Lýsandi dæmi...

....fyrir óvönduð vinnubrögð!

Ég skráði mig í sjálfstæðisflokkinn fyrir einhverjum árum síðan til að reyna að hafa áhrif á að Árni Johnsen næði ekki kjöri inn á þing. Það fór nú eins og það fór og tímar liðu....

Í kvöld, mjög seint.... skv. mínu tímatali, fékk ég afar undarlegt símtal! Af tillitssemi við hlutaðeigandi verður nöfnum í þessar frásögn breytt og ef þið teljið ykkur þekkja einhvern skv. lýsingu þá skal það tekið fram að það er ekki mjög líklegt að það sé rétt!

Sumsé - síminn hringir seint um kvöld, ég er hálfdottandi yfir sjónvarpinu og í raun aðeins hársbreidd frá því að vera sofandi undir rúmi. Í símanum er maður sem kynnir sig sem.... köllum hann bara Ólaf og segist vera að hringja vegna yfirvofandi prófkjörs bláu handarinnar. Hann hringi fyrir ónefndan sveitarstjóra í Rangárþingi...... ehemmm svara ég ennþá hálfsofandi..... "Ólafur spyr mig hvort ég sé búin að gera upp hug minn varðandi þátttöku í væntanlegu prófkjöri og ég vakna aðeins betur. Svara því játandi. "Ólafur" spyr mig þá hvort ég sé tilbúin að kjósa ónefndan sveitarstjóra í Rangárþingi og ég, á þessum tímapunkti glaðvöknuð, svara NEI, alls ekki! Bara hreint ekki.

"Ólafur" spyr þá hvort ég viti hvað hug "Sigurjón" beri til yfirvofandi prófkjörs og sveitarstjóra í Rangárþingi....... 

Það var þá sem ég missti kúlið! "Sigurjón"! Endurtók ég og virkaði bara virkilega heimskuleg, þó ég segi sjálf frá...... 

Já - hann er skráður til heimilis þarna hjá þér... sagði "Ólafur"

Hægt og sígandi kveikti ég á perunni og svaraði fremur Hrannarleg.... Já - nei "Sigurjón" leigði í kjallaranum endur fyrir löngu og ég hef ekki hugmynd um hvaða hug hann ber til prófkjörs bláu handarinnar og sveitarstjóra Rangárþings!!Ætli þú verðir ekki bara að hringja í hann og komast að því!

Mitt fyrsta verk í fyrramálið verður að skrá mig úr þessum flokki. Ég græði á daginn og grilla á kvöldin algjörlega á mínum eigin forsendum.

Spáið í vinnubrögðin á þessu heimili! Að skrá mig ekki úr bévítans flokknum um leið og Árni -sjálfvirkur sleppibúnaður- Johnsen komst á þing!

Make love not war Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

He, he... vonandi nærðu að sofna eftir þetta uppistand!

Vilma Kristín , 12.3.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - nú er ég nefnilega glaðvöknuð!!  :)

Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jei !  Þú ert að þroskast Hrönn. 

Mér finnst það argasta frekja þegar frambjóðendur eru að hringja í mann heim.  Það er vísasta leiðin til að maður kjósi viðkomandi ALLS EKKI. 

Anna Einarsdóttir, 12.3.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er ég bit.  Sko á að þú hafir látið skrá þig í flokkinn, múhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 00:00

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega Anna! Það er einhver öruggasta aðferðin til að maður kjósi viðkomandi EKKI!!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 10:23

6 Smámynd: M

Það er mikið að þeir spyrji ekki um þennan undir rúminu

M, 13.3.2009 kl. 10:44

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

segðu

Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 11:03

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er náttúrulega bölvað klúður....menn og konur...allir ættu að vita að enginn vill láta kenna sig við flokkin eftir að ÁJ komst inn og alls ekki núna  

Solla Guðjóns, 14.3.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.