7.4.2009
Í dag var vor...
...og ég fór í langan göngutúr með Stúf Stubbalings. Ég áttaði mig náttúrulega ekki á því að það væri vor fyrr en umb. 30 mín. eftir að ég lagði af stað - klædd eins og vetur.......
Ég var svo að tína af mér vettlinga, húfu, úlpu, hálsaskjól og ég sver það - ef ég hefði verið í bol innan undir peysunni þá hefði ég farið úr henni líka. Ég spáði alvarlega í það að fleygja mér í tjörnina á eftir Ljónshjartanu þegar hann öslaði þar yfir og fékk sér vel að drekka í leiðinni! En svo áttaði ég mig á því að hafmeyjur láta náttúrulega ekki sjá sig í tjörnum Það er erfitt að vera svartur hundur í hita - skárra er þó að vera föl tík!
Það stóð svo heima þegar ég var rétt nýlent kom rúmið sem ég fjárfesti í um helgina. Mömmusinnardúlludúskur var vitanlega fenginn til að setja það saman og nú liggur dýnan sem er made by NASA og var ca. 2 cm. á þykkt þegar hún var tekin upp og blæs út! Þetta endar með því, ef hún fer ekki að slá af, að ég þarf stiga til að komast upp í rúm! Þá fleygi ég mér ekki undir rúm heldur upp í loft Ég er líka harðákveðin í því að lengja svefntíma minn úr átta tímum í tíu - nú, þegar, strax!!
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
en spennandi... þú verður að segja frá hvað þig dreymir fyrstu nóttina í nýja rúminu!
Vilma Kristín , 7.4.2009 kl. 22:03
Til lukku með nýja húsgagnir og láttu okkur svo vita hvernig er að vera hætt að sofa undir rúmi
Dísa Dóra, 7.4.2009 kl. 22:12
NASA?....þú svífur þá kannski til karlsins í tunglinu í draumi Til lukku með með nýja "völlinn"
Sigrún Jónsdóttir, 7.4.2009 kl. 22:23
Hálsaskjól?
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2009 kl. 22:53
Næst ferðu bara í bikini, og hefur með þér föt í bakpoka. - Það verður spennandi að vita hvernig þér finnst að sofa svona uppundir lofti. Ég tala nú ekki um ef þú ert lofthrædd, sem þú ert náttúrulega ekki.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2009 kl. 22:56
Þú ert sjálf yndi
Ragnheiður , 7.4.2009 kl. 23:40
Svona prinsessu syndrom ... vonandi setur þú ekki baun undir rúmm því þá sjá allir hinir að þú ert prinsý.
Vor í hjarta og vor í skinni, það á líka við um skagann minn ... Ætla doppa mig niður og segi til lukku með beddann þinn.
www.zordis.com, 8.4.2009 kl. 06:51
Þú verður að fá þér svona blæjutjald yfir nýja rúmið og vera eins og prinsessan á bauninni. Kominn snjór aftur í dag svo klæddu þig nú vel.
Auður Proppé, 8.4.2009 kl. 07:13
Dreymdi ekki neitt sem ég man eftir. Soldill svona hótelfílingur! Eða Nasa fílíngur :)
Hálsaskjól - kemur í staðinn fyrir trefil - heilt stykki sem ég smeygi yfir hausinn niður á háls.......
Lilja! Góð hugmynd!
Takk Ragga
Zordis ég reyni að halda þessu leyndu....
Geri það Auður!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 08:35
Sundballet með Stúf stúf stubbalings, nakin í tjörninni.Er tjörnin nokkuð rétt hjá sýslumanninum?það kostar nefnilega 10.000 að leifa hálfri pullu á Selfossi svo það gæti verið að þú yrðir sektuð.Nema þú sannfærir sýsla um að þetta sé list.Ég gæti svo sem sent þér smart sundbol
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:37
Hmm... sko... ef þú notar "hvíta" sundbolinn.... þá ertu ... tæknilega séð ... ekki nakin.... (þó svo að hann verði pínulítið glær við snertingu við vatn...)
Einar Indriðason, 8.4.2009 kl. 10:52
Það er sko alveg spurning hvort við drekkum ekki kaffið í rúminu næst þegar ég kíki í heimsókn....
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.4.2009 kl. 11:33
Er ekki vorið besti árstíminn? Keyrði austur um allar sveitir í fyrradag - allaleið austur á Höfn. Sá þar bæði hreindýr hlaupa yfir veginn og stökkva yfir girðingar og stuttu síðar nokkrar lóur fljúga yfir bílinn.
Svolítið eins og veðrið, vor í gær - alhvít jörð í morgun. En vorið kemur :-)
Sigurður Ingi Jóhannsson, 8.4.2009 kl. 11:50
Vorið ER tíminn Ingi! Ekki spurning :)
Ég veit Birna Dís. Það þarf að fara soldið varlega í kringum sýslumannsstúfinn :Þ
Einar! Ég fæ þig til að segja sýsla sögur á meðan!
Fanney! Ertu klikk?? Veistu hvað mublan kostaði?? Ég á ekki orð.... kaffi í rúmið....
Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 12:25
Ég hafna þessu rúmi ef þú getur ekki sofið undir því.
Skila.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2009 kl. 12:42
Þú drepur mig kjélling.
Fljúgandi Jakob með stílbragði
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2009 kl. 12:43
Ég vissi að það kæmi að því að einhver sæi djókið!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 13:55
Botna ekkert í þessari færslu.
Þröstur Unnar, 8.4.2009 kl. 15:35
Til hamingju með rúmið, svo ertu að drepa mig af hlátri.
Svo hefur þú svo ansk góðan húmor.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.4.2009 kl. 16:39
Takk Katla mín ;)
Það er allt í lagi Þröstur. Það er ekki öllum gefið að skilja mig.
Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 16:41
"kæri sýsli... núna þegar Hrönn hafmeyja hefur ákveðið að ástunda sína reglubundnu hafmeyjutakta.... þá skal það sérlega tekið fram, að tæknilega, þá er hún fullklædd, þó annað virðist vera upp á borðinu. hmm... undir yfirborðinu? hmm... Sjón er sögu ríkari? Hmm.... Jú, sko, sjáðu til, þetta er nefnilega klæðnaður úr sérlega vatnsvörðu efni... efni þetta er þeim eiginleikum gætt að það hrindir frá sér vatni, en breytir um lit meðan vatn er nálægt. Færustu efnafræðingar DuPont verksmiðjanna á Kópaskeri eyddu mörgum árum í ítarlegar rannsóknir á þessu efni, áður en talið var óhætt að hleypa því út til neyt-anda. Nei, Hrönn er ekki önd, ef þú skyldir hafa haldið það. Bara til að taka það sérlega fram. Efni þetta þarf að meðhöndla sérstaklega, og þá smýgur það ... hmm... rennur? ... hmm... siglir? .... hmm... þýtur.... Ah, já... Þýtur það í gegnum vatnið á tvöföldum hljóðhraða.... Þess vegna koma bylgjur, sko, þegar synt er í þessu efni... Það er jú hljóðið að fara í gegnum hljóðmúrinn í vatninu...... Ekki sofna, ég er rétt að byrja að segja þér smá sögu..... "
Einar Indriðason, 9.4.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.