Það er alltaf von!

Ég gerði eldri mann hamingjusaman í dag. Bara með því að skrifa fyrir hann disk. Hann sagði, þegar hann kvaddi mig, að hann yrði að fá að kyssa mig á kinnina og vonaði innilega að hann sæi mig aftur.

Þarna liggur minn markhópur - ég veit. Eldri en sextugir og yngri en sex ára. Þetta eru gaurarnir sem elska mig.

....enda hlakka ég ekkert smá til þegar ég verð sjötug og næ mér í einn ungan og sprækan um sextugt Sideways

Annars segi ég eins og lítill frændi minn, sem elskar einmitt pepsi, hundinn minn, köttinn minn og mig - í akkúrat þessari röð..........

.....ég elska báðar mínar vinnur í akkúrat þeirri röð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.10.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha........ það er gott þú ert með markhópinn þinn á hreinu.  Um sjötugt gætir þú hugsanlega nælt í einn sem núna er 6 ára.  Ég giska á að hann verði þá um þrítugt.  Úúúúúúúú. 

Anna Einarsdóttir, 31.10.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheh já ég tel líka þennan hóp, sex tll sextugs plús.

Ía Jóhannsdóttir, 31.10.2009 kl. 01:53

4 Smámynd: Garún

hahaha var gerð þarfagreining á þessum markhóp eða lætur þú þér bara reynslu þína nægja?

Garún, 31.10.2009 kl. 13:22

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hokin af reynslu Garún ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 31.10.2009 kl. 13:36

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 06:00

7 Smámynd: Vilma Kristín

:)

Vilma Kristín , 1.11.2009 kl. 23:08

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þessi markhópar, greiningin er auðvitað bráðnauðsynleg.  Sex ára gaurar eru flottir, en þessir sextugu er líka flottir.... að mínu mati

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 11:00

9 Smámynd: www.zordis.com

Ég væri til í einn sextugan, flottur aldur og menn með reynslu. Minn verður 6 og núll eftir ca.16 ár ....

Jíha, elska þig sæta krúttið mitt, engin biðröð nema ég þurfi að skella mér í lovjú biðröðina hjá heiðursmönnum yfir og undir sexi.

www.zordis.com, 2.11.2009 kl. 14:05

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eitt góðverk á dag...

vildi bara segja þér að ég pantaði tíma og skellti mér í brjóstakremju-tækið í Skógarhlíðinni í dag.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.11.2009 kl. 00:35

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dugleg Jóna :)

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.