Tók daginn snemma - með morgunkaffi í Félagslundi - eða sko.... byrjaði daginn á því að stela vikri úr hringtorginu. Vantaði smá vikur í vermireitinn og eins og samkvæmt pöntun valt vikurflutningabíll í hringtorginu fyrir nokkrum dögum........ Ótrúlega heppilegt - fyrir mig allavega - kannski ekki svo heppilegt fyrir vikurflutningabílstjórann.....
Fór síðan og fékk mér morgunmat í Félagslundi - það er Fjör í Flóa og mikið um að vera. Skrattaðist um allan Flóann með Möggu systir í sól og blíðu. Skoðaði prjónavörur úr lopa - ekkert smá flott, keypti mér líka þæfða lopavettlinga.... já krakkar mínir, það verður ekki alltaf sól þótt þið standið í þeirri trú núna að ykkur verði aldrei aftur kalt.
Skoðaði nýuppgert eldgamalt eldhús og keypti mér concrete sól.... sem kemur til með að reynast mér jafnvel og vettlingarnir á dimmum vetrarkvöldum þegar ég sekk í þunglyndi og verð búin með allt sem heitir gleðipillur hvaða nafni svo sem þær nefnast. Annars þegar ég hugsa nánar út í það þá er mitt þunglyndi líklega meira birtutengt
Sá uglu! UGLU!! Muniðið þegar ég sagðist geta dáið hamingjusöm þegar ég væri búin að sjá uglu? Well - nú á ég bara eftir að sjá örn Það var ótrúleg sjón að sjá ugluna fljúga yfir veginn...... Ég sagði við Möggu sem var búin að keyra mig um allar trissur og skoða allt frá fjöru að fjalli, að þetta hefði verið hápunktur dagins!
En.....
.....hvernig gat ég vitað að fallegasti maður Íslands væri bókstaflega á næstu grösum? Næsta stopp hjá okkur var nefnilega á bæ þar sem kennd er torfhleðsla og fyrsti maður sem við sáum var.........
Þorvaldur Þorsteinsson! Ég legg ekki meira á ykkur..... Magga spjallaði við hann eins og ekkert væri en ég missti hjartað oní maga og magann oní skó. Hafði þó rænu á að draga upp myndavélina og smella af...... Ég veit það núna sem ég hafði þó sterkan grun um að ég hef ekkert að gera á námskeið hjá honum um skapandi skrif - ég héldi engri einbeitingu. Svo er hann með svo fallega rödd.....
Uglan hvarf algjörlega í skuggann og hef ég þó beðið í 10 ár eftir að sjá hana
Athugasemdir
Ertu bara út um allt? :) Gott hjá þér. :)
Marinó Már Marinósson, 6.6.2009 kl. 22:34
Nohhhh...... bara búin að finn´ann.
Anna Einarsdóttir, 6.6.2009 kl. 23:25
Fór á námskeið hjá honum um skapandi hugsun....eða var það skapandi skrif....ég man það ekki alveg
mæli alla veganna með því....hann sagði margt gáfulegt og það var þægilegt að horfa á hann á meðan!!
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:45
Það var lán í óláni að vikurflutningabíllinn valt þarna á réttum stað fyrir þig. Ég held að ég hafi séð íslenskar uglur allavega þrisvar. Hérna á höfuðborgarsvæðinu...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2009 kl. 03:40
Þetta hefur verið dagur sem sagði sex á alla kanta (takið þessu eins og þið hafið húmör til). Dúllulegt eldhús.
Ía Jóhannsdóttir, 7.6.2009 kl. 09:20
Vá, ég myndi frekar vilja sjá höfund Blíðfinns en Elvis og ég sverða.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2009 kl. 11:29
Jamm Marinó - enda kölluð allsstaðar ;)
"....þægilegt að horfa á hann á meðan." Vel orðað Valgerður Ósk.... :)
Jóna Kolbrún! Ég er hrikalega heppin ;)
Stelpur ég sver það ég er ekki búin að koma mér niður á jörðina enn.... ég sverða :Þ
Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2009 kl. 12:17
Hvar kemur astraltertugubb við sögu?
Einar Indriðason, 7.6.2009 kl. 12:20
En þú heppin með þennan velting á vörubílnum. Svona mætti alveg gerast oftar fyrir gott fólk :)
Vilma Kristín , 7.6.2009 kl. 12:26
svei mér þá.... fólk leggur ýmislegt á sig fyrir þig....það veltir jafnvel heilu vörubílunum.......en ég skil það svo sem alveg..... þú ert yndi....
Fanney Björg Karlsdóttir, 7.6.2009 kl. 13:20
Einar! Astraltertugubb kemur þessu máli ekkert við. Ég þurfti ekki einu sinni að nota flass.........
Vilma - Segðu....;)
Fanney! Þú líka
Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2009 kl. 15:27
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ !!!!!!
Ragnheiður , 8.6.2009 kl. 00:30
Nei... enda var kubburinn sennilega búinn?
Einar Indriðason, 8.6.2009 kl. 08:29
Til hamingju með afmælið vinkona !
Anna Einarsdóttir, 8.6.2009 kl. 11:49
Til hamingju með afmælið darling, margir af mínum bestu vinum eiga afmæli í dag hi hi hi ...
Knús í hús og nú kemur stóra spurningin "á ég að hætta á sígaunaveiðum" (veit að veiðin hefur ekki verið uppá marga fiska undanfarið en nú spyr kona???"
www.zordis.com, 8.6.2009 kl. 11:58
Takk krúttin mín
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 12:02
Hver er eiginlega Þorvaldur Þorsteinsson ? Þú hefur það sannarlega eins og drottning. Eitthvað annað en vinnudýrið ég
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2009 kl. 12:59
Vá hvað þetta er flott eldhús - hvar er það staðsett á landinu?
Hef í mörg ár verið að hugsa um að fara á skrautskriftarnámskeið og kannski ég drífi mig bara eftir þessi skrif hehe -förum bara saman svo ég geti potað í þig ef þú ert farin að slefa yfir karli
Til lukku með þennan flotta dag kerla mín
Dísa Dóra, 8.6.2009 kl. 13:24
Eldhúsið er staðsett í Vallarhjáleigu í Flóahreppi! Ekkert rosalega langt að skreppa.... ;) Allavega ekki fyrir Dísu Dóru. Ferlega dúllulegt og gaman að skoða það svo selur konan sem býr þar styttur sem hún steypir og málar - rosalega flottar. Mæli með heimsókn til hennar.
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 13:38
Þorvaldur Þorsteinsson er höfundur m.a. Blíðfinns og einhverjar fleiri bókmenntir hefur hann skrifað þó ég muni ekki nöfnin.
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 13:39
Til hamingju með afmælið. Mikið öfunda ég þig af uglunni, elska uglur og safna þeim og á vel yfir hundrað stykki frá öllum heimshornum.
Helga Magnúsdóttir, 8.6.2009 kl. 20:05
Hæ snúlla. Til hamingju með daginn enn og aftur, ég vissi að þú myndir fara fram úr mér fyrr en síðar.
Takk fyrir blíðfinnan dag. Myndin af manninum er eins og af Dagfinni dýralækni með uglu á öxlinni.
Stefnum á Esjuna í vikunni, við erum jú alltaf á uppleið og hver veit hvað við sjáum þar??
Stóra systir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:56
Takk Helga! Það var mjög sérstakt að sjá ugluna....
Takk stóra systir og takk sömuleiðis fyrir frábæran dag! Hugsanlega getum við haft þetta framhalsþema? Blíðfinnur og steinarnir? Nóg af þeim í Esjunni.... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 22:15
Til hamingju með afmælið kæra Hrönn og ég vona að dagurinn hafi verið þér góður
Þorvaldur er flottur
Sigrún Jónsdóttir, 8.6.2009 kl. 22:43
Takk - dagurinn var frábær
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2009 kl. 23:50
Maðurinn er hreint út sagt; GUÐDÓMLEGUR!...og þú líka, bara svolíitið öðruvísi :)
Heiða Þórðar, 9.6.2009 kl. 16:44
til hamingju með daginn.. um daginn.
Þorvaldur er augnayndi. Þannig er það nú bara.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.6.2009 kl. 23:32
Til hamingju með daginn! Hann Þorvaldur er svona pilsner fyrir mér! Sem þýðir að ég þyrfti einungis að innbyrða Pilsner til að deita hann! Algjörlega. En þvílíkur ræningi ertu! Hvað ertu með mikið af vikri? Mig vantar líka heilan helling! Er þetta enn á hringtorginu? Allir vegir liggja á Selfoss þessa dagana. Það er greinilegt að Selfoss er útibú alsnægta!
Garún, 10.6.2009 kl. 10:58
Ég veit Garún! Enda lokar löggan bara augunum þegar hún sér mig... eða kannski eru þeir bara að depla Það er smá eftir enn.......... Einn pilsner...
Takk Jóna og Heiða.
Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2009 kl. 12:23
Elsku Hrönn. Loksins, loksins kíki ég hingað og hvað fæ ég annað en uppljómun.
Til hamingju með daginn um daginn (náttúrlega dagur daganna). Mér var innrætt að seint væri ekkert skárra en aldrei, en ég vona að svo sé ekki. Þakka þér fyrir innlitin til mín. Þau eru mér reyndar meira virði en bæði ugla og Þorvaldur. Hafðu það svo ótrúlega gott. Hjartans knús á þig.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 23:14
Þorvaldur skrifaði líka Skilaboðaskjóðuna, en það er fyrsta leikritið sem hann skrifaði síðan hefur hann skrifað mörg leikverk. En Skilaboðaskjóðan var sýnd s.l. vetur og veturinn þar áður í Þjóðleikhúsinu, og einnig fyrir 12 árum. Hann er yndislegur maður, það er alveg rétt hjá þér. - Svo er hann líka myndlistarmaður og starfaði við það árum saman og gerir enn.
Þú skalt endilega fara á námskeið hjá honum, því námskeiðin hans eru uppbyggjandi á allan handa máta. Ég veit að þú skilur hvað ég á við þegar þú hefur farið á námskeið til hans.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2009 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.