Sex, drugs and cocoa puffs.......

Ég var að lesa gömul blöð!

Mér var nefnilega sagt að þegar maður eldist þá fari maður að lesa gömul blöð.... en það var nú ekki það sem ég ætlaði að segja ykkur frá heldur hitt að öll þessi blöð eru uppfull af líkamsræktartilboðum fyrir konur. Fyrir nú utan að það er jafn augljóst merki haustsins og réttir að blöðin fyllist af tilboðum frá líkamsræktarstöðum og maður eigi að hætta að slæpast í sólbaði í heita pottinum W00t þá er meira að segja sérstaklega tekið fram að tímarnir séu eingöngu fyrir konur og - takið eftir - engir speglar í salnum.

Ég verð að segja að mér finnst þetta fremur sorglegt. Ég meina, þetta voru gömul blöð en ekki síðan 1956! Ég hef aldrei rekist á auglýsingu frá líkamsræktarstöð þar sem karlmenn eru hvattir til að fjölmenna vegna þess að engir speglar séu til staðar.......

Stelpur! Hvar er sjálfsálitið? Hvar er neistinn?

...en svona þegar ég hugsa málið betur... þá er kannski ekki alvitlaust að hafa enga spegla..... til hvers að sjá sig eins og maður er í ungmennafélagslitnum og andaslitrunum af áreynslu þegar hægt er að hafa svo miklu tígulegri mynd af sér í huganum?

Ást og biti Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég tróð mér alltaf fremst í leikfimi og jazzballet svo ég gæti dáðst að sjálfri mér í speglinum.  Hefði aldrei hvarflað að mér að fara að hoppa í speglalausum sal!

Ía Jóhannsdóttir, 28.9.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: www.zordis.com

Það væri sniðugt að vera með Tivolí spegla þá væri ræktin ekki bara líkamleg heldur andleg líka. Spegill, spegill herm þú mér. Hver á landinu fegurst er????

www.zordis.com, 28.9.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ía - Það er líka allt í lagi ;)

Zordis!  Góð hugmynd!! Þá væri líka hægt að skella skuldinni á speglana ef ekki væri næg hamingja fyrir hendi með útlitið ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Vilma Kristín

Verð að viðurkenna að speglaleysi virkar nú frekar lokkandi fyrir mig heldur en hitt... Ekki það að ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að hoppa fyrir framan spegil í leikfimibúningi sem lætur mig líta út eins og risavaxna rúllupylsu.

Vilma Kristín , 28.9.2009 kl. 23:15

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er þessa dagana að velta fyrir mér að kaupa stórann spegil í húsið.

Knús inn í daginn

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.9.2009 kl. 06:21

6 Smámynd: www.zordis.com

Ég pant vera í fimleikabúning og glansandi sokkabuxum og hugsanlega með ennisband í stíl við brókina.

Rúllupulsur eru hot og ég tæki hvenær sem er þátt í útileikfimi til styrktar góðu málefni. Það myndi trekkja að að sjá skoppandi og hoppandi brosandi skvízur.

Hrönn væri ekki lag að stofna fimleikahóp?

www.zordis.com, 29.9.2009 kl. 09:07

7 identicon

Það er ótrúlega gaman að horfa á sjálfa sig í líkamsrækt  í spegli,segi nei við drugs Ég er með 4 stóra spegla í minni íbúð.2 eru á baðinu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:53

8 identicon

Ég held það myndi ekki heilla mig að fara í ræktina ef engir speglar eru....hvernig á maður annars að sjá hvort fötin hafi aflagast eitthvað finnst ágætt að gera styrktaræfingar fyrir framan spegil.

Ég hef aftur á móti kennt dálítið í gegnum fjarfundabúnað og þá situr nemendahópurinn í einum landshluta og ég í öðrum og við horfumst í augu í gegnum sjónvarpsskjá mín meginn og stórtjald hinu megin....ég þarf stöðugt að minna mig á að bora ekki í nefið eða laga pilsið eða eitthvað álíka.....það er frekar skrítið að vera svona í beinni útsendingu!!

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 20:11

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Zordis! Útifimleikahópur..... með ennisbönd og rúllupylsur.... Vilma! Þú verður heiðursfélagi Útirúllunnar!

Ég prófaði einn svona speglalausan tíma, skal ég segja ykkur, þetta var spes. Ég stóð mig að því að rýna í glerin á myndunum á veggjunum

heheheh Valgerður Ósk! Hugsaðu þér þegar sjónvarpið verður svona! Þá þýðir sko ekkert að sitja með úfið hár og ómálaður í jogging galla þegar dr. House kemur í heimsókn

Steina! Mæli með stórum spegli. Hugsaðu þér birtuna sem hann kemur til með að magna upp :)

Hrönn Sigurðardóttir, 29.9.2009 kl. 22:43

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ætla að leggja hér inn innleg, (zem að ég auddað mun mizbrúka til framtíðar).

Ég hitti Hrönnzluna mína á göngu, á fáförnum vegi, kannaðizt við hund & konu, zneri mér að henni & kynnti mig & innti að nafni, var nokk vizz um að kenna gæzkuna þezza.

Hún var fáleitin, falleg & rjóð & bauð mér ekki í kaffi.

Ég held að ég þurfi að fara að raka mig oftar...

Steingrímur Helgason, 29.9.2009 kl. 23:44

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahha já.... það segirðu satt Steingrímur ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 08:38

12 Smámynd: Garún

Lífið er dásamlegt og án spegla.  Ég tildæmis fer ekki í búð nema að það séu speglar í loftum og gólfum.  Best fannst mér þó gamla auglýsingin sem ég rakst á um daginn sem hljóðaði svona "ertu þreyttur, við líka " og það var verið að auglýsa parket.   Algerlega með það á heilanum þessa auglýsingu og held að ég þurfi núna parket afþví ég er svo þreytt.  Ótrúleg áhrif...

Garún, 30.9.2009 kl. 09:30

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Það væri snilld að vera í spéspeglasal.Hugsið ykkur hvað við mundum ganga glöð út.Ég held bara að það væri hot að hafa þannig spegil á hverju heimil.

Solla Guðjóns, 2.10.2009 kl. 08:50

14 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Við erum eins og osturinn verðum bara betri með aldrinum.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 2.10.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband