Ég vild´ég væri hommi....

....hvíslaði ég að systur minni í hléinu, algjörlega fordómalaus - enda margir af mínum beztu hommum vinir - þá mundi ég fá mér svona glitrandi kjól í stíl við jakkafötin hans Páls Óskars.

Ég var nefnilega að koma af tónleikunum Hátíð í bæ - þar sem Páll Óskar sló í gegn ásamt fjöldamörgum öðrum. Páll Óskar var í jakkafötum sem sindruðu og glitruðu við hverja hreyfingu og ég hugsa að sígauninn hafi náð völdum þarna innra með mér örstutta stund...... Ég er gefin fyrir glitr - það er bara þannig!

Tónleikarnir voru sérdeilis frábærir - enda rétt sem sagt var þar: Söngur gefur lífínu lit! Allavega hjá Palla Tounge 

Augun eru öll að koma til. Í kvöld steig ég ekkert ofan á hundinn - kannski mest vegna þess að ég var ekki heima? Í gær steig ég tvisvar á hann þar sem hann lá í sakleysi sínu í myrkum ganginum og steinsvaf. Hann var farin að líta mig dulítið ásakandi hornauga þegar ég loksins skrattaðist undir rúm....

Ég setti á mig sólgleraugun kl. 15 að staðartíma og tilkynnti vinnufélögum að ég væri hin nýja Jackie Onasiss - alltaf með sólgleraugu og alla vasa fulla af seðlum. Þau voru eitthvað vantrúuð á seðlana alveg þar til ég dró upp alla mína minnismiða Sideways

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Með 'Jackie' sólgleraugun, fékkztu virkilega ekki dona zpurníngu um hvort að þú værir ekki örugglega ógift ?

Steingrímur Helgason, 10.12.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha

Ég sé þig ljóslifandi fyrir mér, dragandi upp seðlana úr vasanum.  Gula minnismiða.

Anna Einarsdóttir, 10.12.2009 kl. 09:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrönn mín þú ert óborganleg.   Steig ekkert ofan á hundinn, kannski vegna þess að ég var ekki heima.

Það er alltaf hressandi að koma hér inn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2009 kl. 14:48

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 17:48

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei Steingrímur! En það hlýtur að koma að því.... ég bara trúi ekki öðru.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2009 kl. 18:57

6 Smámynd: www.zordis.com

Þú verður æðisleg í glitrandi kjólnum .... ég er líka svona glitr manneskja, á pallíettubol sem ég fer stundum í og glanza af fegurð og hamingju.

Mæli með þvagleggjapartýi í glansandi kjólum og tátiljum ... Getum svo sem hommað okkur uppí góðan gír a la Palli ... Hann er æði. Ég væri sennilega gift honum ef við værum ekki bæði hommar. (suss ekki segja Palla frá þessu)

www.zordis.com, 10.12.2009 kl. 21:08

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha!!! Þú ert svooo endurnærandi manneskja...það er sénslaust að fara hér í gegn með fýlusvip

Bergljót Hreinsdóttir, 10.12.2009 kl. 22:00

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 

Halldór Egill Guðnason, 11.12.2009 kl. 01:21

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Til hamingju með sjónina, við eigum þá sameiginlega lífsreynslu. Mín aðgerð er orðin fimm ára gömul svo ég hef stundað sundlaugar grimmt síðan og líka bakarí - áður fyrr sá ég hvorki karlmenn né snúða fyrir móðu, en nú sé ég bæði reyndar bæði...  Ekki viss um að þeir sjái mig, a.m.k. ekki snúðarnir.

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 16:53

10 Smámynd: Ragnheiður

þúrt æði!

Ragnheiður , 11.12.2009 kl. 23:30

11 Smámynd: Rannveig Guðmundsdóttir

Hahaha ... eeelska færslurnar þínar, Hrönnslan mín. Koma manni alltaf í gott skap ef það er ekki til staðar fyrir.

Rannveig Guðmundsdóttir, 12.12.2009 kl. 21:07

12 identicon

Elsku Hrönn. Ég fer í rúmið betri manneskja eftir heimsóknina þína og kannski fyrst og fremst við lestur á síðunni þinni. Hvílíkir gullmolar sem þú deilir með þér.

Já. Myndirnar? Mikið hefði ég viljað koma og lesa í bókakaffinu og bókasafninu, þó enginn hefði komið nema þú. Næst þegar ég kem til landsins, þá getum við athugað hvort við getum ekki hist og ég skal lesa fyrir þig algjörlega prívat og persónulega. Ég er sum sé stödd í Svíaríki þessa mánuði, er í námi. Það er auðvitað hreinn og klár lúxus en þess vegna hef ég ekki getað lesið upp eins og ég hefði óskað fyrir þessi jól. En ekki fær maður allt í þessu lífi. Það væri nú meiri frekjan.

Faðmlag til þín.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 22:46

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Dásamleg færsla Hrönn.

"Ekkihommar" mega alveg klæðast glitrandi kjólum já eða jakkafötum hvort sem hverjumsemer líður betur í ;)

Marta B Helgadóttir, 14.12.2009 kl. 10:58

14 Smámynd: Garún

Lítill frændi minn sagði við mig um daginn að það væri risastór gimsteinn innaní sér og svei mér þá ef það er ekki bara satt um sumt fólk.  Þig líka. 

Garún, 14.12.2009 kl. 23:55

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk stelpur mínar..... ma´r verður bara feimin

Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2009 kl. 18:21

16 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég vild'ég væri hommi... þá myndi ég reyna við Pál Óskar

Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.12.2009 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.