Ástarbátar, eftirbátar og aðrir bátar........

Ég bý úti á landi og sumir eru svo frægir að þekkja mig. Þannig að ef þið heyrið fólk tala um að það þekki landsbyggðarfólk þá er það sama fólk að tala um mig!

Ég bý við þjóðveg numero uno. Já ég veit það er skrýtið að þjóðvegur númer eitt liggi út á land Tounge

Nú erum við sumsé komin að kjarna málsins. Vegna þess að ég bý við þjóðveg númer eitt  OG úti á landi, keyra framhjá húsbílar, fellihýsi og annað fólk með allskyns hala. Það er ekki laust við að ég glápi á húsbílana þegar við Ljónshjartað erum að míga úti í garði. Fólk er nefnilega haldið þeirri undarlegu áráttu að nefna farartækin sín. Ég skil þetta með bátana - það eina sem ég skil ekki hvað þá varðar er að þeir skuli ekki allir heita því bjútífúl nafni HRÖNN......... og talandi um kænur - Ég hef komist að því hvað það þýðir orðtækið að fá babb í bátinn - ég segi ykkur það kannski einhvern tíma ef vel liggur á mér.

... en þegar fólk er að nefna húsbílana sína Loveboat eða Suðurlandsskjálfti þá glotti ég í kampinn. Ég ákvað snemma í vor að skrifa jafnóðum niður nöfnin á þessum farartækjum og efna til samkeppni í haust um frumlegasta nafnið og hallærislegasta nafnið.

Sjálf fer ég hins vegar flestra minna ferða á mínu fjallahjóli sem ég kýs að nefna Trekkinn. Ekki vegna þess að það sé af tegundinni Trek heldur vegna þess að ég hjóla svo hratt að það myndast trekkur bara ef ég horfi á það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert að ganga af mér dauðri addna.  GARG.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: Vilma Kristín

Uhhh... ég nefndi bílinn minn.  Hún heitir Rúna, og reyndar langt frá því að vera húsbíll :)  En ég hef ekki lagt vinnu í að merkja hana samt enn, það er nóg fyrir mig að nota nafnið þegar ég spjalla við hana...

Vilma Kristín , 16.6.2009 kl. 11:23

3 identicon

Út með það Hrönn, hvar er babbið í bátnum? BTW, það heitir að smirna (smyrna?) þetta sagnorð sem við vorum að reyna að rifja upp!

stóra systir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Smirna.... Alveg rétt!! Hvaða uppástungur voru aftur komnar? 

Babbið? Það heitir sko að fá babb í bátinn þegar brakaði í skipshliðum af öldugangi eða þegar óánægja gerði vart við sig gagnvart stýrimanni.....

...og hver þekki ekki þannig stýrimenn?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:23

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...já eða kannski frekar að smyrna?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:23

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég var með sláttuvél hjá Ísafjarðarbæ sem hét og heitir séra Lárus, önnu slík heitr Lukka hehehehe...

En þetta er misskilningur um babb í bátinn, eða það held ég. Geiri danski kempa héðan frá Ísafirði sagði allavega einhverntímann þegar hann var að tala um búskapinn hjá sér og bróður sínum, þegar Elli minn spurði hann hvernig gengi, og það gekk ekki alveg nógu vel, sagði Geiri, ja sko, það komu nefnilega bubblur í bátinn, sem er auðvitað miklu rökréttara en babbið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:43

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jiii þið eruð svo skrýtin fyrir westan......

Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:48

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki get ég sagt að ég þekki þig, en við höfum hist og fengið okkur að borða. Og skoðað karlmannaföt saman   Ég keypti þó karlmannasokka, þú daðraðir bara við eftirlíkinguna af karlmanni.  Voru ekki teknar myndir af því???

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.6.2009 kl. 01:33

9 Smámynd: Brattur

Ég hef einmitt verið að pæla í þessu með Babbið... sjá hér...

Brattur, 17.6.2009 kl. 08:15

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gleðilega þjóðhátíð

Ía Jóhannsdóttir, 17.6.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.