12.5.2009
Operation no shit!!
Ég gerði hlé á undirbúningi lífræns ræktaðs grænmetis fyrir vinnustaðagrill sumarsins - eru grill eins í eintölu og fleirtölu? Hér er grill um grill frá grilli til grills.... Hér eru grill um grill frá grillum til grilla......? Bezt ég hætti þessum hugleiðingum strax - áður en ég verð rekin út eins og í handmennt hér um árið þegar ég fór að fallbeyja "að auka í......."
Mér var nefnilega boðið í óvissuferð í Borg óttans - og hver getur hafnað þannig ferð? Ekki ég allavega! Ferðin reyndist í alla staði frábær - eins og við var að búast í þeim félagsskap sem boðið var uppá Við fórum á Næstu grös og fengum okkur að borða - sem þýðir það að ég þarf ekki að borða næstu þrjá daga Verst með Mömmusinnardúlludúsk - hann endar hár og grannur með þessu áframhaldi.......
Við heimsóttum síðan ákveðna "stofnun" hvar einn meðlimur ferðarinnar hafði fengið afar villandi upplýsingar - að ekki sé meira sagt og hafði í kjölfar þessara mjög svo villandi upplýsinga tekið ákvarðanir sem leiddu til þess að hún er ekki í góðum málum í dag - án þess að ég ætli að fara nokkuð nánar út í þá sálma þá var ég tekin með vegna þess að ég verð þessi tannhvassa týpa þegar á rétti minna nánustu er troðið..... spáið í það!! ÉG - þessi líka ljúfa kona...... En ég get sagt ykkur það að það er mjög svo gefandi að vera námsmaður á Íslandi í dag!!
Við systurnar fórum síðan í Smáralindina þar sem allar skóbúðir voru skannaðar og ég keypti mér hreint guðdómlega skó!! Algjörlega breþþteiking! Ég sver það, hjartað missir úr slag þegar ég horfi á þá þeir eru svo flottir!
Vitaskuld kíktum við líka í aðrar búðir og ég verð að segja að suma daga hefði verið betra að fatahönnuðir hefðu hreinlega tilkynnt sig veika! Hvernig stendur á því að svona tímabil renna upp í lífi mínu alveg taktfast? Þegar föt eru svo ljót að - eins og mér varð að orði - ef ég lenti í lífsháska þá mundu björgunarmenn ákveða að bjarga mér síðast vegna slæms fatasmekks!!
Ég meina fjólubláir pokakjólar með púffi?? Kommon! Ég hef ákveðið að liggja fyrir þar til betri tíð rennur upp
Athugasemdir
mótmælalega ?
Það er nýtt en skiljanlegt hugtak í ljósi þess hverju þú ert að mótmæla....
Alveg vildi ég ekki mæta þér ...ehhh....öhhh....eða sko í svona sértækum borgaraðgerðum með erindi.
Kíktu á Önnu..næstum gáta
Ragnheiður , 12.5.2009 kl. 22:31
ARG!
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2009 kl. 22:51
Ekki kíkja á mig..... Ragnheiður gat hana sjálf áður en hún kom hingað.
Mynd af skónum, takk. Mig langar að prófa smá breþþteiking.
Anna Einarsdóttir, 12.5.2009 kl. 23:01
Ég bíð eftir grifflutímabili og svei mér þá að ég væri til í svona kjól því þá get ég hvatt þig i hlaupinu góða, "ljúgarahlaupi" þar sem keppendur eru fjólubláir af átökum.
Annars ertu svo hrikalega fyndin að ég heyri í þér, ljúfa tannhvassa kona. Ég þarf að skila bók, spurning hvort þú viljir koma með mér í það verkefni????
Já og þetta með þessa köfnunarskó þá vona ég að tásslurnar séu sáttar með umhverfið!
www.zordis.com, 12.5.2009 kl. 23:16
mynd af skónum takk.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 12.5.2009 kl. 23:33
Takk fyrir daginn lilla mín, þú rúllaðir þessu upp að hætti hússins. Alveg brilljant endir á góðu dagsverki að falla fyrir skóm sem hreinlega æptu á þig. Sá hönnuður var allavega á réttu lyfjunum. Knús inn í nóttina. Megi þig dreyma gulrætur á grilli og spínat á spjóti.
stóra systir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:13
Ég keypti mér tvenna skó í síðustu viku, á heilar 900 krónur bæði pörin. Þeir eru flottir, hvítir og appelsínugulir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2009 kl. 00:25
Mikið er gott að geta hlegið svona snemma dags Hrönn mín Takk fyrir þessa frábæru færslu, skór eða ekki skór, fatasmekkur eða ekki fatasmekkur. Ég held að ég myndi alveg vilja hafa þig mér við hlið ef þyrfti að eiga við einhverja stofnunina í dag, segi og skrifa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2009 kl. 09:14
Mótmælalega!! Gefur legusárum alveg nýja vídd
Mynd og mynd.... eins og þetta sé einhver myndasaga?
Zordis! Hvenær sem er! Og ertu að segja mér að grifflutímabilið sé ekki núna? Hvar á ég þá að gera við grifflurnar mínar?
Takk fyrir daginn sömuleiðis "stóra mín" Þetta var algjörlega nauðsynlegt sumarfrí
Já og svo er crepe rosa vinsælt efni hjá hönnuðum í dag.....
Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2009 kl. 13:48
MYYYYYYYYYYYYYYYYYYYND
Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2009 kl. 18:40
Tja fjólubláir pokakjólar forljótt. Skemtileg lesnig.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2009 kl. 19:25
Krep !?!?!? Er "Krepefni" komið aftur í tísku? Var fjólublái pokakjóllinn líka úr krepi?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.5.2009 kl. 21:03
Ótrúlegt!! Krep er greinilega inn! ....en nei - fjólublái pokakjóllin var ekki úr krepi!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2009 kl. 21:59
Í pokakjól er maður eins og ofvaxin kartafla.Fjólublá í ofanálag.Mynd af skónum takk fyrir.Verður þú þá í einhverju rauðu,með grifflur og í nýjum skóm
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:31
Hugsanlega er það nær lagi Birna Dís ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.