Birnu Dís fyrir sendinguna langar mig að hvetja ykkur hin til að fylgja fordæmi hennar
Athugasemdir
Fara að fordæmi hennar ? á ég að senda þér meiri smákökur ? þú yrðir þá að fá sendar héðan bakaríssbakaðar, ég bakaði bara ömmutertu, 2 lagtertur og tvo botna, ala Jói Fel, en þeir eru ekki sérlega góðir og verður líklega skipt út fyrir svampbotna..
Ragnheiður , 21.12.2009 kl. 20:18
Myndarskapurinn í þér.... ég hef ekki bakað nokkurn skapaðan hlut.
Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2009 kl. 20:30
Það er kreppa svo upp úr pakkanum mínum færðu bara kort.
Anna Einarsdóttir, 21.12.2009 kl. 22:45
það er svo langt á kaffi Amen svo það kom til þín.Þú komst með nafnið ,sem ég "stal"frá þér í einni af færslum þínum.Margir hafa spurt mig hvernig ég gerði doppótt súkkulaðið á stjörnunum og það er einfalt.Orenge og 70% hitað saman og það skilur svo eftir að kólnar í sambandinu.Sem sagt ég var ekki að dunda mér við þetta í desember Njóttu vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 15:12
Já kortið er "hannað"af heimilisleysingja.Bara nokkuð flott miðað við allt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 15:13
Mér þykir Birna Dís hafa komið kærleikanum í kroppinn þinn litla álfastelpa.
Knúz og kyss og alles desde el soleado Espannnnnja ...
www.zordis.com, 23.12.2009 kl. 18:56
Eins og alltaf óborganleg Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2009 kl. 02:28
Alltaf yndisleg
Bergljót Hreinsdóttir, 24.12.2009 kl. 10:21
Jólakoss til þín Hrönn mín.
Takk fyrir alla frábæru pistlana
Marta B Helgadóttir, 24.12.2009 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.