30.11.2009
Meiri snjó - meiri snjó - meiri snjó!
"Rétt´ann af dúllan mín." Sagði maðurinn, svona líka heimilislegur um leið og hann reif upp dyrnar hjá mér.
....Ég stóðst sumsé ekki mátið og fór út að keyra í gær. Fékk meira að segja sérstaklega lánaðan bíl í verkið og vona bara að mamma lesi ekki bloggið mitt Það hafði nefnilega snjóað einhver lifandis býsn á meðan ég söng jesúslagara. Mér finnst gaman að keyra í snjó og slæda í beygjum en náði að festa bílinn í skafli - stóóóórum skafli - um það bil hálfum meter frá startlínu.
Ég leit tortryggin á manninn - sem ég þekkti ekki neitt og var að spá í hvort hann væri að rugla mér saman við Dúskinn, sem ég - eins og alþjóð veit, kalla MömmusinnarDÚLLUdúsk. Það var alls ekki að sjá á manninum að hann væri gefinn fyrir unga drengi þannig að ég ákvað í fljótheitum að taka sjensinn og "leyfa" honum að aðstoða mig.....
"Ekki gefa honum inn dúllan mín", hélt maðurinn áfram, hann losnar ekkert fyrr þótt þú gefir í Þegar hann benti mér á það í annað sinn spurði ég hann, afar sakleysislega, hvort hann væri alveg viss um það...... mætti halda að maðurinn hefði aldrei heyrt talað um að "taka þetta á ferðinni" Hann gafst ekkert upp á því að hjálpa mér - hvernig sem ég lét - og á endanum náði ég bílnum lausum og þessi miskunnsami samverji hvarf í kófið áður en ég náði að þakka honum fyrir.
Ég er hins vegar jafn sannfærð um það og allir aðrir sem blogga að ALLIR lesi mitt blogg - til dæmis er ég alveg viss um að Davíð Oddsson er hér daglega - að hér með þakka ég honum kærlega fyrir, og Davíð líka - fyrir að lesa
Athugasemdir
Töffarinn þinn.
Ég væri til í að fara með þér á sveitaball á gamlárskvöld... og þú bílstjórinn.
Anna Einarsdóttir, 1.12.2009 kl. 09:36
Annan í jólum! Þá er alltaf vitlaust veður ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 1.12.2009 kl. 09:46
Hehehe réttan af þetta kannast ég vel við, og ekki gefa í. Alveg hárrétt. Ef maður er komin út í vitleysu, þá á að rétta bílin af þannig að framhjólin séu bein og gefa svo varlega í, finna hvernig hjólinn taka við sér og loks losnar bíllinn. Þetta er frítt í boði Cesil, sem er ansi dugleg að aka um í snjó.
En takk fyrir öll skemmtilegheitinn Hrönn mín, þau eru mér mjög nauðsynleg þessa dagana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2009 kl. 10:37
Maður fengi semsagt adrenalín "kikk" ef maður kæmist í góðan bíltúr með þér "dúllan" mín
Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2009 kl. 11:05
Við Davíðar lezum allténd alltaf...
Steingrímur Helgason, 2.12.2009 kl. 01:01
Það klikkar ekki kafli hjá þér. Hvort sem heitir rósir, eða go-kart, það bara geislar af þér á alla kanta.
Halldór Egill Guðnason, 2.12.2009 kl. 01:05
Iss þú ættir að lenda með mér í bíl á 200 hér á Autobananum á milli mjólkurbúðarinnar og heimilis. Annars reddar þessi færsla deginum fyrir mér, var eitthvað svo down..................... allt bú...........
Ía Jóhannsdóttir, 2.12.2009 kl. 14:34
kem á rúntinn með þér,er líka í kór.Við getum sungið saman í skafli
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 13:52
Væri alveg til í að skrensa með þér ... jy hvað það væri nú gaman!
www.zordis.com, 4.12.2009 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.