Úlpa!

Fór á mótmælin - segir maður svona? Ég ætla að byrja upp á nýtt......

Picture 027Fór og mótmælti fyrir utan Landsbankann, ásamt þó nokkrum slatta fólks, eggjalaus og molotovkokkteilalaus en Stúfur Stubbalings fékk að koma með. Hann sló í gegn - gelti hástöfum á hárréttum stöðum - og steinþagði þess á milli Tounge Spurning hvort ég leigi hann ekki út í næstu mótmæli....

Góðar ræður - sérstaklega hjá konu sem ég vissi ekki hver var fyrr en Bjarni - perla - Harðar kom og kyssti mig á kinnina og gerði hinar stelpurnar grænar af öfund þannig að hann þurfti líka að kyssa þær Happy Hugsanlega hugsar Bjarni þetta þó á hinn veginn að hann græði kossa frá öllum hinum stelpunum líka..... FootinMouth Allavega upplýsti hann okkur um það á milli kossa að konan héti Sigríður Jónsdóttir og væri frá Arnarholti.

Á leiðinni til baka hitti ég svo leynilögreglumanninn á vaktinni. Hann viðurkenndi það fúslega að hafa verið að taka myndir og hripa niður nöfn og kennitölur fólks - sagðist vera að öppdeita fælinn frá því ég kveikti í brúnni á þrettándanum hér um árið. Það hefði vantað tilfinnanlega nýjar myndir! Á mig færðist umsvifalaust heimskulegur sælusvipur þegar ég í nostalgíukasti rifjaði upp þau bernskubrek Joyful Okkur kom saman um það að það væri gott að það styttist í þrettándann. Hann spurði mig svo áður en við kvöddumst hvers vegna ég væri ekki með húfu úr því að ég hóstaði svona. Eða hans óbreyttu orð: "Hvers vegna ertu ekki með húfu bjáninn þinn ef þú ert veik?" Ég benti honum á að hann væri opinber starfsmaður og ætti ekkert með að tala svona við óbreytta borgara og hann skyldi bara passa sig á því að ég notaði ekki á hann leynivopnið mitt og kyssti hann að skilnaði Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Shit!

Þetta er nú gallinn við mótmæli "úti á landi"

Það þekkja mann allir og dugar alls ekki að hylja andlitið....

ég mótmælaþvoði lopapeysur....og urraði og hvæsti ofan í vatnið !!

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nja.... ég var nú bara að grínast með myndatökurnar og kennitöluna.... :)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Ragnheiður

Æ nó!

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ó...

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Ragnheiður

Langar þig kannski að eiga mjög einfalda vini ?

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 16:01

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...held það henti mér kannski betur.....

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 16:03

7 Smámynd: Einar Indriðason

Hérna... Hvor ykkar er með heilann núna?

(nei, bara spyr....

Einar Indriðason, 18.12.2008 kl. 16:09

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ja sko.... ekki ég..... :)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 16:11

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

ÉG. 

Anna Einarsdóttir, 18.12.2008 kl. 16:26

10 Smámynd: Ragnheiður

Ahh ég ætlaði einmitt að vísa á Önnu hehe....

Ég er nebblega bara að prjóna og ég þarf þá ekki heilann á meðan.

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 16:33

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Datt það í hug!!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 16:37

12 Smámynd: Vilma Kristín

Alltaf gaman að mótmæla

Vilma Kristín , 18.12.2008 kl. 17:57

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vonandi  hefurðu ekki brennt allar brýr að baki þér.

Helga Magnúsdóttir, 18.12.2008 kl. 19:22

14 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég hélt upp á 27 ára afmæli HSU með purusteik, brúnuðum kartöflum og rauðkáli á sama tíma og mótmælin voru.... og með tilliti til fótabúnaðarins ákvað ég að éta það með góðri samvisku....... en var í hjarta mínu á mótmælafundi......

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.12.2008 kl. 20:38

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Namm Fanney! Ég hefði líka kosið afmælið!! Af hverju var mér ekki boðið?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 21:52

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hrönnsla; þú sást í Kraftgallanum þínum með Ljónshjartað fyrir utan Landsbankann, ég get svo svarið það - í Kastljósi. Ég hélt þú yrðir drifin í viðtal, en þetta eru náttúrulega smekklaustir menn, (fréttamennirnir sko), tala bara við glæpamenn og uppljóstrara, nema hvoru tveggja sé....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.12.2008 kl. 22:17

17 Smámynd: Ragnheiður

Já já ég sá hana...verst að Ljónshjartað sást ekki alveg nógu vel en það var skottið á honum sem fékk mig til að horfa bakvið konuna í viðtalinu þó hún boðaði að vera með gat á rassinum út árið 2009

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 22:26

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég sá þig ekki,,,góndi þó rosalega......Ljónshjarta var að gelta fyrir mig ......ég vissi að hann myndi standa sig vel

Varst þú í því að kveikja í brúnni hér á árum áður  ég var einmitt að hugsa það í dag að það væri alveg hætt að kveikja í henni og þú villt ekki vita hvað ég hugsaði meira

Solla Guðjóns, 18.12.2008 kl. 22:46

19 identicon

Ég þekki leynilöggu á Selfossi.Frábær lögga og frábær maður.Örugglega verið hann sem var að laumast í mótmælunum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:23

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottur hundur ehhhhhh?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 23:37

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko mína, þetta áttu til.  Til hamingju. 

En auðvitað leggið þið ýmislegt á ykkur þarna í Legg til að geta verið að mynnast við Bjarna Harðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2008 kl. 23:58

22 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mig grunar frá frásögunni lezinni að ölfruzzandi löggimann hafi hug á að leggja niður sumar mótmælendur, en skortir sagnfræði til um að gizka á hvort að sagan gæti verið að endurtaka sig, það á mázke að vera ~mótmælendur taka sig~.

Kvur veit, ekki kaggl í sweid...

Steingrímur Helgason, 19.12.2008 kl. 00:01

23 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Varst það þú sem varst þarna með hundinn?   (varðhundinn)   

Marinó Már Marinósson, 19.12.2008 kl. 00:08

24 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sko mína, komin í mótmælagírinn.  Ég er stolt af ykkur

Sigrún Jónsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:15

25 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dáist að þér fyrir að nenna þessu

Heiða Þórðar, 19.12.2008 kl. 06:32

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Iss Jenný! Þú ert bara abbó!

Steingrímur! Hér verður ekkert upplýst...

Si Marinó! Með hálsklút og hund - maður veit aldrei hvenær maður þarf að fela sig! Það er ekki eins og maður þekkist á hundinum

Takk Sigrún og Heiða

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 07:29

27 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 19.12.2008 kl. 08:00

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe stubbalingurinn LJónshjartað hefur örugglega staðið sig feiknavel á mótmælum, heldurðu nokkuð að löggimann hafi tekið niður mynd og helstu einkenni hans ? Annar er þetta nú meira kossaflensið sem hefur viðgengist þarna í sveitinni, voru þetta ekki mótmæli???? Þetta er ef til vill það nýjasta, í stað þess að brjóta hurðir og glugga að kyssa fólk og knúsa og kremja í hel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2008 kl. 11:41

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Cesil - kallast sýklahernaður

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 11:43

30 identicon

Elsku Hrönn.  Takk fyrir allt.  Þú ert náttúrlega bara frábær og átt skilið kossa í bak og fyrir.  Þessi mynd af þér kemur mér alltaf í svo fallegt skap.  Hún er óborganleg eins og þú. 

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:35

31 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert ógeðslega fyndin Hrönn! Kemur mér alltaf til að hlægja hérna.... vil bara ekkert vera að segja þér það of oft......gætir orðið montrass :)

Heiða B. Heiðars, 19.12.2008 kl. 12:43

32 Smámynd: www.zordis.com

Monnt er ekki í Hrönnsluna barið heldur er þetta hin prúðasta mær! Yndislega ljúf og vinaleg kona sem tekur þátt í allskyns sýklahernaði! Ojjjjj segir mín 9 ára sál.

Knús og kossar (í gegn um hvítan vasaklút) ... Yndið mitt eina aujjjjvita var Ljónshjartað með voffin á réttum stað.

www.zordis.com, 19.12.2008 kl. 15:05

33 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég veit... en allur er varinn góður sko :)

Heiða B. Heiðars, 19.12.2008 kl. 15:57

34 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ert snilldarkona kona 

Marta B Helgadóttir, 19.12.2008 kl. 18:58

35 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mont? Þekki ekki hugtakið....

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 20:23

36 Smámynd: Einar Indriðason

Heyrðu!  Þú hefur eitthvað þarna!  Hvernig væri... (ok, svona eftir jól og áramót), að fólk fengi sér kvef í tonnatali... svæfi úti á svölum, í frosti og kulda... og svo þegar ... sultardroparnir fara ekki að dropa niður, heldur streyma niður... að halda þá í bæinn, og smella einum djúpum og blautum beint framan á... framan í... hmm... Alla veganna... beint á pólitíkusana!

Fá þá hóstandi og snýtandi á alþingi.  Þeir amk verða ekkert meira óskiljanlegri eftir þetta... þó þeir tali með stífluð nef.  Það meikar alveg eins mikinn sens, allt sem frá þeim kemur.

Einar Indriðason, 19.12.2008 kl. 21:06

37 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

híhíhíhí já og svo gætu þeir jafnvel legið heima í marga daga..... með hita og beinverki

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband