Ég er andvaka.........

...klukkan er 02:51 og allt er í lagi....... Allavega á yfirborðinu og það er nú það sem skiptir máli ekki satt? Fronturinn? Ég hef verið að spá, svona lauslega, í atferli Íslendinga í kreppunni. Fyrstu dagana hættu allir að versla - allavega á vinnutíma... maður sá varla kjaft á ferðinni nema hann væri fölur og fár á leið í vinnu. Það var talað fjálglega um samstöðu og hvað það væri nauðsynlegt að huga að náunganum. Svo jafnaði fólk sig og nú streymir það á öllum tímum í búðina eins og engin sé kreppan. Það sást varla fólkið sem hvíldi snjósleðana sína, fjórhjólin og torfæruhjólin aftan í stóru jeppunum á leið til fjalla. Nú brunar það hjá eins og ekkert hafi í skorist...... Fólk lætur almennt eins og hér sé allt í himnalagi. Þessi kreppa kemur hvort eð er ekkert við það.... bara einhvern annan... eða hvað? Er það kannski líka bara frontur? Ég veit það ekki - enda hef ég enga lausn á ástandinu og haga mér bara eins og hver annar Íslendingur, sem ég líka er. Eini munurinn á mér og hinum er sá að ég á ekki fjórhjól sem eru þó stórskemmtileg tæki og líkast til ætti ég eitt slíkt ef ég hefði efni á því.....

Ég lit út um gluggann og það litla rökkur sem brast á í kvöld hefur hopað fyrir birtunni......... þó er ekki bjart úti.

Örfáir bílar og einn og einn vöruflutningabíll keyra hjá. Þeir eru annaðhvort á leiðinni heim eða heiman, það liggur alveg í augum úti.

Mávarnir, sem skiptu um vakt við Krumma snemma í vor, una hag sínum vel úti á Bónusplani. Það er líklega matartími hjá þeim núna.

Ég hef ákveðið að nýta tímann, úr því að ég er vakandi hvort eð er, til  að hafa áhyggjur. Þetta er ekki verri tími en hver annar til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Kamillu te.  Mér er tjáð að það virki.  (Ég veit ekki hvernig það á að virka - þetta fékk ég að heyra um daginn... þetta virki...)

Einar Indriðason, 26.5.2009 kl. 08:52

2 Smámynd: Vilma Kristín

Nóttin er góður tími til að hafa áhyggjur. Þá er enginn að trufla mann við það, maður getur bara haft eins miklar áhyggjur og mann listir.

Vilma Kristín , 26.5.2009 kl. 09:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Hrönn mín hve mikill sannleikur liggur ekki einmitt í þessari færslu.  Þetta er ekki að gerast með mig heldur hina.  Hvar er samstaðan, hvar er vörnin og aðhaldið?  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2009 kl. 09:31

4 identicon

Það er ekki að sjá á innkaupaæði fólks að það sé atvinnuleysi eða að það kreppi að.Gott að nýta andvökutímann og klára að hafa áhyggjur.Eiða svo sólardeginum í annað

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 10:18

5 Smámynd: Ragnheiður

Hvern dag berst ég við að hafa ekki áhyggjur, ég sef á nóttunni þannig að ég slepp við þær.

Mér finnst eins og allir séu bara í því að bera sig mannalega og þar á meðal ég sem ætlaði að blogga um fjárhagsvesenið en heyktist á því.

Knús á þig

Ragnheiður , 26.5.2009 kl. 10:57

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Deili þessum hugsunum með þér og "velti vöngum"

Sigrún Jónsdóttir, 26.5.2009 kl. 10:58

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

veistu hvað ég geri þegar ég verð andvaka...??... ég sný mér í rúminu.... ligg svona eins og Lina, vinkona mín, langsokkur.....og það bregst ekki... ég sofna á nóiun........

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.5.2009 kl. 20:26

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Skil þig stundum, ef ég er andvaka,  og hef möguleika á,  þá laumast ég framúr og fer í tölvuna.  Leyfi mér jafnvel stundum, að skrifa, svo man ég,  að það skrifar enginn á blogg eftir kl: 02:00.  - Svo ég stroka allt út,  ekki vil ég, fá á mig kjaftagang, einsog sumir hafa fengið,  ef þeir hafa leyft sér að blogga eftir miðnætti. 

   Svona er ég stundum hégómleg,  en ég er hætt því,  frá og með deginum í dag, sest ég bara við bloggið þegar ég hef þörf fyrir það.

   En ég er sammála þér, hvað varðar verslunina, enda heyrist ekki múkk í verslunareigendum þessa daganna, þeir smyrja á álagninguna óáreittir, og enginn segir neitt afþví að dýrtíðin er svo mikil,  og fólk verslar eins og allir hinir,  verslar eins og það eigi lífið að leysa. - 

Svo ég bít á jaxlinn og bölva í hljóði,  og versla líka.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 21:02

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fanney!! Ég prófa þetta næst. Kemur sem betur fer ekki oft fyrir......

Lilja Guðrún! híhí svona er ég græn... 

Einar! Ég man það núna, ég á svona svefnte...... Hvar varst þú í nótt þegar ég hefði þurft að muna eftir því?

Knús á ykkur

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2009 kl. 21:48

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sé kreppuna á ruslinu, hérna á Nesinu er ruslið tekið á 10 daga fresti.  Í fyrra voru allar tunnur alltaf fullar svo uppúr stóð ruslið.  Núna í síðustu viku voru bara 4 tunnur frá 10 íbúðum í mínu nágrenni og tvær þeirra hálftómar.  Fólk er farið að versla minna, ég sé það líka á innkaupakerrunum í versluninni sem ég versla mest við.  Fólk er með örfáa hluti, áður voru flestar kerrurnar fullar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.5.2009 kl. 01:07

11 Smámynd: Einar Indriðason

Nú... ég var sofandi!  En ekki hvað!  

Einar Indriðason, 27.5.2009 kl. 08:45

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhaha

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.