Hvað er númerið hjá Páli Magnússyni Danmerkur?

Sem heitir líklega Mogens og býr á Sjálandi.........Ég er nefnilega að horfa á Matador þættina á kvöldin - þeir eru svo miklu betri en þessi dagsskrá sem Páll Magnússon hinn íslenski býður upp á.

Ég fór að spá - nú, þegar ég er búin að horfa á sirka 10 þætti og er komin vel inn í allar persónurnar og allt þeirra líf.... hvað varð um fólkið í Korsbæk eftir Matador? Hvað varð um Agnesi og Lauritz? Ulrik og Regitze? Daniel og Ellen? Af hverju eru ekki gerðir framhaldsþættir um það fólk?

Eina sem ég veit er að Ingeborg Skjern varð yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn W00t

Annars er ég alveg sannfærð um að ég fæddist í vitlausu landi! Beygði aðeins of snemma einhversstaðar... líklega verið að flýta mér! Ég átti að fæðast í Danmörku, heita Lone og spóka mig í sumarkjólum í Aarhus eða Odense.

Mömmusinnardúlludúskur kom heim úr sínum fyrsta túr til sjós í gær. Hann tilkynnti mér að sjaldan hafi honum fundist svona gaman í vinnunni um leið og hann stakk stórri og feitri lúðu í frystirinn. Svo stórri að ég gæti boðið vinum mínum í mat - ef ég ætti einhverja Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Þú bíður bara lúðrasveitinni á staðnum í lúðu...

Brattur, 15.9.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Síminn hjá Páli er tvær langar og ein stutt. 

Anna Einarsdóttir, 15.9.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

góð hugmynd Brattur - þeir mundu örugglega taka einn blús fyrir mig í staðinn ;)

Anna...... það hlaut að vera. Ég er nefnilega búin að reyna ein stutt ein löng í allan dag :)

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2009 kl. 18:10

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég er líka að horfa á Matador, búin með 15 þætti. Já, hvað ætli hafi orðið um þetta fólk allt saman? Ég er búin að horfa svo oft á þá að ég held stundum að ég skilji dönsku - en það er bara af því að ég kann þættina utan að Það væri áhugavert að sjá framhaldsþætti um Agnesi og Lauritz, í lokin var hún orðin meðeigandi í Skjerns Magasin, vinnukonan sjálf. Hvernig ætli Röde gangi við að sætta sig við það? Sennilega hafa þau skilið eftir nokkur ár... og þó

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.9.2009 kl. 17:17

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Matador eru frábærir þættir. Ég horfi á þá með dönskum texta - mestmegnis þó vegna þess að íslenskur er ekki í boði.

Agnes og Lauritz hefðu örugglega aldrei skilið.... hún var bara ekki þannig kona ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2009 kl. 21:28

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég tók þá upp úr sjónvarpinu þegar þeir voru endursýndir ´95, þá voru þeir enn í fersku minni svo að ég var viðbúin. Þess vegna á ég þá með íslenskum texta. Og af því að þetta eru bara gamlar vídeóspólur en ekki dvd, þá er ekki hægt að taka textann af. Annars væri það eflaust frábær dönskukennsla.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.9.2009 kl. 22:53

7 identicon

Hef ekki séð neinn af þessum þáttum.Ég á líka lúðu í frosti

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband