Úr koti kerlu..

Þegar ég var lítil leið varla sá dagur að ég bað ekki mömmu og pabba að gefa mér kött, hvolp eða folald..... Ég fékk alltaf sama svarið: "Þegar þú ert orðin stór og flutt í eigið húsnæði, máttu fá þér öll þau dýr sem þig langar í...."

.....í gær lét ég drauminn rætast. Ég tók að mér lítinn kettling úr Einholti. Ég fór nefnilega og heimsótti Fanney um daginn og stóðst engan veginn biðjandi augnaráð Bóndans Tounge

Ljónshjartað og yngsti fjölskyldumeðlimurinn Ég er ekki enn búin að velja nafn á hann en ég er að máta nokkur......Kannski að ég láti hann bara heita Sörli?

Mömmusinnardúlludúskur segir að hann eigi að heita Ögri vegna þess að honum er slétt sama þótt Hrekkjusvínið og Ljónshjarta spili fótbolta á meðan hann sjálfur sefur í markinu.... en hvernig er hægt að segja að svona Kelurófa sé ögrandi?  Kelurófa

Ég undirbjó komuna vel - hann borðar af gullskreyttum hjartalaga diski og Hrekkjusvínið lepur mjólkina hans úr wonnabe kristalskál Joyful

Mömmusinnardúlludúskur var að leggja í hann á Halló Akureyri! Ég sagði honum að það giltu mjög strangar reglur varðandi fararleyfið. Hann fór nefnilega í spariskyrtunni sinni og ég sagði honum að fyrsta reglan og sú sem hefði langmest vægi væri sú að ef einhver ætlaði að berja hann þá myndi hann biðja viðkomandi að doka augnablik á meðan hann færi úr skyrtunni! Það væri lykilatriði að skyrtan kæmi heil heim Sideways

Elskiði friðinn Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Mér finnst að hann ætti að heita Blámi... hann er svo fallega blár á litinn :)

Vilma Kristín , 30.7.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ji hvað hann er mikill krúttbolti.  Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Like ~cat'z & dog'z", bara lífrænt ?

Mynd af dúzki myndi duga zwo að ég geti pazzað að einhverjir ódámar aðkomandi óhreinuðu zkyrtuna...

Steingrímur Helgason, 30.7.2009 kl. 23:53

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Baksvipurinn á hundinum minnir mig óneitanlega mikið á hana Kötlu mína - sem er Border Collie.

Annars finnst mér að kisan eigi að heita Þröstur. Það er þekkt staðreynd að nöfn hafa fyrirbyggjandi áhrif - þannig að ef hann heitir Þröstur ræðst hann síður á og drepur nafna sína.

Eða þannig... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.7.2009 kl. 23:55

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrannar !

Hrannar og Hrekkjusvínið hljómar svo vel.

Hrönn, Hrannar og Hrekkjusvínið..... enn betur. 

Anna Einarsdóttir, 31.7.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mínar kisur heita Ástarpungur sem er læða, Lillimann sem er fress og Rúsína sem er læða

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.7.2009 kl. 01:08

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Bíddu bíddu aðeins ég þarf að fara úr skyrtunni annars verður mamma reið.

Annars til lukku með Hnoðran litla.  Og takk fyrir skemmtileg skrif alltaf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2009 kl. 08:53

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 31.7.2009 kl. 15:38

9 Smámynd: Ragnheiður

Þú þarna sæta..kisunafn..hann getur auðvitað heitið Heili, skil ekkert í Önnu að koma ekki með það! En annars styð ég þá hennar tillögu hehe..

Ragnheiður , 31.7.2009 kl. 15:55

10 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég er svo glöð að hann er komin til þín.....ég er algjörlega geld þegar kemur að kattarnöfnum enda búin að hafa fullt hús af köttum í allt sumar... en þeim fer nú fækkandi,,,, nú er þannig komið að það eru eftir tveir kettlingar af eldra goti og tveir af yngra goti.... þannig að til eru fjórir heimilislausir yndislegir kettlingar í Einholti..... EINHVER!!!!!!  

Fanney Björg Karlsdóttir, 31.7.2009 kl. 20:52

11 Smámynd: Garún

Frábært nafn.  Og gott ráð fyrir barninginn!  Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.  Það er yndislegt að hafa dýr, nema höfrunga þeir eru bara til vandræða!

Garún, 31.7.2009 kl. 22:42

12 Smámynd: www.zordis.com

Sörli er bara flott nafn ... Ögri er nú líka hipp nafn á kisulúsina ...

Einhljóla nöfn henta dýraeyrum betur (segi ég sem er rándýr) .... Kíló, kúla, Illi, Tilli og kjúlli hehehe ...

Lovju girl!

www.zordis.com, 2.8.2009 kl. 01:22

13 Smámynd: www.zordis.com

Einhljóða átti að standa skrifað :-)

www.zordis.com, 2.8.2009 kl. 01:22

14 identicon

Sörli er flottur  Ég hef verið á Halló Akureyri,ég komst ekki hjá því ég bjó í þar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:24

15 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 6.8.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.