Björn Bjarnason

Ég er búin að vera með lag á heilanum í allan dag en það var ekki fyrr en nú undir kvöld að ég áttaði mig á því að ég botna ekkert í textanum. Hugsanlega man ég ekki textann rétt - það hefur komið fyrir mig stöku sinnum áður......... ef svo er gef ég út plötu með mismunuðum textum Tounge

Textinn sem ég hef sönglað með sjálfri mér og hamingjunni í allan dag er svona: "Ég er seinheppinn maður, það sést bezt á því, hve sjaldan ég dett og fer á fyllerí.........." Held að Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi sungið þetta á sínum tíma. Allavega syng ég þetta eins og hann.......

Nú er mér spurn - hvernig getur það flokkast undir seinheppni að detta sjaldan? Annað hvort er ég að misskilja orðið seinheppinn og þá líklega líka orðið seinþreyttur - að vera, eins og ég Tounge seinþreyttur til vandræða, hélt ég til dæmis að þýddi að það mætti bjóða mér ýmislegt áður en ég yrði til vandræða alveg eins og ég stóð í þeirri trú að það að vera seinheppinn þýddi að vera sjaldan heppinn........

....ef hins vegar það að vera seinheppin þýðir að detta sjaldan þá þýðir líklega það að vera seinþreyttur að verða ekki þreyttur fyrr en snemma á morgnana.....

Still following? Ekki?

Þið getið kannski leiðrétt textann fyrir mig svo ég geti sungið hann rétt á morgun. Muniðið eftir laginu: Aha - ójá, eins var líka settur hæll undir tá?

Tounge Náði ykkur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Alveg rétt sungið hjá þér.. en sennilega tengist seinheppninn seinni tveimur línunum í erindinu... sko þessu með að hann lendi alltaf í steininum þá sjaldan hann dettur í það :)

Ég er seinheppinn maður það sést bezt á því,

hve sjaldan ég dett og fer á fyllerí.

Þótt aldrei geri ég öðrum neitt mein,

ég alltaf er tekinn og mér stungið í Stein

Vilma Kristín , 23.2.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aaaaaaa..... ég vissi að það vantaði eitthvað.. :)

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Björn Bjarna hvað??

Þú og þínar yndislegu pælingar

Seinhepnin er reyndar tíunduð í hverju erindinu á fætur öðru.  Bæti hér öðru erindi við það fyrsta frá Vilmu:

Og kvenfólkið leikur mig líka svo grátt,
að líf mitt er dapurt, þá ég fer í hátt.
Ef ætla ég skvísu að húkka með heim,
hún hendist í burtu og stundum með tveim.  (Stundum með tveim)

Sigrún Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha ég hef nóg að syngja á morgun......

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djöfull ertu með glataðan músíksmekk kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.2.2009 kl. 00:05

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ha ha bara góð 

Anna Ragna Alexandersdóttir, 24.2.2009 kl. 00:16

7 Smámynd: Ragnheiður

þetta lagðist á heilann á mér

aha- bar´að hann hangi þurr

Skýringuna tel ég þá að ég var á leið að labba með Lappa. Ég er annars vonlaust keis í svona textum..man þá bara alls ekki

Ragnheiður , 24.2.2009 kl. 00:17

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Seinheppin = Lengi að fatta hvað þú ert heppin. Jafnvel búin að gleyma því þegar þú fattar. Fattaru?

Halldór Egill Guðnason, 4.3.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband