29.10.2009
Pýþagórasarglundroðakenning.
Ég var að velta því fyrir mér af hverju götunúmer meika allt í einu engan sens fyrir mér. Stórmerkilegt mál, ég veit....
...þess vegna ákvað ég líka að deila því með ykkur ;)
Hver getur útskýrt fyrir að mér að götur sem mætast við hringtorg og liggja í austur og vestur, heita sitthvoru nafninu - ok - það þarf ekki að útskýra það fyrir mér. En hvernig í ósköpunum stendur á því að vestan hringtorgs eru oddatölur sunnan megin en austan hringtorgs eru sléttar tölur sunnan megin. Ég lagði í þetta miklar pælingar og útkoman varð akkúrat engin! Nú reynir á að sýna hug og dug í verki. Ég meina jólin nálgast og málið verður að leysast......
Annað sem ég var að velta fyrir mér er bygging sem stendur, tjah.... ekki svo langt upp í sveit og þá er ég ekki að tala um neitt meðal bóndabýli. Tvær hæðir, austur- og suðurálma og kjallari undir öllu saman.
Þessi bygging er hægt en örugglega að grotna niður. Einu ábúendur eru Krummi... og "draugur" sem hangir niður úr þakskegginu á vesturveggnum.
Ótrúleg bygging. Á annarri hæð eru göt í gólfinu niður á fyrstu hæð, hugsanlega ætlað fyrir þá sem væru að flýta sér ;)
En útsýnið var flott þarna uppi!
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Það er auðvitað bráðnauðsynlegt að greiða úr þessu vandamáli með götunúmerin sem fyrst.
Er þetta hús ekki bara draugaborg einhverskonard, og krummi bara húsvörðurinn þar?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2009 kl. 09:18
Ég reyni að hugsa ekki um reglur bak við svona götunúmeraglundroða....ég get ekki sofið á nóttinni ef ég hugsa of mikið um svonalagað en annað í sambandi við götunúmer sem angrar mig....húsnúmer sem vantar inn í röðina!!! Ég bjó einu sinni í nr 3 en það var sko ekki pláss fyrir neitt nr 1 - í næstu götu við hliðina var nr 17 við hliðina á nr 13 ss ekki neitt númer 15. Kannski er þetta bara stundað á Egilsstöðum????
Mig langar í hús með gat á milli hæða - það er hægt að finna ýmislegt skemmtilegt að gera með svoleiðis....td. hafa súlu til að renna sér niður eða trampólín fyrir neðan og hoppa(sennilega best að hafa góða lofthæð og lítið trampólín) eða svona gryfju með dýnuspæni eins og maður sér í gryfjum í svona fimleikasölum.....ég hef allt í einu smá áhyggjur af því að ég hugsi of mikið um furðulega hluti
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 14:43
Veit ekki, einhvern tíman heyrði ég að reglan væri að lægsta oddatölunúmerið sé alltaf vinstra megin á endanum sem komið er inn í götuna. Ef hægt er að keyra í gegnum götuna er talið frá þeim enda sem er næst miðbænum. Þannig eigi maður alltaf að vera fljótur að átta sig. Sel þetta sko ekki dýrara en ég keypti það... og hef langt í frá lagst í rannsóknir. Væri nú samt áhugavert að heyra ástæðurnar.
Vilma Kristín , 29.10.2009 kl. 20:29
jú Vilma... það meikar sens, allavega í þessu tilfelli.
Valgerður Ósk! Ég hef keyrt í gegnum svona götu... hún byrjar á fimm og ekkert pláss fyrir þrjú og eitt! Hvað er fólk að hugsa þegar það gerir svona lagað? Manni verður hreinlega orðs vant ;) Næst þegar þú kemur suður skal ég bara gefa þér þetta hús - hafðu bara með þér trampolínið og/eða súluna :)
Cesil Gott að sjá þig á kreiki.
Hrönn Sigurðardóttir, 29.10.2009 kl. 22:21
Úff.... ég ruglaðist alveg þegar ég var kominn í hringtorgið... oddatölur... sléttar tölur... mig svimar bara... minnir mig á manninn sem sagði... "það er þriðja hurð til vinstri ef þú gengur aftur á bak"...
Brattur, 29.10.2009 kl. 23:06
Ég hef einu sinni á ævinni komið til Washington borgar í Bandaríkjunum. Þar eru götur merktar með bókstöfum og tölustöfum. Í miðborginni heita göturnar til dæmis L1 - East (!) og húsnúmerin hefjast við aðalhringtorgin! Þetta finnst víst sumum einfalt kerfi og auðvelt að rata. Ég hef aldrei nokkurn tíman á ævinni verið eins týnd eins og þegar ég var að reyna að rata um miðborgina þarna.
Marta B Helgadóttir, 29.10.2009 kl. 23:07
Já, skrítin hugsun á bak við götunúmerin....ef það er þá einhver hugsun. Hvað þá með skiptingu gatna og það þarf sko ekkert hringtorg til þess. Vinnustaðurinn minn er t.d. við Laugarásveg en næsta hús við hliðina er skráð við Langholtsveg, við vinnufélagarnir erum í fullri ólaunaðri vinnu hjá borginni við að leiðbeina og útskýra fyrir nýju póstburðar- og blaðburðarfólki með reglulegu tímabili....og við sem kunnum ekki tungumál viðkomandi póstburðar- eða blaðburðarfólks, þurfum að fara í pictionary og það er sko ekkert létt verk að leika Laugarársvegur/Langholtsvegur....ekki frekar en Eyrarbakki eða Stykkishólmur
Sigrún Jónsdóttir, 30.10.2009 kl. 11:55
Götunúmer eru til þess að auka skilvirkni.
Í þorpum úti á landi eru heiti á húsum enn algengt og jafnvel kaupstöðum. Allir gamlir Akurnesingar þekkja t.d. hvar Sýrupartur og Heimaskagi voru en hvað með yngra fólkið?
Hvernig ætli t.d. póstútburður væri ef hús við götur væru ekki númeraðar en þau nefnd eftir heitum að ósk eigenda? Það tæki mun lengri tíma að flokka póstinn og bera út bréfin. Tölum ekki um kostnaðinn. Hvað með ef leita þyrfti til lögreglu, sjúkraliðs eða slökkvilið ef kalla þyrfti eftir aðstoð ef öll hús í Reykjavík væru ekki með þessu fyrirkomulagi? Kannski sjúklingurinn væri fyrir löngu búinn að geyspa golunni eða húsið væri löngu brunnið þá loksins aðstoð bærist.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2009 kl. 12:11
Hvar er annars þetta stóra hús sem byggt hefur verið af mikilli bjartsýni?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2009 kl. 12:13
Veit ekkert um þetta´og verð ringluð af að hugsa um þetta
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 18:02
Brattur! Það hlaut að vera að þú þekktir þannig mann....
Marta! Gott að vita að ég er ekki ein
Sigrún! Það hlýtur að vera einhver pæling á bak við þetta. Við verðum bara að finna hana.....
Mosi! Vitaskuld þurfa að vera númer. Ég geri mér grein fyrir því... jafnvel þótt húsið mitt sé svo gamalt að það beri nafn sem ég er nánast viss um að löggan fyndi ef ég kallaði eftir aðstoð ;)
Þetta stóra hús er í Grímsnesinu. Byggt upp úr 1970 held ég örugglega og aldrei verið notað.
Birna! Velkomin í félagið ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2009 kl. 18:44
ég er ótrúlega spennt fyrir að fá svona hús....verð reynar að redda mér trampolíni þar sem það er beinlínis hættulegt að hafa svoleiðis á svölunum hjá mér núna búandi á 7. hæð
Annars ef þú rekst á kálf sem vantar heimili er ég frekar spennt fyrir svoleiðis!!! Það má ekki vera með gæludýr heima hjá mér en kálfar eru húsdýr en ekki gæludýr.....eða hvað???
Ísland verður örugglega fullt af svona tómum, aldrei notuðum húsum í framtíðinni - þá þarf skemmtilegt fólk með hugmyndaflug til að nýta þau....ég býð mig fram í nefnd
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 19:09
Kálf segirðu.... ég sé að fólk á facebook er endalaust að finna einmana kýr í einhverjum undarlegum leik þar..... En það er náttúruleg rétt hjá þér kálfar eru húsdýr ekki gæludýr
Þú ert hér með ráðin formaður nefndarinnar
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.