Bleikur október.

Ég fór í dag og keypti mér gullfallega bleika brjóstnælu. Hún kostar skid og ingenting og ég hvet ykkur öll til að fara og kaupa eina.

Ég sá líka í gærkvöldi að Landsbankinn var baðaður bleikum bjarma - en ég saknaði þessa bleika lits á Ráðhúsinu. Er svo mikill niðurskurður í gangi að ekki sé hægt að smella bleikum perum í kastarana? Ég meina ef það er málið þá er ekkert mál að hræra hvíta málningu út í rauða litinn og sletta aðeins......W00t

Ef ég man rétt þá var kirkjan líka böðuð bleikum bjarma í október 2008 og ég legg til að brúin verði líka bleik í ár.............. Það veitir ekkert af að minna konur á að fara í krabbameinsskoðun. Segir konan sem var dregin í skoðun af mömmu sinni í vor vegna þess að það var svo langt síðan hún þorði síðast..... Ég segi það enn og aftur - mömmur eru þarfaþing Kissing Mín dregur mig líka í flensusprautur, þrátt fyrir að ég þrjózkist við af öllum mætti. Síðast þegar ég fékk almennilega flensu skrifaði ég bók í óráði og þýddi hana yfir á ensku og dönsku.... Stieg Larson hvað..... Að vísu gekk það svo langt að Mömmusinnardúlludúskur kom heim úr vinnu á tveggja tíma fresti til að gefa mér hitastillandi og vatn! Mömmu er hinsvegar slétt sama þótt ég færi rök fyrir því að menningarleg verðmæti glatist með hverri flensusprautu og sýnir einbeittan brotavilja á hverju ári. 

En ég elska hana samt InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Bleika nælu... ég var smá stund að kveikja... held ég sé búin að fatta.

Vilma Kristín , 2.10.2009 kl. 21:00

2 identicon

Vinnuveitandi minn , hérna vestan megin við þig kaupir bleika nælu á hverju ári handa öllum sínum konum . . .  sem starfa hjá honum, enda veit hann sem er að konur eru ómissandi hvar sem er. :-) góða helgi .

sirrý (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða helgi Sirrý ;) Já hann veit sínu viti.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.10.2009 kl. 21:15

4 identicon

Ég þori ekki í flensusprautu!!! hef reyndar bara einu sinni fengið flensu sem ég man eftir svo ég virðist ekki vera í sérstökum áhættuhóp. Ég er pínu hrædd við allt svona fyrirbyggjandi......er reyndar líka ógurlega illa við sýklalyf því ég verð veik af þeim(með illu skal illt út reka!!)

Allir eiga að kaupa bleiku slaufuna!!! Þar sem ég vann áður keypti yfirmaðurinn bleikar slaufur handa öllum á staðnum og svei mér þá gekk stór hluti karlkyns starfsmanna með hana alla veganna í nokkra daga

Ég ætla að fara á morgun(eftir) og kaupa mér bleikt naglalakk í tilefni október mánaðar....passar vel með slaufunni!!!

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 01:24

5 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert krútt.

Slaufan í ár er ofsalega falleg.

Það kom Hreyfilsbílstjóri í vinnuna mína í gær og seldi mér slaufuna.

Í fyrra hringdi ég í einn til að fá keypta slaufu.

Ragnheiður , 3.10.2009 kl. 12:38

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mæli með því Valgerður Ósk ;) Þú verður hrikaleg skvísa með bleikt naglalakk og bleika slaufu í stíl.

Ragga! Þú ert líka krútt.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2009 kl. 14:00

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég var að pæla í því hér um daginn hvort bleika slaufan væri seld hér í Prag, er bara ekki alveg viss ef ekki þá ætla ég að gera eitthvað í því máli næsta ár innan International Women´s Association of Prague.  Góða helgi dúllan mín.

Ía Jóhannsdóttir, 3.10.2009 kl. 18:35

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Líst vel á það Ía - Góða helgi.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2009 kl. 21:32

9 Smámynd: www.zordis.com

Mig langar í svona bleika slaufu!

Mömmur eru þarfaþing og mamma þín var einmitt að drepa á þessu við mig þegar þú varst nær dauða en lífi af Ekki Svínaflensunni.

Dóttlan mín er í bleikum mótorhjólabol og ég ætla að fara í eitthvað bleikt og vera í bleiku út alla vikuna.

Mússý músss sæta mús

www.zordis.com, 4.10.2009 kl. 11:02

10 Smámynd: Garún

Búin að fjárfesta í einni!  Ógeðslega ánægð með leigubílstjóra.  Reyndar var ég að rifja upp að ég hef bara ekki farið í leigubíl heillengi....hm...I wonder why

Garún, 4.10.2009 kl. 22:55

11 Smámynd: www.zordis.com

Lifðu í lukku en ekki í sultukrukku!

www.zordis.com, 7.10.2009 kl. 10:10

12 identicon

Ég er auðvitað löngu búin að kaupa slaufu,en fór ekki í flensusprautu.Hefði betur gert það,flensa enn einn ganginn í heimsókn hjá mér.Og það slæm,engin matarlist (þá er konan veik),ógleði ,kvef,hausverkur og allur pakkinn.Þú ert frábær Hrönn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:13

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Birna mín.

Zordis ég reyni ;)

Garún! Leigubílstjóra? Selja þeir slaufur eða er þetta bara almenn ánægja með stéttina? ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 12:04

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hér kíkir kona í sakleysi sínu inn á vinnutíma og liggur svo í kasti við skrifborðið. Skrifaðirðu bók segirðu? og þýddir hana? á dönsku og ensku?? 

bleika slaufan minnir mig á það á hverjum degi að það er ár síðan ég átti að panta tíma í brjóstaskoðun. Ég mun hringja einn góðan veðurdag í allra nánustu framtíð.

Annars vildi ég þakka þér fyrir Hrönn. Elsku Hrönn. Árstíðadagatal í fallegum litum er á teikniborðinu. Ég botna ekkert í því afhverju mér datt þetta ekki í hug, eins og vikuplanið sló nú rækilega í gegn.

Fyrir utan það hvað ég dáist að þér fyrir að muna eftir vikuplaninu. Það er ekki eins og þú sért inn á gafli heima hjá mér.

Ég læt þig vita hvernig árstíðaplanið reynist 

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2009 kl. 14:42

15 identicon

Ég sá það á fundi áðan að yfirmaður minn er með fallega bleika slaufu í jakkanum, mér finnst afskaplega sjarmerandi að sjá karlmenn með bleika slaufu í október

Ég var samt ekki ánægð með unga manninn sem stoppaði mig á kosningadaginn seinasta og spurði mig hvort fallega bleika slaufan mín væri kosningaáróður, tvennt má læra af þessu: ég geng með slaufuna allt árið og mæður ættu að gefa sonum sínum bleika slaufu á hverju ári svo þeir viti hvað hún er!!!

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:49

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hlakka til að fá að fylgjast með því Jóna

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 19:00

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rétt Valgerður! Nú fer ég strax á morgun og kaupi bleika slaufu handa Mömmusinnardúlludúski og heima að hann festi hana í lokkinn sem hann er með í geirvörtunni ;)

Kosningaáróður!! Ég er svo aldeilis yfir mig bit!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.