"Finnst þér þú ekki vera svona eins og.....

....Jesú stundum?" Spurði ég augnlækninn í gær þegar ég tölti á eftir honum inn á stofu. "Blindir fá sýn....?"

Já krakkar mínir ég fór í laser aðgerð í gær. Í dag las ég síðan, eins og krakki, á öll skiltin á leiðinni til Reykjavíkur í eftirskoðun. Ég held að Magga, minn einkadriver þessa dagana, hafi ekki alveg áttað sig á því hvað mér þótti varið í að lesa á skilti gleraugnalaus......Tounge Eygló, hins vegar, var miklu meira með á nótunum, þegar ég las auglýsingarnar á bílunum sem keyrðu undir eldhúsgluggann hjá henni - enda sjúkraliði....Joyful 

Aðgerðin var náttúrulega skelfileg frá upphafi til enda, fyrir utan að hún kostar hvítuna úr augunum, en algjörlega þess virði. Ég meina ég SÉ!!

Augnlæknirinn spurði mig þegar ég fór í það sem þeir kalla forskoðun, hvers vegna ég vildi fara í þessa aðgerð og ég ákvað að segja honum bara eins og er. Ég væri orðin hundleið á að sjá ekki sætu strákana í sundi Sideways Hann sagði mér þá að hann ætti einmitt vin sem "væri svona blindur" - á þeim tímapunkti þakkaði ég honum kærlega fyrir - og hann fílaði sig nú eins og perra í sundi. Hann sæi svo vel...... Þannig að þetta er algengara vandamál en fólk heldur Tounge Í skoðuninni í morgun var ég látin halda fyrir annað augað og lesa stafi uppi á vegg - ég sá cirka helminginn - þannig að hann svissaði yfir í enn minni stafi þar sem ég sá tvo fyrstu og sagði svo: "Nei - ég sé þetta ekki....." Það þótti honum flott og sagði mér að ég væri með 120% sjón, sem ég að vísu er svolítið tortryggin á - enda tortryggin að eðlisfari. Ég meina síðast þegar ég fór til augnlæknis og sá svona lítið á spjaldið sagði sá læknir við mömmu að hann mundi ekki treysta þessu barni einu úti á götu...... Hugsanlega hafa staðlarnir eitthvað breyst.... og þó - það er ekki svo langt síðan ég var barn Cool

En, gott fólk, ég fór í gær og keypti mér mín fyrstu sólgleraugu og geng nú um með þau á nefinu í þoku, rigningu og myrkri - ekki vegna þess að ég þurfi þess heldur vegna þess að ég er ógeðslega töff með þau Happy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó Hrönn! Eina lýsingin á þessu er kraftaverk!! Losna við gleraugun! Ólýsanlegt! Ég þarf að hafa gleraugu þegar ég les, só vott! Ég á líka sólgleraugu, þ.e. tvenn!! þau fyrstu síðan................! Já þessi aðgerð er hverrar krónu virði. Til hamingju!!!!

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Næzt, þegar ég C þig, þá ztoppa ég ekki & zegji hæ.

Fjöldi kvenna hefur ákveðið að drepa menn zína, & praktízerað eftir að hafa tekið fram fyrir guðz hendur & farið í dona aðgerðir.

Lykillinn að farzælu zambandi manna & kvenna á milli er ákveðið náttúrulega ázköpað magn af zjónleyzi kvenna, & heyrnarleyzi manna...

Steingrímur Helgason, 5.12.2009 kl. 00:17

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fyrst þú sérð allt núna Hrönn, viltu þá segja mér.... er maður að missa af miklu ef maður sér ekki yfir götuna ?  Mér finnst sjálfri að ég sé ekki að missa af neinu en geri mér þó grein fyrir einum ókosti sem fylgir mikilli fjarsýni.   Allir halda að ég sé svo merkileg með mig - því ég heilsa engum nema viðkomandi sé í tveggja metra fjarlægð.     Ég gæti samt vel lagfært það með því að heilsa bara öllum. 

Anna Einarsdóttir, 5.12.2009 kl. 01:07

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vitaskuld er þetta ekkert annað en kraftaverk Sigrún! Ert þú búin að fara í svona aðgerð? Til hamingju! Að vera laus við gleraugun? Algjörlega ómetanlegt!

Víst stopparðu næst þegar þú sérð mig Steingrímur. Annað er ekki hægt ;) Hvernig var aftur lýsingin? Fáskiptin og hreinlát?

Anna! Ég veit ekki hvernig það er þarna í Borgarnesi en hér værirðu að missa af eiginlega öllu. Ég meina löggustöðin er hinumegin við götuna Ég mæli með því að þú haldir bara áfram að vera merkileg með þig og heilsa fáum

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2009 kl. 08:37

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kannast við þetta allt.  En síðan fór ég í aðra aðgerð miklu hættulegri og viti menn sjónin fór að daprast.  Andsk... þar fauk hvítan út augunum alveg.  En sem betur fer er eilíbbðarábyrggð á þessu svo ég ætla að láta krukka í augun fljótlega aftur.  Ég nota núna 1 til að lesa og á tölvuna.  Annars sé ég vel á öll skiltin þegar ég er að keyra og það er flott því þá er ég ekki að dandalast einhvers staðar út og suður í móa alveg lost.  Góða helgi dúllan mín.

Ía Jóhannsdóttir, 5.12.2009 kl. 09:07

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það eru ótrúlega margir búnir að fara í þessa aðgerð. Og þó er það ekkert ótrúlegt miðað við árangurinn. Hver vill ekki upplifa svona kraftaverk? Ég held að það skilji það enginn til fulls nema þeir sem eru svona gjörsamlega háðir gleraugum.

...já og Sigrún! Til hamingju með sólgleraugun

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2009 kl. 10:52

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Til hamingju með þetta Hrönn....þetta hlýtur að vera léttara líf...núna þarftu ekki að hafa þurrkurnar á gleraugunum þegar þú ferð út að viðra þig og hundinn...og svo er ýmislegt fallegt að sjá í sundlaugunum.....Njóttu kjellan mín!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 5.12.2009 kl. 19:22

8 Smámynd: Ragnheiður

nei vá..mér finnst algerlega ástæða til að óska þér til hamingju með þetta. Rosalega held ég að þetta sé frábært fyrir alla sem njóta slíkra aðgerða

Ragnheiður , 5.12.2009 kl. 22:02

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

120% sjón!? Vá! Þýðir það að þú sjáir í gegnum alla?

Til lukku með þetta kæra Hrönn, en láttu samt betri sjón ekki villa þér sýn. Þeir eru ekkert sætari á löggustöðinni en annarsstaðar.

Halldór Egill Guðnason, 6.12.2009 kl. 02:07

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það Bergljót og Ragga :)

Já takk Halldór! Sé í gegn um holt og hæðir líka.  Ég veit.... þeir eru miklu fallegri annarsstaðar ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2009 kl. 08:39

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með sjónina og takk fyrir frásögnina...ekkert betra en smá hlátur inn í daginn

Sigrún Jónsdóttir, 6.12.2009 kl. 09:22

12 identicon

Til hamingju með sjónina.Það er svo margt að sjá í sundi, ég óskað þess að sjá EKKI svona vel með sundgleraugun (þegar maður syndir á eftir kalli í boxer )og mæli með gleraugum sem eru með "þykkt"  gler kannski +9 .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 18:52

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úff Skralli! Þú ert mörgum ljósárum á undan mér.....

Takk Sigrún ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2009 kl. 21:31

14 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Til hamingju með sjónina

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.12.2009 kl. 14:10

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Æji grjónið mitt  

Solla Guðjóns, 7.12.2009 kl. 22:33

16 identicon

Til hamingju frænka.

Ég fór fyrir um 5 árum og kom út með 160% sjón! og það er ekki mælt meira þ.a. ég er bara nokkuð sátt :-)

Algjör snilld að losna við þessi gleraugu. Mér fannst alltaf skemmtilegast að litla græna ljósið á DVD tækinu í herberginu mínu breyttist í klukku eftir aðgerðina :-)

En ég er sammála þér að fólk veit ekki hvað þetta er merkilegt nema hafa reynt það! Gleraugun eru ótrúleg hækja sem gott er að vera laus við.

Inga frænka (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 13:33

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahahhahhah Inga! Var það örugglega innifalið í aðgerðinni?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.12.2009 kl. 18:11

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá Hrönn þetta er eitt að því sem ég myndir aldrei þora að gera.  Leggast undir hnífinn með augun mín.  Þetta er jafnvel verra en flughræðslan get svo svarið það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2009 kl. 21:36

19 Smámynd: www.zordis.com

Hipp og kúl elskuleg, hvorki minna en hugsanlega meira með arnarsjón þína nýju.

Eigum við kanski að fara í sund saman, ég er með ofursjón svo það verður um ýmislegt að ræða thi hi hi.

www.zordis.com, 9.12.2009 kl. 06:11

20 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Stórkostlegt  innilega til hamingju enn og aftur.

...vona bara að þú verðir ekkert raunsærri

þrátt fyrir sjónina

það er svo ljúft að vera mátulega óraunsær

Marta B Helgadóttir, 9.12.2009 kl. 15:30

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Láttu mig vita það Cesil! Hver einasta taug gargaði á mig allan tímann að hlaupa!!! Ég er bara svo illa gegnin.....

Takk stelpur og Marta það er lítil hætta á raunsæi á mínum bæ - nú er bara horft á tilveruna með rósrauðum sólgleraugum!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband