10.5.2009
Sjæks!
Ég er búin að vera svo dugleg í dag!
Ég fór út að skokka í rigningunni í morgun - sem var ívið meiri en ég reiknaði með. Kom heim frekar blaut en þó sátt. Eitthvað það besta sem ég veit er að skokka í svona rigningu. Algjörlega einstök tilfinning
Fór svo út í garð og roðfletti flötina þar sem ég ætla að setja vermireitinn - hringsólaði síðan nokkra hringi í hesthúsahverfinu, bæði til að athuga hvort ég sæi nokkra sæta hestamenn og eins til að reyna að sigta út hvar ég gæti stolið mér hrossaskít Hvorugt tókst - hugsanlega erum við að tala þarna um mission impossible? Ég ætla samt ekkert að gefast upp......... Því eins og maðurinn sagði: Það hlýtur að hlýna..... Þá hlýt ég að finna annaðhvort.
"Stal" rabbarabaranum frá Hvítasunnusöfnuðinum og túlípönununum þeirra líka og gróðursetti í mínum hluta garðsins - á sunnudegi takið eftir...... Flokkast kannski undir að vera fremur ósvífið? Sumsé búin að moka mold fram og til baka hálfan daginn enda var ég svo þreytt þegar ég kom inn að ég sofnaði - eins og hvert annað ungabarn! Hún er ekkert að íþyngja mér samviskan
Fór á tónleika með karlakór hreppamanna og Agli Ólafs í gær. Ferlega gaman. Ég flissaði hástöfum þegar einn meðlimur kórsins kynnti næsta lag sem hann sagðist hafa samið textann við fyrir 25 árum síðan þegar hann hitti konuna sína í fyrsta sinn. Sagan svo sem alveg nógu rómantísk en lagið heitir: Frísað við stall
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Krútt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.5.2009 kl. 22:49
Stolinn rabbarbari bragðast alltaf best, að stela hnaus er ávísun á góða uppskeru.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.5.2009 kl. 23:41
Þá hlýtur það að stela þremur hnausum að boða rabbarbaragraut í öll mál næsta vetur
Jenný! Kórlimurinn eða ég? Vera svolítið skýrmælt
Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 23:51
"frísað við stall".... Hvers konar pikkup línur hefur hann þá notað? "Þú ert með augu, sem minna á hross"... "Þú ert betur tennt heldur en hryssan mín"... "Þú ert flottasta hryssann sem ég hef r... SÉÐ!" .... "Viltu hafra, væna?" ... "Má ég ... Beisla þig?" ... "Ég er með sykurmola í vasanum, viltu?" ... "Vantar þig ekki nýjan hnakk?" ... "Ég skal ekki píska þig (mikið) áfram" ... "Nýja skó? Ekki málið. Skaflajárn-skeifur!"
En svo er það þetta með rabbabarann.... Og það á sunnudegi. Og það frá hvítasunnusöfnuðinum? Ég bíð spenntur eftir því að heyra samskonar pistil frá þér, þegar rófurnar fara að verða upptökufærar í haust... Þá vil ég pistla sem lýsa spennunni og æsingnum við að laumast inn í garð nágrannans... líta í kringum sig... klædd sem ninja... í dökk föt....
Heyrðu... þessir sem stela bílastæðinu þínu... eru þeir ekki örugglega að rækta rófur? Þá veistu hvert þú átt að fara í haust!
Einar Indriðason, 11.5.2009 kl. 08:37
Hahahaha ...þá veit ég hvar ég á að stela rabbarbarahnaus..þú hefur ekkert að gera með þrjá hehe..
Pikkup línur Einars eru góðar, hann hefur klárlega fínan skilning á klemmu hestamannsins við konuleit
Knús í rigninguna- er að reyna að herða mig í að fara í föt og út að vinna.
Ragnheiður , 11.5.2009 kl. 10:25
Ef þú skokkar nakin ,með sjampó í hárinu ,í rigningunni getur þú sturtað þig í leiðinni Þér verður sennilega fyrirgefin hvítasunnukirkjurabarbarastuldurinn.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:01
Ef ég skokka nakin með sjampó í hárinu - verð ég hirt af löggunni
"Viltu hafra væna.." Lagið var samt gott og textinn líka! En Einar - sjálfstæðismenn rækta ekkert nema vandræði! Ég fer nú ekki að hirða þau af þeim....
Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2009 kl. 11:34
En ef þú skokkar frísandi, og nakin með sjampó í hárinu, í rigningunni, og reynir að sturta þig í leiðinni, með regnhlíf, og verður hirt af löggunni, þá hefurðu kannski hitt mann sem ...... veit hvert þú átt að snúa þér næst !?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 20:56
haha já Lilja! Það er alveg spurning.
Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2009 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.