Skapandi regn!

Þegar ég vaknaði í morgun rigndi svo mikið að Stúfur Stubbalings vildi ekki sjá að fara út! Þannig að orðatiltækið; ekki hundi út sigandi, á verulega vel við! Svo stendur hann í þeirri trú að hann sé skraut í rúmi eftir að ég fer á fætur..... Ljónshjartað testar Geimvísindastofnun

Á eftir - þegar ég verð búin að vinna fyrir uppáhaldsmennina mína - ætla ég að baka! Bæði kanelsnúða og súkkulaðicroissant a la Nigella! Sá einhvern tíma þátt með henni þar sem hún átti von á yfirmanni sínum og hristi svona volg súkkulaðicroissant fram handa honum. Ég ætti kannski að gera það líka fyrir mína menn? Þeir eru soddan krútt og eiga það alveg skilið..........

Við Heiðdís lögðumst í sólbað eftir feikifínan tíma hjá Betu í gærmorgun! Ég held að það hafi verið einu fimmtán mínúturnar sem stytti upp þann daginn! Spurning hvort einhver vill borga okkur fyrir að liggja í sólbaði í lauginni?

Einar Indriða var að tala um að hann vildi eiga tímavél og þá gerði ég eins og maðurinn í búðinni hér um árið, muniði eftir honum? "...... og þá fór ég að reikna....." nema ég fór ekki að reikna enda arfaslök í reikningi, ég fór að hugsa. Því það fer mér svo vel..... Ef ég ætti tímavél og gæti flakkað um tímann, mundi ég vilja breyta einhverju? 

Niðurstaðan er já! Ég mundi vilja breyta einhverju en bara einhverju smotteríi. Ég mundi til dæmis skilja fyrr við minn fyrrverandi. Þá væri ég búin að halda upp á miklu fleiri daga án hans.... Ég ætti kannski að skrifa bók - svona eins og Davíð... nema mín mundi vera á frummálinu og heita: Few good days without....! Tounge

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að spyrja ykkur hvort þið munduð breyta einhverju í ykkar lífi ef ég mundi lána ykkur tímavélina mína - en..... hvert munduð þið vilja fara í framtíðina?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég myndi fara upp í himinhvolfið til framtíðarlandsins, þar sem sálirnar bíða eftir að koma niður til jarðarinnar.  'Eg myndi ræða við börnin þar og þá sem þau annast.  Þetta er örugglega fallegasti staður veraldarinnar.  Ég ætla að fá að enda þar þegar ég fer héðan fá að gæta barnanna og passa upp á þau.  Gefa þeim fáein útvalin orð og leiðbeiningar áður en þau hverfa aftur hingað niður í villidýragarðinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 11:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kúba, Kína, Iran, Irak, Tortóla (djók), Grænhöfðaeyja.

And that´s just the beginning.

Núna er ég búin að vera að upplifa "a few terrible days without Hrönn on the blog", velkomin aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 11:58

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þeinkjúdear....

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 12:00

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég væri alveg til í Tortola... það er svakalega fallegt þar - og ég hef heyrt að þar sé alveg glás af peningum.........

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 12:04

6 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm.... Ég veit hverju ég myndi svara ef ég væri Alráður í einn dag.  (Og gæti gert eitthvað af viti, fyrir utan alla skriffinnskuna....)  (En það er annar handleggur, eins og góði dátinn Svejk sagði stöku sinnum, og efni í miklu lengri pistil.)

(best að beita fyrir sig athyglisbres... HA?  FUGL?  NÚNA?  FYRIR FRAMAN HÚSIÐ?  AÐ BORÐA ÁNAMAÐKA?  *SKOÐI SKOÐ*  Ha... hvað varstu að segja.....?)

Einar Indriðason, 22.4.2009 kl. 12:18

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Arna

Einar! Hefur þú heyrt talað um Einar áttavillta?

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 13:35

8 Smámynd: Einar Indriðason

Ég sá einhvern tímann... hvort það var spaugstofan... þar var Einar tvívilti.... hví?  Jú, hann hafði ekki pláss til að vera með ... átta (8) vita.....

Einar Indriðason, 22.4.2009 kl. 13:55

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jú, tímavélin væri vel þegin og ég myndi nota hana í sama tilgangi og þú.....flýta mínum skilnaði...og svo myndi ég vilja vera uppi á þeim tíma sem bókin þín kæmi út....hvar í heiminum sem er

Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 15:58

10 Smámynd: www.zordis.com

Ég væri til í að fara hvert sem er með þér! Þess vegna sitja bara í Núinu og njóta þess með öskrandi krapa og karokí græjurnar á fullu ....

www.zordis.com, 22.4.2009 kl. 17:38

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Krúttið þitt er nú ekki ósvipaður mínum .

Kristín Katla Árnadóttir, 22.4.2009 kl. 19:02

12 Smámynd: Vilma Kristín

Ég held ég myndi kannski bara rétt gægjast á börnin mín eftir svona 15 - 20 ár... bara til að gá hvort ég ætti að breyta einhverju í nútíðinni ;)

Vilma Kristín , 22.4.2009 kl. 21:29

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég hef heyrt talað um einar olíubuxur.

En hvað um það, er bakkelsið klárt?

Þröstur Unnar, 22.4.2009 kl. 22:21

14 identicon

Þú segir nokkuð, jú skilja fyrr við x, annars flest óbreitt held ég, svo kaupi ég bókina þína

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 23:10

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bakkelsið að klárast........

......verð að fara að byrja á bókinni

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 23:39

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og hvað lærir maður af þessari færslu og athugasemdunum við hana ?

Jú..... að allir eiga að skilja fyrr við X-ið. 

Anna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 00:10

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jamm..... enda bloggið mitt einstaklega fræðandi

Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 09:31

18 Smámynd: Dísa Dóra

Segi eins og fleiri að jú  ég mundi skilja fyrr við x-ið

Hvert ég vildi fara í framtíðinni - hmmmmmmmmm það er hins vegar erfiðara því ég er svo fróðleiksfús að ég vil fræðast um svo margt

Dísa Dóra, 23.4.2009 kl. 10:37

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég veit ekki kæra hrönn, ætli ég vildi nokkuð breyta neinu, allt hefur orsök og ég myndi ekki nenna að lifa neitt aftur í öðru lífi.

hafðu það ljúft mín kæra

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 10:52

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég veit ekki hvort ég vilji nokkru breyta, er allt ekki ástæða og afleiðing þannig að maður getur ekki breytt neinu án þess að öll atburðarásin fari af stað.

Helga Magnúsdóttir, 23.4.2009 kl. 21:35

21 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ég myndi vilja fara með henni Ásthildi til ofæddu sálnanna...þar er örugglega yndislegt að vera...og margt hægt að gefa...og þiggja....

Bergljót Hreinsdóttir, 25.4.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband