Blöðrur í höndum og mold í skóm!

Ég er algjörlega búin á því! Mokaði mold í gær eins og hver annar albinói og plægði kartöfluakur í dag - ekki þó með hugaraflinu heldur Lóló frænku þeirri síflissandi kerlingu InLove fann engan gaffal sko......... Tounge

Nú eru beðin tilbúin fyrir kartöfluútsæðið sem við stefnum á að setja niður áður en ár er liðið frá stóra skjálfta!

Keypti mér líka garn í peysu! Ekki rautt - heldur ekki appelsínugult. Nú verður tekinn upp alveg nýr stíll hér í sveitinni. Viljiði gizka hvaða lit ég valdi?

Ætla að henda mér undir rúm með verkjatöflur í stafrófsröð því í fyrramálið er vatnsfimi hjá Betu og vei þeim sem kemur þreyttur þangað! Ég er líka að glugga þar í bók sem heitir Hnífur Abrahams og lofar bara nokkuð góðu......... Hugsanlega næ ég að lesa fimm blaðsíður áður en ég lognast út af!

Pís Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú valdir grænan.

Þú ert dugleg.

Er á leið í að fara að rækta sjálf.

Það verða kryddjurtir og læti.

Svo er ég með stórt rabbabarabeð.

Á ekki að kíkja í kaffi?

Og já varðandi það, það er löngu kominn tími á kaffi.

Hrönn (ekki gerið að þessu sinni): Vaknaðu, vaknaðu.

Komdu í kaffi kerlingarfífl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2009 kl. 23:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er með betri ljóðum sem ég hef ort.

Og meina hvert orð.

Valhúsahæðin hvað?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2009 kl. 23:11

3 Smámynd: Einar Indriðason

Litur?  Í sveitinn?  Þú valdir grænan!

Hmm... Hvers konar verkfæri er "lóló frænka", og hvernig notarðu hana?  Ég veit hvernig á að nota skóflu til að stinga upp svona garða... en ég hef aldrei heyrt talað um "lóló frænku"?

Einar Indriðason, 7.5.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Vilma Kristín

Þú valdir bláan... eða fjólubláann. 

Heyrðu, verður uppskerupartý í haust?  Nýjar kartöflur með smjöri?

Vilma Kristín , 7.5.2009 kl. 08:16

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ummmm.... nýjar kartöflur með smjöri!!! Já það verður sko partý!

Lóló frænka? Ég nota hana til að stinga upp garða með :Þ

Jú Jenný! Þetta er með betri ljóðum og ég kem einn daginn þegar ég er búin að finna út hvar þú átt heima ;)

Og þið notið líklega rökur til að hrífa með?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 08:53

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já og rosalega eruði næm! Ég valdi grænan!!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 08:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vissi það, enda ekki alveg græn get ég sagt ykkur.

Ég skal stela af þér ratleiknum; Kirkjuteigur 23, kjallari.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2009 kl. 09:05

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Græni liturinn var líka sá sem mér datt fyrst í hug.  Kom reyndar enginn annar til greina.  En ein spurning hvernig er að moka mold eins og albinói ?  moka þeir öðruvísi en aðrir, eða er það kannski mótsögnin milli manns og moldar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:15

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Cesil! Ég verð eiginlega bara að koma og sýna þér hvernig það er

Jenný! Takk!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:18

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Dugleg stelpa

Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2009 kl. 12:39

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ef ég þekki þig rétt þá held ég að fjólublár hafi orðið fyrir valinu...:))

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.5.2009 kl. 15:54

12 Smámynd: www.zordis.com

Alheimsvitundin valdi grænt og það gerði ég líka!

Jenný fer með undurnæmt og ofur fagurt ljóð þér til handa og mun ég ekki reyna að hnoða í stöku að svo stöddu.

Kjallarakaffi hljómar vel.

Verða bullurnar tilbúnar á 2 vikum "nokkuð" ?

www.zordis.com, 7.5.2009 kl. 19:18

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fjólublár!! Fanney!!!!!! Nei!

Zordis! Nebbs þú verður að koma í uppskeruferð í haust!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 20:30

14 Smámynd: Ragnheiður

Ahh...ég sem ætlaði að bjóðast til að skutlast með þig til Jennýar, ég rata skoh ..

Hvar er rófufróðleikurinn sem þú ætlaðir að senda mér ?

Knús

Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband