11.2.2009
Ég held ég hafi sagt það áður....
....kreppan er ekki að öllu leyti alslæm!
Ég get tekið sem dæmi að svæði sem áður var búið að skipuleggja byggð á, standa enn auð og ósnortin... ég get rölt þar með vitleysingana án þess að stórir vörubílar stofni lífi mínu - og þeirra í hættu. Ég get litið í góða bók eftir hádegi, eða bara lagt mig í klukkutíma, eða svo, ef mér finnst ég þurfa þess....
Hlín hrekkjusvín er að lóða og hvílíkar skapgerðarbreytingar. Hún getur engan veginn verið einsömul, stendur með höfuðið á hnjánum á mér allan morguninn á meðan ég vinn, eins og það er nú þægilegt...... og grætur og hrín ef mér svo mikið sem dettur í hug að fara út í búð og skilja hana eftir "eina" Svolítið lýsandi fyrir karaktera hrekkjusvína........ ekki satt? Ég spurði mömmusinnardúlludúsk, sem formlegan eiganda hrekkjusvínsins, í dag hvursu lengi þetta ástand stæði yfir. Hann benti mér á að ég ætti að vita það fremur en hann.... Ég sagði honum þá vitaskuld, blákalt og horfði beint í augun á honum á meðan, að ég væri ekki tík Hann þorði ekki að svara því.... Einhver sem veit hvað tíkur lóða lengi?
Einhversstaðar las ég á bloggi að "þessir mótmælendur" - þið skynjið tóninn - væru fólk sem ekki nennti að vinna og ætti það sameiginlegt að borga enga skatta. Well - það er eitthvað það vitlausasta sem ég hef lesið - lengi...... því, svo fáránlegt sem það er þá þurfa þeir sem ekki "nenna" að vinna að leggja fram skattkortið sitt til vinnumálastofnunar - sem bæþevei - ég hef reynt að ná í frá mánaðarmótum til að fá skýringar á ýmsu. Spurning hvort ég byði ekki fram vinnukrafta mína ef ég næ einhverntíma í gegn og hreinlega mundi "nenna" því
Nú á ég bara eftir að finna út hvernig ég læt þessar fargings bætur duga fyrir mínum skuldbindingum. Sem eru nú svosem ekki rosalegar. En það eru bæturnar ekki heldur......
Athugasemdir
jussus minn kona, ekki hissa að drengurinn þori ekki að svara...!! Ég veit ekki hversu lengi tíkur eru á svona standi, en mér fannst það standa lengi yfir þegar tík vinkonu minnar var í þessu...amk var það laaaaangur tími fyrir gamla íslendingsblendinginn sem hún átti líka...hann var 13 ára og þetta stand á tíkinni varð honum næstum að aldurtila...!!! Ég hef ALDREI séð annað eins, hvorki fyrr né síðar!
Knús, S.
SigrúnSveitó, 11.2.2009 kl. 22:09
Tíkur eru að jafnaði á lóðerí í 2-3 vikur, á ca. 6 mánaða fresti, getur verið breytilegt eins og hjá okkur kvenfólkinu. Tinna mín er á lóðerí núna, ég skil þig
Auður Proppé, 11.2.2009 kl. 22:34
Allir borga skatta. Líka öryrkjar. Og ellileyfeyrisþegar. Jájá.
Tík á lóðaríi? Ertu ekki að fokking kidda í mér?
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 23:38
Fólk sem "nennir" ekki að vinna með tíkur á lóðaríi Það vantar hjálp við Seðlabankann
Ég veit ekki hvernig nokkur lifandi manneskja getur látið atvinnuleysisbætur duga, fyrir lágmarksframfærslu....hvað þá ef skuldir eru annars vegar
Sigrún Jónsdóttir, 12.2.2009 kl. 00:03
Ég tók það upp hjá mér að sækja um vellaunað starf núna áðan & ef að ég fæ 'djobbið' þá færð þú mína 'tíund' fyrir þínar frábærar færzlur & uppskrippt af bollum.
Af því að ég veit jafnvel & meðalgott karldýr að tíkur lóða endalauzt þá fær 'dúzkurinn' 12 af 10 mögulegum fyrir lángbeztu beturvitandi þöggunina.
Steingrímur Helgason, 12.2.2009 kl. 00:16
HAHAHAHA
Solla Guðjóns, 12.2.2009 kl. 00:30
Hahahaha ég skal spyrja dóttur mína í hádeginu verðandi dýralækninn, og ef hún veit það ekki þá spyr ég næstum tengdadóttur sem er starfandi dýralæknir.
En ég þori ekki að hlæja að hinu.... þessu með tíkina sko!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2009 kl. 12:20
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:25
Held þær lóði bara þangað til þær fá eitthvað
Btw, kem stundum hérna við þó það sjáist ekki.
kv
Þröstur Unnar, 12.2.2009 kl. 15:14
gangi þér vel að láta enda ná saman kæra hrönn, allir á sama báti !
KærleiksLjós frá mér
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 15:37
Veit ekki um tíkur, en ég lét taka læðuna mína úr sambandi eftir að hún hafði einu sinni orðið breima. Ég elska þessa kisu en það munaði engu að ég kyrkti hana.
Helga Magnúsdóttir, 12.2.2009 kl. 20:10
He, he... að mótmælendur séu fólk sem nennir ekki að vinna... en fyndið! Ég myndi einmitt segja að það væri akkúrat öfugt... þeir sem vilja vinna eða þeir sem eru enn með vinnu mæta og mótmæla... þeir sem nenna ekki að vinna nenna ekki heldur að mótmæla, það er bara svoleiðis.
Vilma Kristín , 12.2.2009 kl. 22:43
Buhu...bara ef þú gætir lokkað Davíð' út úr Seðlabankagryfjunni...og sest þar að sjálf...þá myndi ég nenne að skoða launin mín....og hætta að hafa áhyggjur af þér kona!!!
Vera bjartsýn þótt það sé djöfull erfitt...bannað að vera lopasokkur...það kemur alltaf dagur eftir dimma nótt...
Bergljót Hreinsdóttir, 12.2.2009 kl. 22:47
Settu Hlín hrekkjusvín í pampers .... Er að finna leið heim fyrir júnó! Og sendi þér dúsin pampers með (ok djók) en í alvöru er á fullu að hössla far fyrir sjarmerandi sígauna ... (ok líka djók)!
Knús á þig og lots of love!
www.zordis.com, 12.2.2009 kl. 23:25
Elsku hjartans Hrönn mín.: Er þetta pólitík sem þú átt? Ef svo er, blæðir þeim endalaust! Fékk mér nýjan hund um daginn. Það er sko "SJÉFFER" (Minn svo mikið matsjó) Rakki í þokkabót og svona einstaklega geðgóður og prúður í allri umgengni. Skilur nánast samstundis ef eitthvað má eða ekki. Óskandi að þeir sem stunduðu pólitíkina (Vonandi ekki þína) skildu eins vel og þessi frábæri hundur hvað má og hvað ekki má. "By the way.: Kreppan er slæm, en hún varir ekki að eilífu. Það er bara þetta tímabil fram að "Eilífu" sem getur verið svo djöfull erfitt að brúa, en þú ferð nú létt með það, það er ég viss um. Taktu bara ekki Haarde á þetta. Þá gerist akkúrat ekki neitt.
Halldór Egill Guðnason, 13.2.2009 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.