Pabbarölt og partýpinnar!

Ég hljóp í kvennahlaupinu á laugardaginn. Kom ekki síðust í mark - en heldur ekki fyrst..... Magga hljóp með mér og blés ekki úr nös enda í toppformi þessi kjéddling.

Eftir kvennahlaupið tók við hamslaus undirbúningur frænkupartýs í Reykjavík með tilheyrandi pöbbarölti eða pabbarölti eins og sumir kusu að kalla það Tounge Borðuðum góðan mat, drukkum kokkteila og rifjuðum upp sögur úr æsku en þar sem ég er bundin trúnaði get ég ekki haft þær eftir hér - ég get hinsvegar sagt ykkur ég dansaði svo mikið þessa nótt að ég er með blöðrur á tánum......... Vitaskuld var ég í nýju skónum!

Í bænum voru margir furðufuglar. Á Dubliners sáum við sjóræningja það eina sem hann vantaði var kráka á öxlina. Á Nasa dansaði ég lengi við sterku þöglu týpuna.... engin hætta á að lenda á trúnó þar. Hann dansaði samt ágætlega, hugsanlega var hann úr sveit - allavega utan af landi W00t

Við vorum hrikalega fyndnar alla nóttina og ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að bærinn hafi logað í slagsmálum eftir að við vorum farnar heim að sofa. Enda.... hvað áttu allir strákarnir að gera þegar við vorum hættar að segja þeim sögur? Geir Jón vill fá okkur í bæinn um næstu helgi líka...... Samningaviðræður standa yfir en ég verð illa svikin ef ég fæ ekki fálkaorðuna fyrir óeigingjörn störf í þágu friðar.

Ég var í merkilega góðu standi á sunnudaginn miðað við þann svefn sem ég fékk. Ég hef heldur ekki skemmt mér svona vel alveg síðan síðast.

Pís Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hlakka til að fara á pöbbaröllt með mínum vinkonum þegar ég kem heim en veit ekki alveg hvort þær eru til í að fara á Nasa með mér heheh.... þeim finnst þær ekki eiga heima þar, sko það gerir auðvitað aldurinn. Ég gef nú skít í sollis aukaatriði. 

Jésús ætli þær séu komnar yfir pöbbaaldurinn líka?  Sko hef ekki séð þær lengi.   

Ía Jóhannsdóttir, 22.6.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ef þær eru það Ía - þá bara skiptirðu þeim út

Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2009 kl. 20:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Af hverju komstu svo ekki í kaffi kjéddling?

Ég var ekki með svína, ég var með maura.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2009 kl. 20:26

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

......ef ég bara hefði vitað það

Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2009 kl. 20:27

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég kem bara sérlega ferð í höfuðborgina til að heimsækja þig - bráðlega....

...og þetta er ekki hótun þótt það lúkki þannig.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2009 kl. 20:28

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

jahérna, það hefur verið fjör í borg.  

Marinó Már Marinósson, 22.6.2009 kl. 20:56

7 Smámynd: www.zordis.com

Geir Jón veit alveg hvað hann er að gera svo play hard, play right!

www.zordis.com, 22.6.2009 kl. 21:59

8 Smámynd: Vilma Kristín

Uhhh! Af hverju hitti ég ekki á þig? Svindl! Ég var líka á rölti og að dansa af mér tærnar...

Vilma Kristín , 22.6.2009 kl. 22:22

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært hjá þér Hrönn mín.  Svona eiga kjeddlingar að vera!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2009 kl. 22:29

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hrikalega hefur verið gaman hjá ykkur

Sigrún Jónsdóttir, 22.6.2009 kl. 22:42

11 Smámynd: Dúa

Það er ekki hægt að koma fyrst eða síðust í mark þegar það er löngu búið að taka markið niður vegna þess að það er komin nótt.

Dúa, 22.6.2009 kl. 22:52

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Hver var þessi landsbyggðartútta sem dansaði þig í hel?

Þröstur Unnar, 23.6.2009 kl. 10:14

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þögla sterka týpan? Ég veit það ekki........ hann var ekki mikið fyrir að spjalla

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2009 kl. 10:33

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vilma! Svakalega hefði verið gaman að hitta á þig.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2009 kl. 10:33

15 Smámynd: Einar Indriðason

Heldurðu að það sé nóg að hafa myndir af þér upp um alla veggi í miðbænum, til að koma í veg fyrir slagsmál?

Þurfa þetta að vera gínur, í fullri stærð?  (Svo "ofbeldismennirnir" hafi eitthvað til að knúsa?)

(Og... má stela slíkum gínum?... Eh... ég meina.. Fá lánaðar!)

Einar Indriðason, 23.6.2009 kl. 11:39

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei Einar... það dugir ekki til. Það vantar alla effektana í gínu.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2009 kl. 14:54

17 identicon

Takk fyrir frábæra skemmtun lilla mín, man varla eftir að hafa skemmt mér svona vel, allavega ekki í mjööööög langan tíma.

stóra systir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 21:30

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Svona á þetta að vera gaman hjá þér dúllan min.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2009 kl. 23:03

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

þetta átti auðvita vera dúllan mín en ekki dúllan minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2009 kl. 23:04

20 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kæra Hrönn.:

Einmanna karlar án effekta? Ekki alveg að ná þessu sveitaþema. Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur,; Reykvískir karlmenn eru barasta einfaldlega engan veginn undirbúnir undir svona stórheimsókn frá Selfossi og fara því bara að þvaðra og daðra eins og glópar, án þess að ætla sér neitt illt. Það er nú lágmark að gera boð á undan sér! 

Halldór Egill Guðnason, 24.6.2009 kl. 03:30

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei Halldór.... þeir voru ekki einmana og effektalausir. Það yrðu hinsvegar gínurnar sem Einar vill koma upp um allan bæ í samstarfi við Geir Jón ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband