Nú verður tekinn upp þráðurinn með ljóðagizk.....

Mér fannst þetta við hæfi........ 

          byltingin er á bömmer
          og frelsið er bara flipp
          hatursfullar raddirnar búa ekki lengur
          yfir þeirri hlýju sem yljaði
                                       viskírótum hjartans
          byltingin er á bömmer
          og frelsið er bara flipp ...
          Við erum ekki í lit
          heldur svart-hvítir skuggar
                             hvers annars
          það er ekkert töff að vera til
                             allir sigrarnir sem við töpuðum
          í rauðeygu myrkrinu eru fyrir bí
          byltingin er á bömmer
          og frelsið er bara flipp
                    og þeir sem fjárfestu
          í sál þinni eru löngu farnir á hausinn
          eða stungnir af með sjóðina.

Og spurningin sívinsæla er: Hver orti og hvenær?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki grænan grun, en þetta er nokkuð gott. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Auður Proppé

Ég veit ekki eftir hvern en gæti hafa verið ort fyrir þó nokkru síðan, notar einhver orðið flipp lengur?   Bíð þolinmóð eftir svari, ekki góð í ljóðagizki.  Mana Millu þegar hún kemur inn.

Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: www.zordis.com

veit ekki ... en ég veit svo sem ekki margt þótt sumt af því sé vitsamleg vizka ....

www.zordis.com, 10.2.2009 kl. 13:57

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð og sæl Hrönn, ég fékk skilaboð frá Auði um ljóðagizk á þinni síðu.
Ég er nú eigi bloggvinur þinn, en tek mér það bessaleyfi að taka þátt.

Tel þetta vera kveðið 1978-80 og það er eftir Einar Már Guðmundsson.
Heitir: ,, Sendisveinninn er einmanna."

Hvort sem ég hef rétt fyrir mér eða ekki þá við kemur þetta ekki Zordís mín að vita ekki margt.
Þetta er bara það sem maður fær hamingju út úr og þar af leiðandi hobbý að mínu mati.

Knús á línuna og fyrirgefið innlitið
Milla
.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 16:22

5 Smámynd: www.zordis.com

Já, ég veit það Milla mín ... hins vegar er ljóðaþekking og ást á þeim efnum fólki til vits og visku. Vel lesið fólk getur verið svo ansi skemmtilegt en það er að sjálfsögðu mjög persónubundið.

Ég þekki eina konu sem les undir rúmmi, les mjög mikið, er algjört vizkustykki og hrikalega skemmtileg og fyndin.

www.zordis.com, 10.2.2009 kl. 17:34

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er skemmtilegt, les hún undir rúmi?
Veistu að vel lesið fólk getur líka verið afar háfleygt og hundleiðinlegt.
Knús á þig
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2009 kl. 17:47

7 Smámynd: Vilma Kristín

Ljóð? Þar fórstu nú alveg með það... Ef það er eitthvað sem ég les ekki eru það ljóð... nema stundum svona gamaldags ljóð, þú veist rím, stuðlar, höfuðstafir og það allt... Svo ég get ómögulega giskað á þetta :(

Vilma Kristín , 10.2.2009 kl. 20:19

8 identicon

Ekki grun um það en ég SÖNG ÞETTA..ÉG er kominn í gospelkór.Kem austur við tækifæri og syng gospell á þig.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:41

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jey! Birna Dís. Það líst mér vel á.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 20:58

10 identicon

Þegar dró að lokum áttunda áratugarins tók að draga verulega úr hinni pólitísku afstöðu í ljóðum ungra skálda, uppreisnarandinn varð sífellt fjarlægari. Einar Már Guðmundsson kvað

Þetta er nú allt of auðvelt með hjálp Google...

Inga frænka (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:39

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...svindlari ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 21:42

12 identicon

Eru reglur? Ég nota bara það sem er fyrir framan mig - sama tæki og spurningin er borin fram í ... það hlýtur að vera í lagi...

inga frænka (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:46

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvusslax svindl er að gúggla þetta, - þá er engin getraun... þá er bara spurning um hver er fljótastur að gúggla....?!

Ég var reyndar komin með svarið áður en ég las gúgglsvarið: Sú eina sanna,  - sem lætur bollurnar hefast á meðan hún fer útí skóg að labba með Ljónshjarta og stundum fleiri, fleygir sér svo undir rúm á meðan bollurnar bakast og borðar svo með heimalagaðri sultu og nýbökuðu kaffi þegar bakstur er afstaðinn, - orti þetta. Ég trúi því meðan ég gúggla það ekki sjálf......

Grunsamlega Hrannarlegt ljóð. Lékuð þið Einar Már ykkur saman, eruð þið skyld, eða eitthvað enn annað......?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:01

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég veit ekki (hugmynd) hver orti þetta enda ekki búin að lesa....

fer að lesa...bíddu

Já ég vissi það um leið og ég fór að lesa !!!! Smellinn texti og gat þess vegna verið þinn.

10.bekkur Gunnubekkur er að setja upp söngleik eftir Einar Má.

Og alveg í trúnó ég skellti upp úr þegar ég sá athugasemd nr 6 ómæómæ.

Solla Guðjóns, 12.2.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.