Ég ætlaði að kaupa jólagjafir...

... en Kaupfélagið var fullt af fólki og ég gat ekki hugsað. Fremur en vera með einhvern yfirgang og láta rýma svæðið fór ég á nytjamarkaðinn  - hitti Svönu sem gaf mér brjóstsykur Happy sá og keypti nýtt "öryggisvesti" fyrir Stúf Stubbalings. Hlín hrekkjusvín er nefnilega búin að tæta hitt niður í frumeindir. Nú liggur nýja öryggisvestið á gólfinu og hann lítur ekki við því - og hún ekki heldur.... W00t Ég sem hélt það mundi verða algjört hit! Hugsanlega þarf hann þó bara aðeins að kynnast því - svona svipað og þegar ég kaupi mér ný föt og þau þurfa að vera inni í skáp og kynnast gömlu fötunum áður en ég get tekið þau í notkun..........Tounge

Ég keypti mér líka sófa - minn er nefnilega alveg að syngja sitt síðasta. Ég spurði Svönu hvort strákarnir myndu ekki skutla honum til mín. Hún var ekkert bjartsýn á það en sossum ekkert svartsýn heldur Tounge Ég bað hana þá að skila því til hans litla frænda míns að ef hann skutlaði ekki sófanum til mín þá yrðu jólaboðin í ár fremur þumbaraleg......... allavega hvað hann varðaði. Engin pressa samt!! Jebb - ég veit þetta heitir kúgun á fáguðu máli en ég var nú líka búin að segja ykkur að glæpagenið er allsráðandi í mér..... þannig að á mínu heimili kallast þetta bara nettur þrýstingur Joyful

Það eru sumsé fimm dagar til jóla! Ég er búin að kaupa eina jólagjöf og skrifa jólakortin og senda þau í póst. Ég hef ekki bakað eina einustu smákökusort - enda finnst mér þær ekkert spes góðar....  Ég gæti frekar notað eggin í að kasta þeim í Jón Ásgeir ef hann ætti leið hjá.... - er samt ekkert viss um að ég myndi tima því! Egg eru dýr.

Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að slá þessu upp í kæruleysi, opna einn bjór og redda jólunum seinna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ahhhhh....... þú ert svo skemmtileg. 

Anna Einarsdóttir, 19.12.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er sammála Önnu þrjúhundruðpózdnúmeruðu.

Skil ekki í því að ég hafi tekið mark á mali hennar Svönu brjóst(sykur)góðu um hvað þú værir í raun jafn leiðinlegur bloggari & þú værir víst í perzónu.  Ég hefði orðið bloggvinkona þín miklu fyrr ef hún hefði ekki logið þezzu í mig.

Öl er böl, betri eru small cookiez... (& að baka þær, náttúrlega!)

Steingrímur Helgason, 19.12.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Steingrímur Glætan spætan að hún hefði sagði það  Ég ætla sko að segj´enni hvað þú sagðir!!

Takk Anna! Þú átt nú alveg þína spretti líka

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert tær snilld

Sigrún Jónsdóttir, 19.12.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Dísa Dóra

er nokkuð annað að gera en að fara með snjóþotu og ná í sófann??

Dísa Dóra, 19.12.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Vilma Kristín

Redda jólunum seinna... endilega. Ég á eftir allar jólagjafirnar líka... allar...

Vilma Kristín , 19.12.2008 kl. 23:12

7 identicon

SKÁL

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 23:36

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert yndisleg og gleðileg jól Hrönsla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.12.2008 kl. 00:34

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef þú ert leiðinlegri í persónu en þú ert hér þá líst mér á þig.

Þú mátt alveg vera minna skemmtileg.  Stundum fer þessi síða illilega í mína magavöðva aulinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 00:52

10 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

blessuð skelltu í þig einum köldum..... jafnvel tveimur....... jólin koma..og þau fara.... og vittu til þau verða alveg yndisleg.......ég veit að ég verð með þér í huganum á Þorláksmessu og skála fyrir þér í tilefni dagsins....

Fanney Björg Karlsdóttir, 20.12.2008 kl. 02:49

11 Smámynd: www.zordis.com

Einn kaldur er nottlega bara snilld! Fáðu þér annan þegar hinn klárast. LJóshjartað og Hrekkjusvínið njóta snilldarfélagsskapar, væri alveg til í einn kaldann (núna sko ...)með þér!!!

Hvað segiru eru bara 5 dagar til jóla! Ó bój, þarf að huga að mínum ..... henda bjórnum og tylla upp trénu!

www.zordis.com, 20.12.2008 kl. 09:09

12 Smámynd: Einar Indriðason

Hvað segirðu ... áttu eftir að skreyta?  Hmm... Er ekki eitthvað stórt, forskreytt jólatré þarna?  Helst úti?  Og... áttu ekki góða sög?  Bara ekki saga seríuna í sundur.....

Einar Indriðason, 20.12.2008 kl. 10:08

13 Smámynd: Brattur

... farðu svo sjálf í öryggisvestið... áður en þú skreytir jólatréð...

Brattur, 20.12.2008 kl. 12:47

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Af hverju datt mér þú í hug þegar ég sá þessa mynd ? 

Anna Einarsdóttir, 20.12.2008 kl. 19:22

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Eða þessi ! 

Anna Einarsdóttir, 20.12.2008 kl. 19:23

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skil´ðakki

Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.