Sem heitir líklega Mogens og býr á Sjálandi.........Ég er nefnilega að horfa á Matador þættina á kvöldin - þeir eru svo miklu betri en þessi dagsskrá sem Páll Magnússon hinn íslenski býður upp á.
Ég fór að spá - nú, þegar ég er búin að horfa á sirka 10 þætti og er komin vel inn í allar persónurnar og allt þeirra líf.... hvað varð um fólkið í Korsbæk eftir Matador? Hvað varð um Agnesi og Lauritz? Ulrik og Regitze? Daniel og Ellen? Af hverju eru ekki gerðir framhaldsþættir um það fólk?
Eina sem ég veit er að Ingeborg Skjern varð yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn
Annars er ég alveg sannfærð um að ég fæddist í vitlausu landi! Beygði aðeins of snemma einhversstaðar... líklega verið að flýta mér! Ég átti að fæðast í Danmörku, heita Lone og spóka mig í sumarkjólum í Aarhus eða Odense.
Mömmusinnardúlludúskur kom heim úr sínum fyrsta túr til sjós í gær. Hann tilkynnti mér að sjaldan hafi honum fundist svona gaman í vinnunni um leið og hann stakk stórri og feitri lúðu í frystirinn. Svo stórri að ég gæti boðið vinum mínum í mat - ef ég ætti einhverja
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Þú bíður bara lúðrasveitinni á staðnum í lúðu...
Brattur, 15.9.2009 kl. 13:20
Síminn hjá Páli er tvær langar og ein stutt.
Anna Einarsdóttir, 15.9.2009 kl. 14:34
góð hugmynd Brattur - þeir mundu örugglega taka einn blús fyrir mig í staðinn ;)
Anna...... það hlaut að vera. Ég er nefnilega búin að reyna ein stutt ein löng í allan dag :)
Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2009 kl. 18:10
Ég er líka að horfa á Matador, búin með 15 þætti. Já, hvað ætli hafi orðið um þetta fólk allt saman? Ég er búin að horfa svo oft á þá að ég held stundum að ég skilji dönsku - en það er bara af því að ég kann þættina utan að Það væri áhugavert að sjá framhaldsþætti um Agnesi og Lauritz, í lokin var hún orðin meðeigandi í Skjerns Magasin, vinnukonan sjálf. Hvernig ætli Röde gangi við að sætta sig við það? Sennilega hafa þau skilið eftir nokkur ár... og þó
Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.9.2009 kl. 17:17
Matador eru frábærir þættir. Ég horfi á þá með dönskum texta - mestmegnis þó vegna þess að íslenskur er ekki í boði.
Agnes og Lauritz hefðu örugglega aldrei skilið.... hún var bara ekki þannig kona ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2009 kl. 21:28
Ég tók þá upp úr sjónvarpinu þegar þeir voru endursýndir ´95, þá voru þeir enn í fersku minni svo að ég var viðbúin. Þess vegna á ég þá með íslenskum texta. Og af því að þetta eru bara gamlar vídeóspólur en ekki dvd, þá er ekki hægt að taka textann af. Annars væri það eflaust frábær dönskukennsla.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.9.2009 kl. 22:53
Hef ekki séð neinn af þessum þáttum.Ég á líka lúðu í frosti
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.