Fimmtudagar....

....eru að þróast upp í að verða skemmtilegasti dagur vikunnar.

Að vísu erilsamur.... ég vaknaði klukkan sex og fór út með hundana - hefði vaknað hálftíma fyrr ef ég hefði treyst mér í vatnsfimi en sökum þungra veikinda af völdum svínaflensu, sem ég bæ þe vei kenni eingöngu og alfarið systur minni um, þrátt fyrir að hún hlæi léttlyndislega þegar ég reyni að koma inn hjá henni samviskubiti, enda - eins og ég sagði henni í dag - tel ég hana hafa selt sálu sína þeim svarta sjálfum.... en það er nú önnur saga. Ég ítreka hinsvegar enn og aftur og legg áherzlu á að ég er tökubarn..... Halo en ég var sumsé stödd þar að ég stóð úti í skógi - þó ekki í tunglsljósi heldur í dagrenningu og fussaði yfir öllu því fólki sem komið er á fætur svona snemma dags! Veit þetta fólk ekki að það er nótt? Það á að sofa svo við, ég og hundarnir, getum hlaup laus og óbeisluð eins og hverjar aðrar hindir um skóginn. Það er ansi hart, finnst mér, ef maður þarf að axlarbrjóta sig til að fá sitt tilfinningalega svigrúm.........

Talandi um hindir! Hvernig stigbreytist hindarhlaup? Hér er hindarhlaup um hindarhlaup frá hindarhlaupi til hindberjahlaups?

En ég lúskraðist síðan heim aftur með gæludýrin og leyfði þeim að liggja úti og kasta mæðinni á meðan Mjásmundur Muggan kannaði nánasta umhverfi - með áherzlu á nánasta - með allri þeirri fyrirlitningu sem köttum einum er lagið og rúmast í nánasta umhverfi......

Ég hóaði síðan dýragarðinum inn og hóf störf hjá ljúfustu byggingaverktökum hérna megin heiða, skutlaði mér síðan yfir í næstu vinnu og tíminn leið þar eins og örskot.... Áður en ég vissi af var klukkan orðin fimm og ég átti eftir að verzla og baka brauð áður en ég mætti á kóræfingu. Söng síðan eins og heilsan leyfði - og ég get sagt ykkur svona í trúnaði, að það var ekki eins og engill - í tvo tíma og nú er klukkan langt gengin í næsta dag og mér finnst ég nývöknuð!

Læf is gúd after eight Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er líka svona sperrt eftir mína kóræfingu.Eins og nývöknuð  og úthvíld,með kvöldlúkkið hennar Marlin MonróHvað er fólk á Selfossi flækjast um á nóttunni þegar gæludýraviðrun stendur sem hæst?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 01:41

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er alveg einstök tilfinning

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 08:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hindarhlaup beygist eins og Grindarhlaup.  um  Grindarhlaup, frá Grindarhlaupi til Grindvíkurhlaups,

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2009 kl. 08:48

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 08:51

5 Smámynd: Garún

Ég sit hérna með bókmenntafræðing to be við hliðina á mér og við erum sammála um það að það eigi bara ekkert að fallbeygja þetta orð né nota það nokkurn tímann.  Erum búnar að vera í hálftíma að reyna að leysa þessa gátu varðandi hlaupið og viljum við frekar koma með þá hugmynd að þú notir orðin "sleip sem lauf" í staðinn.  jamm takk fyrir að vera svona heiðarleg með sönginn!  Það eru sko ekki allir heiðarlegir þegar kemur að  söng og gæti ég nefnt mörg dæmi!  En bið að heilsa öllum í nánast umhverfi og samúðarkveðjur varðandi fólkið sem vaknaði líka um hánótt.  Næst skaltu bara siga hundunum á þau!

Garún, 11.9.2009 kl. 10:37

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"sleip sem lauf..." Þakka þér Garún. Ég kem til með að nota þetta orðasamband mikið í framtíðinni.

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 12:16

7 Smámynd: Vilma Kristín

Eru ekki svona busy dagar dásamlegir? Þegar maður er svo upptekinn af því að lifa að tíminn þýtur frá manni? Ég elska svona daga :)

Vilma Kristín , 11.9.2009 kl. 17:50

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vilma! Þeir eru frábærir - og allt of fáir! Getum við bætt við einum eða tveimur fimmtudögum í vikuna?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 17:57

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndisleg, vissiru það?

Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2009 kl. 00:06

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

takk

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 08:59

11 Smámynd: www.zordis.com

Það er svona að eiga tökumóðir elzkan mín ... Svo gaman að tylla sér á silluna hjá þér, strjúka kettinum og stríða hrekkjusvíninu svo lítið beri á.

Ég var t.d. í skóginum í nótt og reyndi eftir megni að hræða hina frá drottningunni svo hún axlarbrotnaði nú ekki. AxlarBjörn yrði ekki sáttur með það ....

Spáðu nú í því ef þú virkilega axlarbrotnaðir ....

Ekkert sund

Ekkert hnoð í brauð nema þú eigir rándýra brauðvél

Þú yrðir hölt því jafnvægisskynið myndi hverfa

Gætir ekki keyrt nema kanski sjálfskiptan

Gengi um ber að ofan því þú gætir ekki klætt þig

Nefnum ekki þetta að neðan

Systir þín myndi fá samviskubit yfir athæfi sínu sem er kanski það jákvæðasta en ég efast að hún hætti að hlæja því þú verður hölt í HÖLLINNI þinni ...

Líklegast myndir þú beygja þig niður þegar Hindin stekkur yfir þig í síðasta fallinu ... pínu kindarleg og axlarbrotin að auki.

www.zordis.com, 13.9.2009 kl. 09:37

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 19.9.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband