28.9.2009
Sex, drugs and cocoa puffs.......
Ég var að lesa gömul blöð!
Mér var nefnilega sagt að þegar maður eldist þá fari maður að lesa gömul blöð.... en það var nú ekki það sem ég ætlaði að segja ykkur frá heldur hitt að öll þessi blöð eru uppfull af líkamsræktartilboðum fyrir konur. Fyrir nú utan að það er jafn augljóst merki haustsins og réttir að blöðin fyllist af tilboðum frá líkamsræktarstöðum og maður eigi að hætta að slæpast í sólbaði í heita pottinum þá er meira að segja sérstaklega tekið fram að tímarnir séu eingöngu fyrir konur og - takið eftir - engir speglar í salnum.
Ég verð að segja að mér finnst þetta fremur sorglegt. Ég meina, þetta voru gömul blöð en ekki síðan 1956! Ég hef aldrei rekist á auglýsingu frá líkamsræktarstöð þar sem karlmenn eru hvattir til að fjölmenna vegna þess að engir speglar séu til staðar.......
Stelpur! Hvar er sjálfsálitið? Hvar er neistinn?
...en svona þegar ég hugsa málið betur... þá er kannski ekki alvitlaust að hafa enga spegla..... til hvers að sjá sig eins og maður er í ungmennafélagslitnum og andaslitrunum af áreynslu þegar hægt er að hafa svo miklu tígulegri mynd af sér í huganum?
Ást og biti
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Ég tróð mér alltaf fremst í leikfimi og jazzballet svo ég gæti dáðst að sjálfri mér í speglinum. Hefði aldrei hvarflað að mér að fara að hoppa í speglalausum sal!
Ía Jóhannsdóttir, 28.9.2009 kl. 19:09
Það væri sniðugt að vera með Tivolí spegla þá væri ræktin ekki bara líkamleg heldur andleg líka. Spegill, spegill herm þú mér. Hver á landinu fegurst er????
www.zordis.com, 28.9.2009 kl. 22:50
Ía - Það er líka allt í lagi ;)
Zordis! Góð hugmynd!! Þá væri líka hægt að skella skuldinni á speglana ef ekki væri næg hamingja fyrir hendi með útlitið ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 22:58
Verð að viðurkenna að speglaleysi virkar nú frekar lokkandi fyrir mig heldur en hitt... Ekki það að ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að hoppa fyrir framan spegil í leikfimibúningi sem lætur mig líta út eins og risavaxna rúllupylsu.
Vilma Kristín , 28.9.2009 kl. 23:15
ég er þessa dagana að velta fyrir mér að kaupa stórann spegil í húsið.
Knús inn í daginn
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.9.2009 kl. 06:21
Ég pant vera í fimleikabúning og glansandi sokkabuxum og hugsanlega með ennisband í stíl við brókina.
Rúllupulsur eru hot og ég tæki hvenær sem er þátt í útileikfimi til styrktar góðu málefni. Það myndi trekkja að að sjá skoppandi og hoppandi brosandi skvízur.
Hrönn væri ekki lag að stofna fimleikahóp?
www.zordis.com, 29.9.2009 kl. 09:07
Það er ótrúlega gaman að horfa á sjálfa sig í líkamsrækt í spegli,segi nei við drugs Ég er með 4 stóra spegla í minni íbúð.2 eru á baðinu
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:53
Ég held það myndi ekki heilla mig að fara í ræktina ef engir speglar eru....hvernig á maður annars að sjá hvort fötin hafi aflagast eitthvað finnst ágætt að gera styrktaræfingar fyrir framan spegil.
Ég hef aftur á móti kennt dálítið í gegnum fjarfundabúnað og þá situr nemendahópurinn í einum landshluta og ég í öðrum og við horfumst í augu í gegnum sjónvarpsskjá mín meginn og stórtjald hinu megin....ég þarf stöðugt að minna mig á að bora ekki í nefið eða laga pilsið eða eitthvað álíka.....það er frekar skrítið að vera svona í beinni útsendingu!!
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 20:11
Já Zordis! Útifimleikahópur..... með ennisbönd og rúllupylsur.... Vilma! Þú verður heiðursfélagi Útirúllunnar!
Ég prófaði einn svona speglalausan tíma, skal ég segja ykkur, þetta var spes. Ég stóð mig að því að rýna í glerin á myndunum á veggjunum
heheheh Valgerður Ósk! Hugsaðu þér þegar sjónvarpið verður svona! Þá þýðir sko ekkert að sitja með úfið hár og ómálaður í jogging galla þegar dr. House kemur í heimsókn
Steina! Mæli með stórum spegli. Hugsaðu þér birtuna sem hann kemur til með að magna upp :)
Hrönn Sigurðardóttir, 29.9.2009 kl. 22:43
Ég ætla að leggja hér inn innleg, (zem að ég auddað mun mizbrúka til framtíðar).
Ég hitti Hrönnzluna mína á göngu, á fáförnum vegi, kannaðizt við hund & konu, zneri mér að henni & kynnti mig & innti að nafni, var nokk vizz um að kenna gæzkuna þezza.
Hún var fáleitin, falleg & rjóð & bauð mér ekki í kaffi.
Ég held að ég þurfi að fara að raka mig oftar...
Steingrímur Helgason, 29.9.2009 kl. 23:44
hahahha já.... það segirðu satt Steingrímur ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 08:38
Lífið er dásamlegt og án spegla. Ég tildæmis fer ekki í búð nema að það séu speglar í loftum og gólfum. Best fannst mér þó gamla auglýsingin sem ég rakst á um daginn sem hljóðaði svona "ertu þreyttur, við líka " og það var verið að auglýsa parket. Algerlega með það á heilanum þessa auglýsingu og held að ég þurfi núna parket afþví ég er svo þreytt. Ótrúleg áhrif...
Garún, 30.9.2009 kl. 09:30
Það væri snilld að vera í spéspeglasal.Hugsið ykkur hvað við mundum ganga glöð út.Ég held bara að það væri hot að hafa þannig spegil á hverju heimil.
Solla Guðjóns, 2.10.2009 kl. 08:50
Við erum eins og osturinn verðum bara betri með aldrinum.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 2.10.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.