Ég hlakka svo til.........

Ég skrapp í höfuðstaðinn í morgun - í eftirskoðun. Augnlæknirinn er svo ánægður að maður nánast roðnar...... Ég stundi því upp, að stundum á morgnana, gæti ég ekki opnað augun þau væru svo samanlímd.

Í staðinn fyrir að drífa mig aftur inn í aðgerðarstofuna og endurtaka leikinn, eins og ég óttaðist mest. Kinkaði hann kolli, eins og væri hann Doddi í Leikfangalandi og sagði mér að það væri fullkomlega eðlilegur fylgifiskur aðgerðarinnar. Þetta væri hvarmabólga og ég skyldi vera dugleg að nota tárin....... Ég sagði honum ekki að ég grenja bara úr frekju. Fannst það einhvern veginn ekki alveg viðeigandi Tounge Segiði svo að ég kunni mig ekki!

Ég erindaðist síðan lítillega í Reykjavík og á leið minni heim ákvað ég að koma við í Garðheimum og skoða ljósaseríur. Ég setti náttúrulega upp sólgleraugun - því á leiðinni í gegnum Bústaðahverfið ákvað sólin að gægjast aðeins í gegnum skýin - og það var eins og við manninn mælt! Ég var umkringd sérsveitarlögreglumönnum og mótórhjólalöggum með blá blikkandi ljós.

Díses ég hlakka svo til þegar ég verð gömul og ljót og löggan hættir að elta mig Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú sérð eitthvað,annars mundir þú þurfa að þukla jólapakkann frá mér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 19:27

2 identicon

Suss þú verður aldrei of gömul og ljót til að löggan eða aðrir myndarmenn hætti að elta þig!! Þú ert með svo góð gen góða!!!

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 19:41

3 identicon

Þeir elta þig vegna eindreginnar aðdáunar!!!!

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 19:44

4 Smámynd: Garún

Paparazzi á eftir onassiss

Garún, 16.12.2009 kl. 21:01

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sagði honum ekki að ég grenja bara úr frekju. Fannst það einhvern veginn ekki alveg viðeigandi Tounge Segiði svo að ég kunni mig ekki!

Annars var ég með svona hvarmabólgu eða eitthvað álíka þegar ég var táningur.  Þetta læknaði lýsið alveg ég get svo svarið það.  Ég mundi eftir því bara um daginn, að ég var alltaf með einhverskonar augnbólgur, hornhimnubólgu og fullar ennisholur og ég veit ekki hvað.  Síðan ég fór að taka lýsið hefur þetta algjörlega horfið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Love you

Sigrún Jónsdóttir, 18.12.2009 kl. 20:44

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ætlaði að benda þér á lýsið, en sá að Ásthildur var búin að því, þannig að ég vil bara benda þér aftur á það. Taktu það úr skeið. Þá grenjar þú vegna óbragðsins og hefur þar með slegið tvær flugur í einu höggi.

Halldór Egill Guðnason, 18.12.2009 kl. 23:34

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Lýsi já..... Þið segið nokkuð! Takk :)

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2009 kl. 09:18

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já er hann kallaður Doddi þinn þá erum við með sama gaurinn.  Alveg frábær strákur.  Segi strákur hann er svo ungur ja alla vega miða við mig hehehh 

Ía Jóhannsdóttir, 19.12.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.