17.12.2008
Þannig var það nú..
Ég er eins og gengur og gerist með fjarskipti mín við ákveðið fyrirtæki. Lengst af hafa þessi samskipti um fjarskipti gengið slysalaust fyrir sig - þar til fyrir cirka einhverjum vikum að netið datt endalaust út og ég þurfti að endurræsa um það bil 10 sinnum á dag - og þá erum við að tala um góða daga!
Ég byrjaði á því að hringja, afskaplega kurteis auðvitað, og athuga hvort eitthvað væri að þeirra megin - því ég hafði ekki breytt neinu í mínum fjarskiptum! Þau fullvissuðu mig um að allt væri með eðlilegum hætti í höfuðborginni!
Áfram gekk fremur brösuglega að halda netsambandi þannig að ég hringdi aftur, ívið ákveðnari í þetta sinn. Þá var mér sagt að kannski væri bara ekki nægur hraði á netinu hjá mér - það gæti sko alveg orsakað allt sem að væri..... Ég spurði þá hvursu mikill hraði væri á nettengingunni og svarið var að "líklega" væri hún 1 Mb. Ég spurði þá stúlkuna náttúrulega hinnar lógísku spurningar hvernig gæti staðið á því þar sem ég borgaði fyrir 4 Mb!
Svarið var að "það væri bara oft þannig að tengingar úti á landi leyfðu ekki þann hraða.."!! Ég þakkaði fyrir og lagði á! Snéri síðan viðskiptum mínum til Tals og er með þennan líka ógnarhraða á tengingunni! Ég er varla búin að forma það sem ég hugsa þegar það birtist á netinu! Enda ég meina kommon - það er ekki eins og ég búi í Djúpa Dal
Að vísu fylgdi sá böggull skammrifi að heimasíminn minn hringir sleitulaust. Ég náttúrulega hringdi í þjónustuverið og spurði manninn á hinum endanum hvernig gæti staðið á því! Hann spurði mig á móti hvort það væri örugglega enginn í símanum! Ég sagði honum að ég ætti einfaldlega ekki svona marga vini...... og hann lofaði að láta mann í málið umsvifalaust!
Allt annað líf mar
Athugasemdir
Have I told you lately that I lovjú, nananabúbú! Sko, mér líst vel á þessar breytingar, þvílíkur dónaskapur hjá stúlkunni sem er greinilega á launum hjá samkeppnisaðilanum!
Einnig, þá sendi ég kort í dag á þitt heimilisfang til annarar konu sem ég vissi ekki heimilisfangið hjá. hummmmm ....
Ég held það nú, svei mér þá!
www.zordis.com, 17.12.2008 kl. 21:37
Takk fyrir kortið til mín!! Ég var náttúrulega svo spennt þegar ég sá bréf frá Spáni að ég stóðst ekki mátið og opnaði strax!! Hélt það væri kannski um sígauna....
....ótrúlega flott kort! Og þetta segi ég ekki bara vegna þess að ég er einlægur aðdáandi
Ég skal koma hinu kortinu til skila - ef ég tími ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 21:39
Þessir andskotar níðast endalaust á dreifbýlingum. Bíddu bara, þeir fara örugglega að rukka símtöl fljótlega í terabætum.
Marinó Már Marinósson, 17.12.2008 kl. 22:01
Jæks Marinó! Þá er alveg búið spil með að ég spili tetris í símanum mínum ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 22:03
Gætiðu þá kannski sent mér kaffi og kleinu með hraði?
Þröstur Unnar, 17.12.2008 kl. 22:09
Farið með Fedex ;) Hugsanlega kemur Wilson með....
Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 22:12
Ó, ætli ég búi þá út á landi líka? Eða er það af því að ég á rætur mínar að rekja austur fyrir fjall? Ég er nefnilega ekki heldur með nægan hraða á tengingunni minni... og var alltaf að endurræsa samkvæmt ráðleggingum fjarskiptafyrirtækisins... það er að segja þar til þeir minnkuðu hraðann enn meira, siðan þá hef ég ekkert þurft að endurræsa en í staðinn sit ég uppi með hægvirka tengingu... Ég þarf að athuga hvort Grafarvogur sé skilgreindur sem úti á landi.
Vilma Kristín , 17.12.2008 kl. 22:13
Pottþétt Vilma! Þetta er næstum í Hveragerði ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 22:18
Ha,ha. Ég held maður þurfi að taka einhverja tengisnúru og hlaupa með hana 10 hringi í kringum húsið á ógnarhraða , tengjast svo einhverjum náið og þá næst þessi hraði á tengingu sem maður óskar sér. Maður tengist þvers og kruss, uss,uss,uss og svei mér þá ég veit ekki hvort er betra. Ég sit með veggjarómynd á milli tölvu og modems og nú er samband þeirra ekki gott lengur. Kannski eru þau bara í skilnaðarfasanum á þessum erfiðu tímum, enda margt neikvætt sem hlýtur að þjóta í gegnum ,,taugaenda" þeirra þessa daga.
Endilangt jólafaðmlag til þín elsku Hrönn. Ég bíð eftir upphringingu frá konu við borgarhliðið.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 22:28
meira að segja Ég.... sem bý nánast á hjara veraldar... er með "ógnarhraða" á netinu......nema.... ég sé svona lengi að hugsa......
Fanney Björg Karlsdóttir, 17.12.2008 kl. 23:27
Ég var að fara frá tal yfir í Vodafón og ég sver að það tók mánuð fyrir heimasímann að virka. Ég var búin að gera allt brjálað og það var heil sendinefnd á leiðinni til að taka út þetta undarlega kerfi þar sem heimasíminn var algjörlega dauður þegar ég fattaði að símtækið var ónýtt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 23:49
Til hamingju með nethraðann Nauðsynlegt að hafa þig vel tengda, svo maður geti lesið þínar snilldarfærslur
Sigrún Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:20
Úffapúff...eins gott að þú ert komin á almennilega nettengdan ógnarhraða...nú fyrst fer að verða gaman!!!
Var síst að skilja af hverju færslurnar þínar voru alltaf tvo daga á leiðinni hingað á stórKópavogssvæðið...
Eeeelska að kíkja hérna inn...þú ert svoooo skemmtileg kona!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:50
Eru þeir hjá Tali ekki bara guðs lifandi hamingjusamir yfir því að hafa eignast nýja og í þokkabót skemmtilega vinkonu og eru því alltaf á línunni hjá þér??? Ég held að það sé málið.
Knús dúllan mín
Tína, 18.12.2008 kl. 09:15
Hver vill ekki kraftaverk núna ?
Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 10:08
Þetta er athuglisverður pistill, vert að athuga þetta nánar.
Ellen Björnsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:39
Solla Guðjóns, 18.12.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.