Hundur í óskilum!

Ég var að lesa héraðsfréttablöðin.

Þar er mynd af 3ja til fjögurra mánaða gamalli ómerktri tík sem fannst í óskilum í fjörunni milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar.

Ferlega verð ég reið þegar ég les svona fréttir!!

Hvernig dettur fólki í hug að vera að fá sér gæludýr og þegar það nennir svo ekki að hugsa um þau að  fara bara með þau eitthvert út í bláinn og "týna" þeim þegar kemur í ljós að það er ekki bara leikur og lukka að eiga gæludýr. Lágmark að láta svæfa þessi grey. Það er ómannúðlegt að skilja þau eftir allslaus á víðavangi!!! Pinch Þetta eru nú einu sinni lifandi dýr!

Og reynið ekki að segja mér einhverja hugljúfa sögu af börnum í Biafra sem hafa þurft að þola stríð  hörmungar og hungur og byrjar á: "En litlu börnin í Afríku sem hafa ekki........." Mér þykir nefnilega ekkert vænt um börn! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Dýr eru lifandi verur og eiga jafn mikinn rétt á ást og umhyggju eins og við mannlega fólkið.

Knús til þín

Dísa Dóra, 20.12.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú getur m.a.s. látið sorglega sögu enda með hlátri....annars alveg hjartanlega sammála þér

Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 20:05

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er sannála þér með blessuð dýrin !!!

Jólakram frá mér

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

En litlu börnin í Biafra...

Segi sonna.

En heyrðu ertu ekki aðeins of fljót á þér?  Hafði hundurinn ekki hlaupist á brott og verið að leita hans?

Hvað veit ég.

En það er meira en að slegja það að eiga dýr.  Það er eins og margir átti sig ekki á því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það hleypur enginn á brott í fjörunni á milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar og hverfur....

Ég meinar hvert ætti hann að hverfa? Á milli trjánna?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þorrí, ég er léleg í landa- og fjörufræði íslenskra óbyggða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 20:55

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sé það Jenný litla - ég vona svo sannarlega að ég sé of fljót á mér - en mér segir svo hugur að svo sé ekki!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 21:15

8 Smámynd: Bullukolla

Bullukolla, 21.12.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband