8.4.2009
Ég er svo einheppin eitthvað....
Fékk tilkynningu um að ég ætti ábyrgðarbréf í pósti í gær. Ég skoppaði náttúrulega út, full tilhlökkunar og forvitni. Alltaf svo spennó að fá ábyrgðarbréf.......
Þegar ég svo framvísaði miðanum, á pósthúsinu, kom í ljós að þetta var bréf frá sveitarfélaginu, ég hafði nefnilega sótt um vinnu hjá þeim og nú var sumsé sveitarfélagið að svara mér. Ég kvittaði fyrir móttöku og ætlaði svo að skondrast heim aftur - þegar hún hóaði í mig aftur afgreiðslustúlkan, svo hýr og björt á brá og bað mig að kvitta meira.....
Ég mundaði pennann og sagði hátt og snjallt um leið og ég flissaði aðeins til að milda það "Vá - það mætti halda að ég hefði verið að sækja um bæjarstjórastarfið, það þarf að kvitta svo mikið..... sem væri svo sem ekki vitlaus hugmynd ef ég fengi líka að sofa hjá manninum sem bæjarstjórinn sefur hjá...."
Snéri mér svo við og stóð þá augliti til auglitis við manninn sem bæjarstjórinn sefur hjá.....
Hvað gerði ég? Ég sagði "hæjjjj" og brosti blítt til hans
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Hi hi hi .... Þú hefðir átt að kyssa hann á kinnina og taka lagið. O.M.D. hvað ég hefði viljað vera að kvitta þarna með þér! Ooog hvað með starfið, var svar í bréfinu???
www.zordis.com, 8.4.2009 kl. 16:57
hihihihih já ég hefði átt að gera það. Nei var svarið í bréfinu.....
Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 17:18
ARGH. þú getur reyndar þakkað fyrir að þetta var ekki bæjarstjórinn sjálf(ur).
hahaha ég er í kasti
Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2009 kl. 19:08
hehe Jóna! Það er hætt við að þá hefðu fasteignagjöldin hækkað eitthvað hjá mér.....
Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 19:12
Ahahahahahah... ég er í kasti....vill maður ekki bara sökkva niður úr gólfinu.... eða hvað...nei nei..... svona nokkuð gefur soldið krydd í tilveruna.... og það í boði Hrannar...
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.4.2009 kl. 19:23
Nefnilega Fanney! Mér fannst ég bara nokkuð góð að ná þó þessum viðbrögðum....
Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 22:14
Þú ert einstaklega einstök.
Steingrímur Helgason, 8.4.2009 kl. 22:24
Guð hvað þú getur komið mér til að hlægja.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2009 kl. 22:36
Hahaha...ég hefði blánað og roðnað og orðið asnalegri en ég er venjulega..haha
Ragnheiður , 8.4.2009 kl. 22:38
Takk fyrir þetta hláturskast
Sigrún Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 23:47
Ómetanlegt. Ha ha ha...
Vilma Kristín , 9.4.2009 kl. 01:43
.... Með þessu áframhaldi, þá þarf að fara að senda með þér myndavélar og upptökulið, til að ná akkúrat SVONA augnablikum! Talandi um vandræðalega tímasetningu..... :-)
Einar Indriðason, 9.4.2009 kl. 08:52
snilld
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 09:09
Nákvæmlega Einar........
Hrönn Sigurðardóttir, 9.4.2009 kl. 10:36
ha ha ha ha Það hefur örugglega verið dirtysvipur á þér þarna með pennann að vopni.
Marinó Már Marinósson, 9.4.2009 kl. 12:31
Er meirihlutinn ekki örugglega fallinn núna?
Brattur, 9.4.2009 kl. 13:18
Úbbossí !
Anna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 13:29
Hahahahaha þetta er eitthvað svona ÞÚ
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2009 kl. 10:00
Úrbídúrbí ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.4.2009 kl. 13:21
bwahahahahahahahahahahahaha nú frussaði ég sko yfir skjáinn og tengdó sem kallinn var að tala við í símann skildi ekkert í því hvað var að gerast slíkur var hrossahláturinn
Dísa Dóra, 10.4.2009 kl. 21:00
nema hvað ... hver annar hefði þetta getað verið fyrst þú varst hluti sögunnar .... snilldin ein
Rebbý, 10.4.2009 kl. 21:16
Þú ert bara fyndin...
Gulli litli, 11.4.2009 kl. 08:44
Argggggggggggg hahah hann Torfi minn hefur nú tekið þessu létt....ótrúlegt að hann hafi ekki kysst þig
Solla Guðjóns, 11.4.2009 kl. 15:19
Hann náði því ekki.... ég hljóp svo hratt út!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.4.2009 kl. 17:32
Heimta raunveruleikasjónvarp með Hrönnslunni, 24/7/52/365.....NÚNA!
Halldór Egill Guðnason, 11.4.2009 kl. 20:35
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.4.2009 kl. 22:23
ÞÚ ERT AAAAAAAAALLLLLGJJJÖÖÖÖÖRRRRRT ÆÆÆÆÆÆÐÐÐÐIIII !!!!!!!!!!!!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.4.2009 kl. 04:10
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.4.2009 kl. 13:39
Hvar ertu ????
www.zordis.com, 15.4.2009 kl. 13:57
Úti í góðaveðrinu....
Hrönn Sigurðardóttir, 15.4.2009 kl. 15:48
Barasta snilldin ein.
Helga Magnúsdóttir, 15.4.2009 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.