25.4.2009
Dúlla dyttari......
Ég byrjaði daginn á því að laga snúrunar mínar sem slitnuðu í rokinu í gær þegar ég ætlaði að nota tækifærið og viðra sængina mína. Ég var líklega bara heppin að sængin var ekki rokin út í buskann
Bar síðan kjörvara á næstum alla kjallarahurðina á meðan ég fylgdist með sjálfstæðismönnum koma í sitt kosningakaffi. Það var þó meira eins og þeir væru að mæta í líkvöku svo stúrnir sem þeir voru upp til hópa. Ég ákvað að vera ekkert að rexa þótt einhver hefði stolið stæðinu mínu.
Nennti ekki að sækja mér stiga og hóaði mömmusinnardúlludúski niður til að klára að bera á þann hluta hurðarinnar sem ég náði ekki til. Það kemur sér stundum vel að eiga hávaxinn dúsk
Ég er ekki búin að kjósa. Notaði tækifærið á meðan ég fékk útrás fyrir listakonuna í mér við kjallarahurðina til að fara yfir möguleikana og notaði útilokunaraðferðina.....
...X-D kemur náttúrulega alls ekki til greina. Þeir eru stela alltaf bílastæðinu mínu, fyrir nú utan "afrekin" sl. 17 ár. Ég hef aldrei kosið þá, þó einu sinni hafi ekki munað miklu.
X-B kemur heldur ekki til greina þrátt fyrir að mér lítist ágætlega á Inga sem er fyrsti maður á lista þeirra í Suðurlandskjördæmi. Hef oft kosið þá - en þeir voru jú með sjálfstæðisflokknum í stjórn í 12 ár! Sorrý Ingi! Ekki mitt atkvæði í ár!
X-S hugnast mér ekki. Þeir áttu jú bankamálaráðherrann - og komu ekki auga á neina vá á meðan utanríkisráðherrann þeirra eyddi peningum eins og þeir yxu á trjánum við að reyna að komast í öryggisráðið.....
X-P? Nebbs! Ekki þó þeir væru eina framboðið.
X-F? Neeeeee.... Skrýtið....Ég verð hreinlega ekkert vör við það framboð hér!
X-V Hugsanlega. Mér líst vel á Atla - en þeir eru kannski fullharðir í afstöðu sinni til náttúruverndar! Allt er best í hófi.
X-O Kannski. Þau eru eitthvað alveg nýtt! Boða nýja strauma.
Best ég drífi mig í kaffi til þeirra og heyri í þeim hljóðið áður en ég ákveð mig.
Spennandi dagur!
Athugasemdir
Mér líst vel á hljóðið í þér og litavalið varðandi þessar kosningar... elskan mín farðu nú að drífa þig í kosningagallann og muna að skella varalitnum á sinn stað....:))
Fanney Björg Karlsdóttir, 25.4.2009 kl. 17:05
Já, ekki gleyma vörulitnum ... Þú varast nebblega svo vel og þá kýstu svo svakalega rétt. Það eiga allir að eiga einn Dúsk sem er hávaxinn !!! Knús á þig sæta kona.
www.zordis.com, 25.4.2009 kl. 17:22
Takk fyrir ljósið, ég sá það á bakaleið og vissi af því á austurleið.
Það var rosahvasst í kringum þig í gær..við fundum oltinn trukk á bakaleiðinni.
Knús
Ragnheiður , 25.4.2009 kl. 18:50
Allavega endilega kjósa eitthvað... :)
Ég var mætt manna fyrst á minn kjörstað með heimasætuna með mér sem var að kjósa í fyrsta sinn. Svaka stuð.
Vilma Kristín , 25.4.2009 kl. 18:53
Verði þér að góðu Ragga mín! Já það fauk aðeins í mig í gær..... ;)
Varaliturinn gleymdist að sjálfsögu ekki! Enda bauð ég þeim að taka af mér mynd þegar ég ýtti atkvæðinu mínu í kjörkassann........... Alltaf stuð á kjörstað :Þ
Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2009 kl. 19:23
Og hver fékk svo atkvæðið?
Var þetta red cherry sem var á vörum yðar?
Knús á þig anyways.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2009 kl. 12:21
Alltaf séð þig fyrir mér sem frekar hávaxna konu, en að þú þurfir liðsauka við að klára að bera á hurð, breytir þeirri ímynd dulítið. Vona svo sannarlega að það hafi ekki verið neðri hluti hurðargarmsins sem þú náðir ekki að klára! Þá veit ég satt best að segja engan veginn hvernig ég á að ímynda mér Hrönnsluna.
Sumarkveðja úr snjókomunni í suðurhöfum, þar sem trönufjöldinn um borð reyndist spádómur um þingmannafjölda Sjálstæðisflokksins í þessum kosningum
Halldór Egill Guðnason, 26.4.2009 kl. 12:37
Halldór! Ég ER hávaxin en þegar ég geng niður í kjallarann verður hurðin eftir uppi
Jenný! Hinn eini sanni rauði varalitur ;) VG fengu mitt atkvæði í ár!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2009 kl. 17:12
Bergljót Hreinsdóttir, 26.4.2009 kl. 21:37
VG fengu líka mitt. Það er ekki að spyrja að rétthugsun heilans.
Anna Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:00
heheh þá er bara að athuga hvort þriðji hlutinn hafi gert eins........
Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2009 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.