Sjæks!

Ég er búin að vera svo dugleg í dag!

Ég fór út að skokka í rigningunni í morgun - sem var ívið meiri en ég reiknaði með. Kom heim frekar blaut en þó sátt. Eitthvað það besta sem ég veit er að skokka í svona rigningu. Algjörlega einstök tilfinning Happy

Fór svo út í garð og roðfletti flötina þar sem ég ætla að  setja vermireitinn - hringsólaði síðan nokkra hringi í hesthúsahverfinu, bæði til að athuga hvort ég sæi nokkra sæta hestamenn og eins til að reyna að sigta út hvar ég gæti stolið mér hrossaskít Tounge Hvorugt tókst - hugsanlega erum við að tala þarna um mission impossible? Ég ætla samt ekkert að gefast upp......... Því eins og maðurinn sagði: Það hlýtur að hlýna..... Þá hlýt ég að finna annaðhvort.

"Stal" rabbarabaranum frá Hvítasunnusöfnuðinum og túlípönununum þeirra líka og gróðursetti í mínum hluta garðsins - á sunnudegi takið eftir...... Flokkast kannski undir að vera fremur ósvífið?  Sumsé búin að moka mold fram og til baka hálfan daginn enda var ég svo þreytt þegar ég kom inn að ég sofnaði - eins og hvert annað ungabarn! Hún er ekkert að íþyngja mér samviskan Halo

Fór á tónleika með karlakór hreppamanna og Agli Ólafs í gær. Ferlega gaman. Ég flissaði hástöfum þegar einn meðlimur kórsins kynnti næsta lag sem hann sagðist hafa samið textann við  fyrir 25 árum síðan þegar hann hitti konuna sína í fyrsta sinn. Sagan svo sem alveg nógu rómantísk en lagið heitir: Frísað við stall Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.5.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stolinn rabbarbari bragðast alltaf best, að stela hnaus er ávísun á góða uppskeru. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.5.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þá hlýtur það að stela þremur hnausum að boða rabbarbaragraut í öll mál næsta vetur

Jenný! Kórlimurinn eða ég? Vera svolítið skýrmælt

Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 23:51

4 Smámynd: Einar Indriðason

"frísað við stall".... Hvers konar pikkup línur hefur hann þá notað?  "Þú ert með augu, sem minna á hross"... "Þú ert betur tennt heldur en hryssan mín"... "Þú ert flottasta hryssann sem ég hef r... SÉÐ!" .... "Viltu hafra, væna?" ... "Má ég ... Beisla þig?" ... "Ég er með sykurmola í vasanum, viltu?"  ... "Vantar þig ekki nýjan hnakk?" ... "Ég skal ekki píska þig (mikið) áfram" ... "Nýja skó?  Ekki málið.  Skaflajárn-skeifur!"

En svo er það þetta með rabbabarann.... Og það á sunnudegi.  Og það frá hvítasunnusöfnuðinum?  Ég bíð spenntur eftir því að heyra samskonar pistil frá þér, þegar rófurnar fara að verða upptökufærar í haust... Þá vil ég pistla sem lýsa spennunni og æsingnum við að laumast inn í garð nágrannans... líta í kringum sig... klædd sem ninja... í dökk föt.... 

Heyrðu... þessir sem stela bílastæðinu þínu... eru þeir ekki örugglega að rækta rófur?  Þá veistu hvert þú átt að fara í haust!

Einar Indriðason, 11.5.2009 kl. 08:37

5 Smámynd: Ragnheiður

Hahahaha ...þá veit ég hvar ég á að stela rabbarbarahnaus..þú hefur ekkert að gera með þrjá hehe..

Pikkup línur Einars eru góðar, hann hefur klárlega fínan skilning á klemmu hestamannsins við konuleit

Knús í rigninguna- er að reyna að herða mig í að fara í föt og út að vinna.

Ragnheiður , 11.5.2009 kl. 10:25

6 identicon

Ef þú skokkar nakin ,með sjampó í hárinu ,í rigningunni getur þú sturtað þig í leiðinni  Þér verður sennilega fyrirgefin hvítasunnukirkjurabarbarastuldurinn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:01

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ef ég skokka nakin með sjampó í hárinu - verð ég hirt af löggunni

"Viltu hafra væna.."  Lagið var samt gott og textinn líka! En Einar - sjálfstæðismenn rækta ekkert nema vandræði! Ég fer nú ekki að hirða þau af þeim....

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2009 kl. 11:34

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En ef þú skokkar frísandi, og nakin með sjampó í hárinu, í rigningunni, og reynir að sturta þig í leiðinni, með regnhlíf, og verður hirt af löggunni, þá hefurðu kannski hitt mann sem ...... veit hvert þú átt að snúa þér næst !? 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 20:56

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha já Lilja! Það er alveg spurning.

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband