11.3.2009
Björn Bjarnason
Ég er atvinnulaus hálfan daginn.... Hinn helminginn af deginum vinn ég hjá einhverjum af bestu byggingaverktökum Suðurlands. Ég sagði meira að segja, um daginn þegar hringt var að rukka einhvern fjárann, að þeir væru bara svo indælir að það ætti ekki að rukka þá! Það virkaði
Það eina sem dregur mig niður eru öll þessi nei sem ég fæ við atvinnuumsóknum. Við síðasta nei varð ég til dæmis svo þreytt að ég svaf allan daginn. En það hlýtur að komast upp í vana - að fá nei alltsvo. Annars hætti ég bara að sækja um vinnu og einbeiti mér að því að framfærsluvísitalan verði reiknuð út svo hægt sé að lifa af þessum bótum!
Það er ekki alslæmt að vera atvinnulaus - allavega ekki hálfan daginn! Eftir hádegi get ég til dæmis gert marga hluti sem ég var alltaf að rumpa af í "góðærinu" vegna þess að þá var ég alltaf að flýta mér. Nú hef ég tíma til að njóta samvistanna við sjálfa mig og Ljónshjartað. Ég fer í langa göngutúra eða rix......um hábjartan dag, ég baka, ég fer á nytjamarkaðinn eða í bókasafnið og hef bara pretty góðan tima. Ég hef líka farið í súpu í hádeginu í næsta hús þar sem opnuð hefur verið þjónustu og nýsköpunarsmiðja fyrri atvinnulausa. Á morgnana og eftir hádegi eru fyrirlestrar og námskeið af ýmsu tagi. Þarna er upplagt tækifæri fyrir atvinnulausa að hittast og forðast félagsfælni. Í dag var ég til dæmis á námskeiði um græna garðyrkju og hvernig ég gæti úbúið moltukassa í garðinum hjá mér.
Það sem undrar mig hinsvegar er að ég var sú eina sem mætti! Ekki að það hafi verið neitt slæmt - ég réði algjörlega umræðuefninu og fór náttúrulega inn á alla þá þætti í garðyrkju sem ég hef áhuga á og lét hina bara eiga sig. Ég var virkilega margs fróðari eftir daginn.
Hvar eru þessir ríflega þúsund manns sem eru á atvinnuleysisskrá hér?
Athugasemdir
Sko, ég þarf alltaf að sjá einhvern bjánagang út úr öllu..sorry..þú getur blokkað mig eftir að ég hef fengið svar við þessari arfavitlausu spurningu...
Þú ert hálf atvinnulaus...í súpumiðstöðinni fyrir atvinnulausa..:
Færðu þá hálfan súpudisk ?
*flúináfeisbúkk*
Ragnheiður , 11.3.2009 kl. 19:58
hahahah! Ábyggilega væri það þannig ef allir kæmu. Og hálfa brauðsneið....
....og fengi bara að segja hálfar setningar!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2009 kl. 20:10
Gaman að vera einn á námskeiði.. hmm... skrítið ef fólk er ekki að nýta sér svona góða þjónustu
Vilma Kristín , 11.3.2009 kl. 21:21
Hálf kona með hálfan húmor hehhehe ég sendi þér hálft kíló og knúsum og litlum draumalúsum sem tákna auð að eilífu!
Jebb .... Molto bene!
www.zordis.com, 11.3.2009 kl. 22:04
Hrönn mín, ég veit að það er erfitt að vera án atvinnu, en einsog þú segir þú hefur þó góða vinnu hjá inndælum strákum hálfan daginn. Geturðu ekki huggað þig við að alveg eins og lífið er tímabundið ástand, algerlega, þá er svona smáatvinnuleysi líka tímabundið og bara málið að gera það besta úr því, eins og mér sýnist þú ei nmitt vera að gera! Þú finnur leið, hvenær hefurðu ekki fundið leið, mdaddama, fröken, kelling, frú?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:13
Tækifæri til að hittast ? Þú verður bara að hafa spegil með næst.
Hvernig er það annars með Björn Bjarnason ? Ertu umboðsmaður ?
Anna Einarsdóttir, 11.3.2009 kl. 23:11
"Blessaður". Já blessaður. "Hvað er að frétta?" Allt gott. Nóg að gera? Já, já. Hvað svona helst? Tja, ég er svona "hálfatvinnulaus". Já, það er nú aldeilis gott að heyra. Er það?..... Nei ég segi bara svona. Það var einhvern veginn svo upplífgandi að heyra hve vel þú barst þig................
Halldór Egill Guðnason, 12.3.2009 kl. 02:51
Hvernig er það með hálfatvinnulausa, fá þeir þá bara hálfar atvinnuleysisbætur eða engar? Flott hjá þér að drífa þig á fyrirlestra, ég held einmitt að mörgum sem missa vinnuna sé hætt við að loka sig inni og verða félagsfælnir, finnst þetta skömm sem það er alls ekki. Það eru svo margir í sömu stöðu, en skiljanlega er þetta niðurdrepandi ástand.
Auður Proppé, 12.3.2009 kl. 07:41
Solla Guðjóns, 12.3.2009 kl. 08:33
hmmmm ætli svona "bara" dama í fæðingarorlofi gæti nýtt sér þjónustuna þarna þó hún sé nú ekki beint atvinnulaus? Gæti þá kannski þjálfað félagsfælnina frá þér
Dísa Dóra, 12.3.2009 kl. 10:40
Flott að vera ein á garðyrkjunámskeiði Hrönn mín. Og göngutúrarnir með Ljónshjarta gera bæta örugglega heilsuna, eða framlengir gott úthald. Svo fer að vora að þá verður skemmtilegra að ganga. Alltaf stutt í húmorin hjá þér mín kæra. Knús á þig. Svo hefurðu náttlega meiri tíma til að hugsa um Ddaginn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2009 kl. 10:47
Hvar eru hinir?Hálf-atvinnuleysinginn þinn.Ekkert lítið flott að fá einka-garðyrkjunámskeið.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:01
Ég sé þetta fyrir mér:
Hrönn gengur um og lætur sér leiðast. Sér svo skilti: "Agúrkur til sölu". Hrönn kíkir inn. Þar sér hún garðyrkjumanninn sem á sér einskyns ills von. Hrönn segir góðan dag við garðyrkjumanninn. Hann tekur undir. Og ... áður en hann veit af, þá er hann farinn að halda fyrirlestur yfir Hrönnslunni.....
Og þar með er kominn...... einkakúrs í garðyrkju......
Og eftir stendur (eða situr) ... vankaður garðyrkjumaður.....
:-)
Einar Indriðason, 12.3.2009 kl. 12:04
Ef ég væri að halda námskeið fyrir fólk..kannski atvinnulaust fólk..þá myndi ég bara vilja hafa Hrönn eina og sér og hina alla sem mæta reyndar ekki...saman í hóp.
Hrönn er nefninlega á við nokkra Birni Bjarnasyni í húmor. Held það þurfi svona 78943 Birni til að komast í halfkvisti við þessa hálf atvinnulausu konu í húmor. Hvað Björn kemur svo málinu við hef ég ekki áttað mig á enda al atvinnulaus og þar af leiðandi algjör!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.