Björn Bjarnason

Eins og auðmjúkir aðdáendur mínir vita veit ég ekki muninn á hægri og vinstri og þess vegna er ég að spá í að fá mér bol með stórum stöfum sem segja: EKKI SPYRJA MIG TIL VEGAR! ÉG BULLA BARA!! Gæti haft það á frummálinu líka...........

Þannig er að þegar ég er úti að ganga með Ljónshjartað virðist ég vera svo meinleysisleg að margir velja að spyrja mig til vegar. Nú siðast í morgun stoppaði mig kona í bíl, skrúfaði niður rúðuna hjá sér og spurði hvort ég vissi um einhverja bókabúð á Selfossi. Ég slapp að vísu dulítið billega þar því vitaskuld vísaði ég henni á Bjarna bóksala sem er þannig staðsettur að auðvelt er að vísa fólki þangað. Ég einfaldlega sagði henni að hún finndi fína bókabúð í húsinu á milli pósthússins og Hróa Hattar.... sko hérna megin við veginn..... merkta Sunnlenska bókakaffið. Eina sem hún þyrfti að vara sig á væri að tala ekki um ESB. Tounge

Ég veit hins vegar ekki hvað þau hugsuðu fólkið sem stöðvaði mig einu sinni og spurði mig um ákveðna götu hér í bæ. Ég var frekar fullviss um leið og ég leiðbeindi þeim með að keyra til baka niður að ljósunum - það eru sko bara ein umferðarljós í minni sveit.... - beygja þar til hægri, keyra út í enda og beygja aftur til hægri.

Það var ekki fyrr en daginn eftir sem ég áttaði mig á því að ég hafði leiðbeint þeim að keyra í stóran hring með engri viðkomu nálægt þeirri götu sem þau leituðu að...... Halo

Ég er aftur á móti með allar áttir á hreinu en get ekki, sóma míns vegna, verið að segja fólki til vegar með því að segja þeim að beygja í vestur og síðan í suður..... eða hvað?

Ég meina það eru ekki allir jafn vel áttaðir.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

hahaha... við erum greinilega líkar að þessu leiti, nema auk þess að þekkja ekki vinstri og hægri í sundur þekki ég ekki heldur áttirnar :) Held að þessi bolur þinn gæti bara verið fyrirtaks hugmynd!

Vilma Kristín , 30.5.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

mynntu mig á það kæra vinkona að spyrja þig ekki til vegar.... sérstaklega þegar ég er að flýta mér...

Ég á við svona svipað vandamál að stríða.... þegar ég var við nám í Svíþjóð og ég bauð skólafélögum mínum,í mesta sakleysi, far í bílnum mínum.... þá litu þau undantekningalaust á klukkuna.... afþökkuðu síðan kurteislega...og sögðust vera að flýta sér......

Fanney Björg Karlsdóttir, 30.5.2009 kl. 19:35

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það eina sem að skynsamt fólk spyr innfædda árborgandi 'ZelÖfruzzara' að, er náttla hver sé lángztyðzta leiðin út úr bænum.

Steingrímur Helgason, 30.5.2009 kl. 21:14

4 Smámynd: www.zordis.com

Leitið og þér munið finna klikkar aldrei svo gefðu bara upp h og v og áttir í gríð og erg. Ég er áttavilt og man oftast hvar hægri hendin er vegna þess að ég rifja upp með "hvorari" ég heilsa höfðingjum.

Knúzzzz í daginn (fiðrildahjörtu)

www.zordis.com, 31.5.2009 kl. 08:10

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2009 kl. 09:51

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh veistu það er svona áttaviti í bílnum mínum sem segir mér að fara út og suður þ.e. austur og vestur.  Ef ég færi eftir honum væri ég löngu komin norður og niður.  Eigðu góðan dag kæra bloggvinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 11:07

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá er nú ágætt að vera staðsett á Ísafirði, þar sem ekki mikið er  um hrærigraut, það er úteftir eða inneftir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2009 kl. 09:50

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er eins gott að þú hættir þér ekki norður á Akureyri, heyrði sögu af tveim mönnum sem fóru útaf veginum þar seint um kvöld í kolniðamyrkri og glerhálku,  og lentu út í sjó.   Þar sem bíllinn fór að sökkva. Rétt náði annar mannanna,  símanum úr vasanum og halda honum upp yfir höfði sér meðan þeir félagar óðu í land. 

 - Þegar hann hringir í lögregluna og segir hvernig ástatt sé,  spyr lögreglan hvar nákvæmlega þeir séu staddir, hann lýsir fyrir lögreglunni hvaðan þeir væru að koma og hvar svona sirka hann haldi að þeir séu, en hann þekki ekki staðhætti.   Löggan spyr aftur hvar þeir séu. -  Hann segist halda að þeir séu næstum því inn í botni fjarðarins. 

 Hvaða fjarðar ?!? spyr þá lögreglan.-    Nú Eyjafjarðar svarar maðurinn. -

 Þá segir lögreglan:  Já, góði minn, við getum bara ekkert komið fyrr en þú getur sagt mér nákvæmlega, hvar þú ert.   - Og þar við sat.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 14:56

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah Lilja Guðrún! Ég ætti kannski að ráða mig í lögguna á Akureyri. Greinilega vel áttaðir þar ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 15:16

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.6.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband