Ég bý úti á landi og sumir eru svo frægir að þekkja mig. Þannig að ef þið heyrið fólk tala um að það þekki landsbyggðarfólk þá er það sama fólk að tala um mig!
Ég bý við þjóðveg numero uno. Já ég veit það er skrýtið að þjóðvegur númer eitt liggi út á land
Nú erum við sumsé komin að kjarna málsins. Vegna þess að ég bý við þjóðveg númer eitt OG úti á landi, keyra framhjá húsbílar, fellihýsi og annað fólk með allskyns hala. Það er ekki laust við að ég glápi á húsbílana þegar við Ljónshjartað erum að míga úti í garði. Fólk er nefnilega haldið þeirri undarlegu áráttu að nefna farartækin sín. Ég skil þetta með bátana - það eina sem ég skil ekki hvað þá varðar er að þeir skuli ekki allir heita því bjútífúl nafni HRÖNN......... og talandi um kænur - Ég hef komist að því hvað það þýðir orðtækið að fá babb í bátinn - ég segi ykkur það kannski einhvern tíma ef vel liggur á mér.
... en þegar fólk er að nefna húsbílana sína Loveboat eða Suðurlandsskjálfti þá glotti ég í kampinn. Ég ákvað snemma í vor að skrifa jafnóðum niður nöfnin á þessum farartækjum og efna til samkeppni í haust um frumlegasta nafnið og hallærislegasta nafnið.
Sjálf fer ég hins vegar flestra minna ferða á mínu fjallahjóli sem ég kýs að nefna Trekkinn. Ekki vegna þess að það sé af tegundinni Trek heldur vegna þess að ég hjóla svo hratt að það myndast trekkur bara ef ég horfi á það!
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Þú ert að ganga af mér dauðri addna. GARG.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2009 kl. 10:09
Uhhh... ég nefndi bílinn minn. Hún heitir Rúna, og reyndar langt frá því að vera húsbíll :) En ég hef ekki lagt vinnu í að merkja hana samt enn, það er nóg fyrir mig að nota nafnið þegar ég spjalla við hana...
Vilma Kristín , 16.6.2009 kl. 11:23
Út með það Hrönn, hvar er babbið í bátnum? BTW, það heitir að smirna (smyrna?) þetta sagnorð sem við vorum að reyna að rifja upp!
stóra systir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:44
Smirna.... Alveg rétt!! Hvaða uppástungur voru aftur komnar?
Babbið? Það heitir sko að fá babb í bátinn þegar brakaði í skipshliðum af öldugangi eða þegar óánægja gerði vart við sig gagnvart stýrimanni.....
...og hver þekki ekki þannig stýrimenn?
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:23
...já eða kannski frekar að smyrna?
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:23
ég var með sláttuvél hjá Ísafjarðarbæ sem hét og heitir séra Lárus, önnu slík heitr Lukka hehehehe...
En þetta er misskilningur um babb í bátinn, eða það held ég. Geiri danski kempa héðan frá Ísafirði sagði allavega einhverntímann þegar hann var að tala um búskapinn hjá sér og bróður sínum, þegar Elli minn spurði hann hvernig gengi, og það gekk ekki alveg nógu vel, sagði Geiri, ja sko, það komu nefnilega bubblur í bátinn, sem er auðvitað miklu rökréttara en babbið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:43
Jiii þið eruð svo skrýtin fyrir westan......
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:48
Ekki get ég sagt að ég þekki þig, en við höfum hist og fengið okkur að borða. Og skoðað karlmannaföt saman Ég keypti þó karlmannasokka, þú daðraðir bara við eftirlíkinguna af karlmanni. Voru ekki teknar myndir af því???
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.6.2009 kl. 01:33
Ég hef einmitt verið að pæla í þessu með Babbið... sjá hér...
Brattur, 17.6.2009 kl. 08:15
Gleðilega þjóðhátíð
Ía Jóhannsdóttir, 17.6.2009 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.