Mótþróaþrjózkuröskun

Ég fékk enn eina höfnunina á atvinnuumsókn í dag. Ég er orðin svo sjóuð í að fá nei við atvinnuumsóknum að það tók mig ekki nema u.þ.b. fimm mínútur að komast yfir það sem eitt sinn tók mig að minnsta kosti heilan dag.

Mér varð hugsað til þess þegar ég, um daginn, stóð í röð í grísabúðinni og leit yfir fyrirsagnir DV. Þar var flennifyrirsögn undir stórri mynd af yfirgrísnum þar sem hann sagði frá því í harmþrungnum stíl að hann hefði svo miklar áhyggjur af syni sínum sem hafði tapað svo miklu í kreppunni.... fyrirgefið - efnahagsþrengingunum! Það hvarflaði að mér eitt augnablik þar sem ég stóð og gat ekki annað, hvort hann væri að gera gys að mér!

Annað augnablik, af þessum fimm mínútum, fór vinnumálastofnun alveg rosalega í taugarnar á mér fyrir að þykjast hafa eitthvað um það að segja hvort ég fari til útlanda eða sitji heima á rassg....u! Ég íhugaði að gefa þeim langt nef - flýja land, hætta að borga af lánum, svara ekki í símann, skilja húsið mitt eftir í eyði....

Þriðja augnablikið gargaði ég huglægt á fíbblin sem ég rakst á um daginn og töluðu um að það ætti að taka fólk af atvinnuleysisbótum eftir þrjá mánuði - bara svona til að kenna þeim.... Kenna þeim hvað? Að vera ekki atvinnulaus af því að synir svínaflensunnar stungu af ásamt vinum sínum og skildu allt eftir á hvínandi hveli? Ætti þá ekki alveg eins að taka öryrkja af örorkubótum eftir þrjá mánuði til að kenna þeim að vera ekki öryrkjar? Pinch

...Þá mundi ég að ég er enn í 50% starfi hjá beztu byggingaverktökum hérna megin Alpafjalla og náði áttum á ný. Ég rifaði upp með sjálfri mér þegar ég var að reikna út launin um daginn og fékk símtal frá þeim þar sem mér var skipað að reikna á sjálfa mig fulla orlofsuppbót, þrátt fyrir að vera í 50% starfi hjá þeim. Hann sagði mér það maðurinn í símanum, sem vildi svo vel til að var annar af eigendum fyrirtækisins Tounge að það væri fyrir liðlegheitin sem ég hefði sýnt þeim í gegnum tíðina.

Kemur sér stundum vel að vera liðugur Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Jahá... taka fólk af atvinnuleysisbótum eftir 3 mánuði... undarleg hugmynd. Hvað ætli hafi átt að kenna fólkinu? Hvernig á að svelta? Hvernig á að betla? Ja hérna... ég er bit.

Vilma Kristín , 4.5.2009 kl. 23:11

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef ég ætti eins og eitt ehf. myndi ég ráða þig umsvifalaust.

Þitt aðalverkefni væri að kenna hinu starfsfólkinu liðugheitin.......

...... já eða sniðugheit. 

Anna Einarsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:11

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Anna Þetta var góður plástur á atvinnuleysismótþróaþrjózkuröskunarsárið mitt.

Segðu Vilma!  

Hrönn Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 23:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt að þú hafir svona frábæra vinnuveitendur.

Já og það er eins og hinn hlutinn þ.e. þessi sem átti og á örugglega ennþá og sleppur við martröðina, lifi á annarri plánetu.

Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2009 kl. 23:21

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, það er aldeilis munur að vera liðugur, ég segi nú ekki meira. Nema - Jú, ég ætla að byrja í ræktinni á morgun, athuga hvort það "liðkar" eitthvað fyrir hjá mér.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

liðugur, liðlegheit, hjálpsamur.  Allt þetta borgar sig á endanum. 

Marinó Már Marinósson, 4.5.2009 kl. 23:36

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan mín, mikið get ég skilið þessar hugrenningar.  Alltaf sigrar samt húmorin hjá þér.  Þú ert flottust og bestust.  Og færð risaknús frá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2009 kl. 09:29

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk

Já Jenný - það er eins og sumir séu bara hreinlega ekki í sama leikriti og afgangur þjóðarinnar.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 09:44

9 Smámynd: Ragnheiður

sumir eru hreinlega hreint ekkert í sambandi við eitt eða neitt. Þú ERT flottust og ég réði þig í vinnu um hæl, við að setja niður hæla eða eitthvað.....

Knús á þig..vildi geta sagt : þetta lagast ! en þar sem ég veit ekkert um það þá er best að segja ekkert þannig

Ragnheiður , 5.5.2009 kl. 10:41

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey..... ég gæti tjaldað þessari skjaldborg um heimilin sem alltaf er verið að tala um ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 10:48

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er góð byrjun á deginum að lesa bloggið þitt . Klikkar ekki og jafnvel gömul bros taka sig upp að nýju, eins og einhver sagði. Annars, þetta með skjaldborgina......það er búið að tjalda henni. Hún fór utan um stjórnarheimilið og það er ekki til meira efni handa fleirum. Ekki einu sinni hælar.

Halldór Egill Guðnason, 5.5.2009 kl. 11:11

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vinnumálastofnun & atvinnurekendur er vel vitandi um að sumir eru ómizzandi úr bloggheimum & ber því ekki að taka þátt í einhverju vinnuamztri um dægur.

Steingrímur Helgason, 5.5.2009 kl. 17:31

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gamalt bros tekur sig upp þegar lesið er um þín liðugheit, elsku sniðugheitakona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.5.2009 kl. 17:37

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"synir svínaflensunnar"  Hrönn I love you

Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2009 kl. 20:17

15 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Æ... það er alltaf svo gott að "lesa þig"... Hrönnslan mín..... og það eru sko engar ýkjur... þú ert kattliðug... í samskiptum svo og öðrum skiptum......

en ..hvernig er það ... á ekkert að fara að skella sér í sveitina í smá heimsókn og slúður.....ég bíð með heitt á könnunni........

 love jú...

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.5.2009 kl. 10:55

16 Smámynd: www.zordis.com

Ást í leynum ... og liðugust!

Ég ætla að vera liðug þegar ég hitti þig darling. Æðislegir vinnuveitendur sem þú átt gullið mitt.

www.zordis.com, 6.5.2009 kl. 14:06

17 Smámynd: Róbert Tómasson

Elsku Hrönn það er svo mikið svínatal í þessari færslu að ég get svarið að ég fann beikon lykt við lesturinn.

Skrítið með þessa besservissera sem vilja taka fólk af atvinnuleysisbótum að þeir hafa yfirleitt vinnu sjálfir og oftast hjá hinu opinbera sem í alltof mörgum tilfellum (þegar menn eru ekki starfi sínu vaxnir) eru ekkert annað en atvinnuleysisbætur.

Róbert Tómasson, 6.5.2009 kl. 16:22

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fanney! Ég er eins og Brunaliðið - Alltaf á leiðinni........

Róbert! Það er rétt hjá þér - takk fyrir það.

Zordís! Ég get varla beðið.

Sigrún! Elska þig á móti.

Guðný Anna! Vona að bakið sé að koma til hjá þér.

Steingrímur! Það er líklega rétt hjá þér

Halldór! Farðu varlega í Suðurhöfum! Maður veit aldrei hvenær klessa fellur af himnum ofan.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband