5.4.2009
Björn Bjarnason
Alla síðastliðna viku hef ég drukkið grænan sjeik að hætti Himneskrar hollustu! Fyrsta morguninn fékk ég mér bara lítinn sopa og kyngdi afar varlega, nánast eins og ég væri að gera eitthvað allt annað..... og ég get sagt ykkur að þetta var svo vont að ég nánast gerðist dóni og spýtti öllu út úr mér aftur. Ég allavega uppgötvaði af hverju Solla í HH er alltaf á útopnu - hún er að finna sér verkefni til að komast undan því að drekka þetta ógeð
Svo, af því að ég er svo dönnuð og kann ekki við að standa í mínu eigin eldhúsi og skyrpa, breytti ég aðeins uppskriftinni, setti bara ávexti sem mér finnast góðir - ásamt spínatinu og vatninu og þvílík innspýting! Ég storma allt að sex kílómetra á dag með Ljónshjartað lafmótt í eftirdragi, sit og prjóna til kl. 2 á nóttunni, meira að segja hef ég, bara í þessari viku, prjónað tvo hæla og var þó rekin úr þeim handavinnutíma sem hælaprjón var kennt.....
Það var nefnilega þannig að ég fór, í þeim tíma, að velta fyrir mér sögninni "að auka í" og beygingu hennar...... bað síðan handavinnukennarann, og átti verulega bágt með mig, að hjálpa mér að jóka í sokkinn sem ég að prjóna..... Hún hafði einhvern veginn engan húmor fyrir þessum, að sjálfs míns mati, bráðskemmtilega orðaleik Hvað er þetta eiginlega með kennara og kímnigáfu? Kannski var skýringin bara sú að það átti ekkert að auka í þennan sokk? Ég þarf að taka þessa umræðu upp við viðkomandi handmenntakennarara einhvern tíma í góðu tómi!
Ég veit samt ekki alveg hvað ég á að gera við þessa tvo hæla sem ég prjónaði.....
Ég er að lesa bókina Petite Anglais, það rifjast ýmislegt upp fyrir mér við þann lestur.... m.a. það hvað ég er þakklát fyrir að þurfa ekki lengur að umgangast leiðinlegasta mann hérna megin Alpafjalla
Athugasemdir
Það vilja ábyggilega margir hafa tærnar þar sem þú hefur hælana. Ég tel því næsta líklegt að barist verði um hælana.
Hvað er þetta með fyrirsagnirnar þínar Hrönn ? Ég er að reyna að gleyma manninum.
Anna Einarsdóttir, 5.4.2009 kl. 16:07
Háir eða lágir hælar?Eða hælar handa BB?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:22
Þú ert svo mikil dúlla Hrönnsla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2009 kl. 16:28
Þú notar hælana auðvitað sem pottaleppa!
Einar Indriðason, 5.4.2009 kl. 16:36
Vitaskuld.... og á þá klára í næstu búáhaldabyltingu
Anna! Ég nota þessa fyrirsögn þegar ég veit ekki hvað ég á að segja..... mér finnst það eitthvað svo mikið við hæfi
hahah Birna Dís.
Jú Jenný! Mér er sagt það....
Hrönn Sigurðardóttir, 5.4.2009 kl. 16:41
hér kem ég og hæli þér á hvert reipi og get ekki annað....
Vonandi c ég þig á morgun....:))
Fanney Björg Karlsdóttir, 5.4.2009 kl. 18:05
BB og hælar ... KNús á þig mín kæra! Bara snilld :-)
www.zordis.com, 5.4.2009 kl. 21:37
Ég ætla nú bara að hæla þér fyrir ritsnilldina
Dísa Dóra, 5.4.2009 kl. 22:12
ja hérna, en með þessa tvo hæla, væri ekki ágætis ráð að bæta táslum við?
Auður Proppé, 6.4.2009 kl. 05:05
Leit við og naut lestursins að vanda.
Takk fyrir hlátursskammt dagsins mín kæra.
Marta B Helgadóttir, 6.4.2009 kl. 11:04
hehehe... mig langar nú bara til að hæla þér smá
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2009 kl. 11:29
Þú ert yndisleg
Sigrún Jónsdóttir, 7.4.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.