Ég var einhvern tíma búin að lofa..

.. að skrifa rófupistil! Þó ekki rassgatarófupistil - enda er ég ekki þannig kona!

Fræ er hægt að kaupa víða. Þau fást til dæmis í flestum blómabúðum. Í Blómavali er fínt úrval af fræjum - eða var allavega þegar ég keypti mín.....

Ég keypti mér líka sáðmold og sáðbakka - vegna þess að á Íslandi er gott að forsá inni þeim plöntum sem það þola - sem eru nánast allar tegundir fyrir utan gulrætur - ég forsáði þeim samt inni líka, allavega hluta af fræjunum, það nær þá ekki lengra ef þær koma ekki upp þegar ég umplanta.

Ég skipti sáðbakkanum í fernt með tómri mjólkurfernu sem ég klippti niður og stráði fræjunum í moldina, setti svo smá mold yfir aftur og klappaði þeim lauslega. Siðan hef ég farið daglega niður í þvottahús - þar sem fræin mín dafna svona líka vel - og vökvað þau og snúið bakkanum því spírurnar leita í sólina.

Í byrjun maí er hægt að sá gulrótar- og gulrófufræjum í beð úti. Best er að gera það eins snemma og kostur er. Það er ágætt að miða við að Birkitrén séu að byrja að laufgast. Ég ætla að smíða mér vermireit og sá matjurtunum þar. Mér var kennt alveg nýtt trix með gulrótarfræin sem ég reikna með að dugi á gulrófufræ líka en það er að hella fræjunum í skál, setja vatn yfir og leyfa þeim að opnast áður en þau eru sett út í beðin. Fræin eru u.þ.b. viku að opnast í vatninu. Mér er sagt að þetta flýti mikið fyrir vexti þeirra. Það er hægt að forsá gulrófufræjum inni - taka svo plönturnar og færa þær út í beðin. Æskilegt bil á milli plantnanna er 40-45 sm. Gott er að setja plast eða gróðurdúk yfir beðin eða vermireitinn - þ.e. ef þið ætlið að smíða ykkur þannig líka ;)

Bezt er náttúrulega að eiga gróðurhús. Þau fást fyrir engan ofsapening í Húsasmiðjunni og ég ætla að reisa eitt slíkt í garðinum - fyrr en síðar.

Í nánast öll skiptin í þessum pistli má skipta orðunum "ég ætla" út fyrir "mömmusinnardúlludúskur ætlar"

Þessi pistill var í boði Húsasmiðjunnar og Blómavals Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir. 

Nú get ég orðið alvöru rófubóndi.

Og ræktað rófur eins og þig Hrönn. 

Anna Einarsdóttir, 8.5.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Ragnheiður

Jeyj..rófurnar eru farnar að vaxa...ja amk í höfðinu á mér. Þarf bara að koma þeim þaðan og í beðið hehe

Takk fyrir Hrönn mín

Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 21:05

3 Smámynd: Dísa Dóra

hmmmm ég hugsaði nú sem svo hve svakalega stórar rófur þú ætlar að rækta - heilir 40-45 cm á milli plantna haha

Dísa Dóra, 8.5.2009 kl. 21:35

4 Smámynd: Vilma Kristín

Jahá, áhugavert :)

Vilma Kristín , 8.5.2009 kl. 22:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel með ræktunina Hrönn mín þetta lofar góðu líka fyrir mömmusinnardúlludúsk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2009 kl. 01:02

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þori ekki að stinga upp gamla kartöflugarðinn minn, ég gróf þar kött í fyrra sem dó í bílslysi hérna fyrir utan húsið mitt.  Ég vona að þú samþykkir bloggvinabeiðnina frá mér <img src="/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Smile.png" border="0" alt="" align="absMiddle" />

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2009 kl. 01:53

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2009 kl. 01:54

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Meðan ég las, heyrði ég röddina og hljóminn í kallinum, sem var þulur í "Tækni og vísindi" forðum daga....veit ekki af hverju, stíllinn sennilega

Óska þér góðrar uppskeru

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 10:07

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahah Sigrún! Fyndið því á meðan ég skrifaði heyrði ég röddina í honum hljóma með textanum

Ferlega ertu næm!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.5.2009 kl. 13:34

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 13:38

11 Smámynd: www.zordis.com

Svo er spurningin að koma með svona rúsínurassgatapistil!

Yndisleg, ég heyrði í honum þarna Hr. Bjarnfreðssyni, varstu ekki með mynd af honum á skrifborðinu hjá þér, eða????

www.zordis.com, 9.5.2009 kl. 15:46

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 9.5.2009 kl. 16:59

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei ég er með mynd af honum þarna Nýjasta tækni og vísindi Thorlacius ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 9.5.2009 kl. 19:56

14 identicon

Sigurður og Örn voru kallarnir í nýjasta tækni og vísindi þáttunum var það ekki?Mikið sakna ég þessa þátta ummmmmmmmmmmm lífrænn búskapur hjá þér Hrönn? Með ekta skít og allt?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.