Jólin jólin......

Mýflugurnar við Ölfusá hafa komist að því að í æðum mínum rennur afar sjaldgæfur ljúffengur blóðflokkur, kominn af Kóngafólki í Evrópu. Stóra Káið í kóngafólki er EKKI stafsetningarvilla!!

Þær ráðast á mig í flokkum og bíta mig eins og þær haldi hreinlega að ég komi aldrei til með að birtast aftur. Ég ætti kannski að hengja dagsettar myndir af mér á hverja grein til að róa þær? Bara svona svo þær sjái að ég er þarna á hverjum degi.....

Ég ætlaði að fara í kvöld og reita arfann úr kartöflubeðinu okkar Lólar, þeirrar síflissandi kjéddlingar, en svo ákvað ég að slá grasið og nenni ekki fleiri garðyrkjustörfum í dag. Ég meina ég hugsaði líka heilmikið um að reita arfann í allan dag - fólk hefur nú þreyst af öðru eins... ha... Lóló? Ég stefni hinsvegar að því að hugsa minna um það á morgun og hugsanlega næ ég þá að koma því í verk ;)

Ég skaust yfir götuna - eins og ég kýs að kalla þjóðveg númer unó, það virkar meira svona úti á landi - ég er alveg viss um að þið sjáið fyrir ykkur moldargötu þar sem rykið þyrlast upp þegar ég hleyp á ofsahraða yfir...... og fékk mér einn kaffibolla með Svandísi. Græddi í kaupbæti koss frá Bjarna Bóksala sem var staddur þar að meta bókasafn sem Nytjamarkaðurinn hafði fengið. Alltaf að græða........

...ég enda eins og hver annar sjálfstæðismaður; Græði á daginn og grilla á kvöldin! Áður en við verður litið verð ég farin að stela bílastæðinu mínu og sníkja mola a la Árni Johnsen W00t

Jii ég hlakka svo til.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

...takk fyrir þetta hláturskast kæra Hrönn

Sigrún Jónsdóttir, 24.6.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Vilma Kristín

Ég ætti að gefa þér smá blóð... ég er með sérlega bragðvont blóð, enginn vill bíta mig :)

Vilma Kristín , 24.6.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það vill engin fluga mitt franska konungablóð.

En þú ert dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Dúa

"Þær ráðast á mig í flokkum og bíta mig eins og þær haldi hreinlega að ég komi aldrei til með að birtast aftur" -- Jú kill mí vúman

Dúa, 25.6.2009 kl. 00:39

5 Smámynd: Ragnheiður

spurning um að skilja frekar eftir nesti á greinunum en myndir...getur klínt blóði úr þér um allan skóginn.

Á morgun skaltu muna : hálfnað verk þá hafið er

psst ég er líka bara rétt rúmlega beinagrindin á heimleiðinni ef ég fer út úr húsi, sama gæðablóðið sko !

Ragnheiður , 25.6.2009 kl. 00:45

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég hef aldrei verið bitin af íslenskri flugu, en þær finnsku eru vitlausar í blóðið mitt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.6.2009 kl. 00:49

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha!!!Alltaf jan skondin!!!

Norskur rithöfundur sem var granni minn þegar ég bjó í Noregi forðum sagði mér að til þess að losna við fluguskrattana ætti ég bara að reykja nógu mikið og þamba brennivín...þá myndu þær ekki líta við mér....veit ekki hvort það virkar þar sem ég tilheyri hvorugum flokknum...reykingafíkill eða drykkjurútur...

En súkkulaði....held það sé nebbla vandamálið...

Bergljót Hreinsdóttir, 25.6.2009 kl. 15:22

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er rétt hjá þeim norska! Þær létu mig alveg í friði á meðan ég reykti...

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 22:20

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha!!! Hrönn mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2009 kl. 00:28

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Skiptu um ilmvatn!., og fáðu þér svo mývörn, það borgar sig.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.6.2009 kl. 01:25

11 Smámynd: www.zordis.com

Elskuleg ... það hefur jafnan verið talið gott að láta narta í sig en svona getur ekki gegnið!

Knús dúllan mín og ég mæli með að þú wrappir þig fyrir næstu lautarferð hinum megin árfars og þjóðvegs numero uno.

Lovjú girl!

www.zordis.com, 26.6.2009 kl. 16:09

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það búa heimskar flugur á Selfossi. Það er alveg ljóst. Hvernig dettur þeim í hug að ráðast á svona "gæðablóð"?

Halldór Egill Guðnason, 27.6.2009 kl. 01:48

13 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Oh... þú ert yndi...... og rúmlega það.... skil vel að flugurnar séu vitlausar í þig..... ég veit að ég er það...

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.6.2009 kl. 11:31

14 Smámynd: Garún

Guð hvað þetta var fyndið.  Flugur bíta mig aldrei!  Þær ætluðu einu sinni að gera það en ég bilaðist og las yfir þeim og síðan þá hafa þær hunsað mig algjörlega en ráðast reglulega á mömmu bara til að refsa henni barnið.  Hvernig var kossinn? 

Garún, 28.6.2009 kl. 20:51

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kossinn? What happens in Selfoss stays in Selfoss

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2009 kl. 21:52

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef alltaf með mér núorðið mitt konudýr í ferðum údlendiz ...

Að henni hænazt allar pöddur, (enda eru hún sporðdreki), & láta mig til friðz...

Steingrímur Helgason, 28.6.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.