Þú ert svo glaðleg...

....sagði maðurinn við mig og brosti blítt. Ég horfði smástund tortryggin á hann en mundi fljótlega að ég hafði fengið uppeldi - kemur sér að vera snöggur að hugsa - og þakkaði honum fyrir um leið og ég brosti til baka.

Ég var á fjölmiðlafundi fyrir nýjustu vinnuna mína ;) Áður en þið vitið af verð ég kominn með minn eigin þátt í fjölmiðli. Hann mun heita Ónauðsynlegar upplýsingar - eða Useless information á frummálinu - og fjalla um akkúrat það. Því eins og þið vitið er ég snillingur í að koma algjörlega ónauðsynlegum upplýsingum á framfæri Tounge

Sem minnir mig á það... ég ætlaði að segja ykkur söguna af því þegar ég fór í Fornbókabúð Braga. Heitir hún það ekki? Búðin sem Egill Helga fer alltaf í að hitta skrýtna manninn sem heldur því fram að það eina sem hann hafi tekið eftir þegar hann hitti Marilyn Monroe í lyftu fyrir einhverjum árum, hafi verið nefið. Ég var alveg ákveðin í því að spyrja hann hvort hann væri ákveðinn í að halda sér við þessa sögu, en hann var ekki við.

Ég stóð hins vegar bergnumin í búðinni og horfði á allar bækurnar. Því næst beindi ég sjónum mínum að fólkinu í búðinni og flissaði með sjálfri mér um leið og ég hugsaði að þarna væri hægt að halda árshátíð skrýtna liðsins..... 

Áður en við varð litið var ég búin að týna systur minni, sem þó er eldri og á að hafa verið innrætt frá barnæsku að hafa gætur á mér, og var komin á kaf í bækurnar. Horfnar voru allar hugsanir um undarlegt fólk í búðinni og mér leið eins og ég væri heima hjá mér....

Soldið sorgleg saga finnst ykkur ekki? Endaði með því að ég hóaði þar til ég fannst og sagði að annað hvort færi ég strax út úr þessari búð eða ekki fyrr en Egill Helga birtist næst.......

En eins og alþjóð veit er ég einlægur ekki aðdáandi hans.

En af manninum á fjölmiðlafundinum er það að segja að það var þegar hann sagði mér í annað sinn að honum finndist ég svo glaðleg að ég áttaði mig á því að hann var að tala um outfittið.......

...ég verð að segja að mér létti heldur, enda hef ég ímynd að verja Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bloggvinir eins og þú - nei annars, það er enginn eins og þú -

..........Þú ert eins og síðasti Geirfuglinn í samfélagi bloggara.  Heldur húmornum þótt skipið sökkvi....... hlærð bara í kafi og framkallar loftbólur.

Segðu systur þinni að týna þér ekki.

Anna Einarsdóttir, 14.10.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert perla, sjaldgæf perla ..og ég elska skrifin þín

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2009 kl. 13:49

3 Smámynd: Ragnheiður

Djö ég þoli ekki svona kærulausar systur en nú er mín komin með afsökun . Sko við vorum bara tvær og hún eldri-offcorse sko. En núna, þökk sé facebook, þá er komin í ljós systir sem er eldri en hún og þá ber hún auðvitað ábyrgð sem elsta systir- eða hvað?

Hvernig er þetta annars ? Sástu nokkuð bók þarna um systur ?

Ég þori ekki þarna inn.Ekki vegna þess að ég haldi að ég blandist ekki vel inn í skrýtna fólk heldur þyrfti ég líklega sendibíl til að komast heim með bækurnar   

Ragnheiður , 14.10.2009 kl. 13:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skrýtna liðið er best.  Þar er ég eins og heima hjá mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 14:41

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Cesil

Ragga! Nei ég sá enga bók um systur - ég var í annarri deild. En þú þarft engar áhyggjur að hafa það er morandi af sendibílum um allar stéttar þarna ;)

Sigrún - krútt ertu.

Anna! Blúbb

Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2009 kl. 21:47

6 Smámynd: Brattur

Það er alltaf spurningin hvort týnir hvorum... líklega er það sá sem fyrst fattar það, ha ?

Brattur, 14.10.2009 kl. 22:20

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fornbókabúðir geta verið stórhættulegar. Þar getur fólk horfið og þar getur fólk fundist. Mikið er ég fegin að þú fannst og lofaðu að vera ekkert að ráfa um ókannaðar slóðir, nema í fylgd með nánustu ættingjum. Þeir eru jú líklegastir til að finna mann aftur.

Halldór Egill Guðnason, 15.10.2009 kl. 02:08

8 Smámynd: www.zordis.com

Glaðlega klædda skemmtilega konan með eigin útvarpsþátt. Þetta kallar á ýmislegt!

Þú ert bara æði!

www.zordis.com, 15.10.2009 kl. 07:06

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir að koma mér í réttan gír´, ég var pínu down rétt áðan en nú er það horfið yfir fjöll og dali og svarta sanda.  Njóttu dagsins og brostu út í eitt.

Ía Jóhannsdóttir, 15.10.2009 kl. 09:54

10 identicon

Ég SKRAPP einu sinni í litla og huggulega fornbókabúð.Ein,MAÐUR FER EINN Í SVOLEIÐIS BÚÐIR.Allt í einu er pikkað í mig og ég sný mér við.Húsband stóð þar þungur á brún,hann beið í bílnum meðan ég SKRAPP INN.Það voru liðnir tveir og hálfur tími.Jú ég keypti bækur frá árinu 1943

Það er dásamlegt að eiða deginum í svona grams,þú ert svo Glaðleg kona Hrönn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 11:12

11 Smámynd: Garún

hahaha.  Við erum tvær í hópnum á Agli!  En hvernig gastu týnt systur þinni.  Má ég stinga uppá staðsetningartæki í jólagjöf!   En já þú ert glaðleg og glaðlynd!  Finnst þér ís góður?

Garún, 18.10.2009 kl. 21:41

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er perla

Kristín Katla Árnadóttir, 22.10.2009 kl. 19:06

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.10.2009 kl. 02:29

14 Smámynd: Jens Guð

  Mér þykir merkilegast að Bragi í fornbókabúðinni skuli ekki hafa nefnt að Marilyn Monroe var með 13 tær.  Að vísu lét hún fjarlægja eina tána um leið og hún hafði efni á því.  Engu að síður var þrettánda táin mun merkilegri en nefið á henni.  Það dugði samt betur þegar röðin kom að kókaínu. 

Jens Guð, 25.10.2009 kl. 01:08

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Jens... mér fannst nú merkilegra að hann þóttist ekkert taka eftir brjóstunum á henni....

Ís er góður Garún.

Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2009 kl. 18:08

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú sé ég þig fyrir mér í sígaunakellu-outfitti. Appelsínugulu, rauðu, skærgrænu, kóngabláu og gulu. og að sjálfsögðu hringlar í öllu glingrinu í hvert skipti sem þú hóar

Jóna Á. Gísladóttir, 26.10.2009 kl. 00:09

17 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég sé þig í anda í rósóttum regngalla í búðinni hjá Braga.

Segðu systur þinni að hún megi aldrei týna þér - og það mátt þú ekki heldur!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.10.2009 kl. 21:12

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stelpur mínar... ég er ekki á leikskóla ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2009 kl. 22:24

19 Smámynd: www.zordis.com

Koma svo!

www.zordis.com, 27.10.2009 kl. 07:34

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvert? :)

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband