Í þá gömlu góðu daga!

Ég kom auga á kött úti í rigningunni í dag og þá rifjaðist upp fyrir mér sá tími þegar ég var skvísa, bjó í Reykjavík og átti kisu. Ójá - þeir komu snemma í ljós, mínir einstöku hæfileikar til að pipra.... Tounge Kisan mín var grá og hvít og gegndi því snilldarnafni Kisa. Hún tók alltaf á móti mér þegar ég kom heim úr vinnu á daginn með því að henda sér á milli dyrakarma á oddaflugi og læsa klónum í karmana. Léttrugluð kisan sú........

Eníveis - ég fór stundum út á kvöldin og hafði þá Kisu að sjálfsögðu með í för. Þá voru ekki til þessi nýmóðins bönd sem fólk hefur á kisunum sínum núna heldur hélt ég einfaldlega á henni á milli húss og bíls og hún lá svo fyrir aftan hausinn á mér, horfði út um gluggann og malaði, á meðan ég ók á milli staða á minni eðalbjöllu. Eitt kvöldið kíktum við Kisa á vinkonu mína sem bjó í blokk í nágrenninu. Ég arkaði inn með Kisu í fanginu og var samferða manni af erlendu bergi brotnu að lyftunni. Þetta var löööööngu fyrir þá tíma að fólk horfðist ekki í augu við þá sem það mætti í stigagöngum. Þarna í fyrndinni var jafnvel bryddað upp á samræðum á meðan beðið var eftir lyftunni og það var akkúrat það sem gerðist í þetta sinn. Maðurinn, dökkur á brún á brá, brosti til mín klappaði Kisu og spurði blíðlega: "Er þetta tík eða læða?"

Ég flissaði alla leið upp með lyftunni - en ég kunni mig heldur ekki á þeim tíma........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kr+ittþ

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nú flissaði ég....alveg uppátt

Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég veit ekki hvort ég á að þora að kommenta hér, eðalkonur hér ofan við, og þeim verður fótaskortur á lyklaborðinu ..

Ég hef enn ekki piprað en hef átt allskyns kisur og þar á meðal eina Kisu.

Ragnheiður , 1.5.2009 kl. 23:31

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheh já fingrasetningin hjá Nennu ekki alveg að skila sér. En ég skil hana samt.....

Já Sigrún! Það gerði ég líka. Ég efast um að maðurinn hafi þorað að segja stakt orð í íslensku fyrr en árið 2000.....

Jenný! Kr+ittþ sjálf ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 23:41

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef ég væri dóni, sem ég er náttla ekki, einz & alþjóð veit, myndi ég gizka á málfarnlega mizheyrn eitthvað á þennann veg...

"Þarna er tík með læðu"...

En ég er ekki dóni, því ýti ég ekki á 'enter' takkann...

~vúbbz~...

Steingrímur Helgason, 2.5.2009 kl. 00:14

6 Smámynd: Einar Indriðason

Nema ... skýringin hafi verið ... að Kisa... hafi verið lík hundi í útliti, og maðurinn því viljað vera kurteis, og vísa á rétta dýrategund?

(En afhverju hann valdi að spyrja um kvenkynið... veit ég ekki....)

Einar Indriðason, 2.5.2009 kl. 10:04

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei Steingrímur! Það vita nú allir að þú ert enginn dóni.

Einar! Það skil ég ekki heldur....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 17:48

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2009 kl. 20:26

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

hahahahaaahahahahaaa!!!!!     Og varstu svo fín með þig að þú sagðir honum ekki hvers "kyns" var? 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.5.2009 kl. 23:51

10 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Kona eða keddling?

Gunnar Páll Gunnarsson, 3.5.2009 kl. 05:59

11 Smámynd: www.zordis.com

Ungpíuárin hafa verið uppfull spennu og ævintýra! Kisur eru krútt ....

Óborganleg í morgunsárið!

www.zordis.com, 3.5.2009 kl. 10:43

12 identicon

Elsku Hrönn - takk fyrir öll orðin þín.

Ég ann svona góðum sögum.  Vonandi líður þér vel elsku Hrönn.  Einhvern veginn þá þarf ég ekki annað en lesa það sem hér er til hliðar svo mig langi í prjóna og þjóðsögur: kærleiksbollur, gróft brauð, bananabrauð, kryddbrauð og gömlu góðu snúðarnir.  Svo er það bara kleinuilmurinn og mjólkurglas.

Fallegar kveðjur

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband