4.11.2008
Chaplin vs Poppins
Fór út í göngutúr í "góða veðrinu" Tók Ljónshjartað með - honum finnst svo gaman úti í svona veðri.....
Ég klæddi mig í pollabuxur og regnkápu en hann fór í endurskinsborðann sinn Eftir um það bil tíu mínútur úti var ég orðin svo haugblaut að það hefði engu máli skipt þótt ég hefði vaðið í alla polla sem ég sá - blautari hefði ég ekki orðið! Þrátt fyrir það hélt ég áfram að sneiða hjá pollunum......... Vatnið lak af pollabuxunum oní skóna og ég fann hvernig smám saman varð ég kátari og kátari. Þegar ég var að nálgast hesthúsin var ég farin að syngja - hástöfum en það skipti svo sem engu máli það heyrði enginn í mér Mér fannst ég svo létt á fæti að ég íhugaði alvarlega að taka Chaplin hopp - hefði það ekki verið fyrir rokið sem hefði umsvifalaust breytt Chaplin í Poppins........ - án regnhlífar þó.
Nú sit ég - orðin þur aftur, komin í uppáhalds átfittið, djúpar og lopa og velti því fyrir mér af hverju það sé svona innbyggt í mér að hoppa ekki í polla?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Áskorun !
Næst þegar rignir, ferð þú út Hrönn og hoppar í stórum drullupolli í tvær mínútur.
Anna Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 19:47
Einmitt. Af hverju ekki hoppa í pollum? Það er það sem börnin gera...
Vilma Kristín , 4.11.2008 kl. 19:49
I´m singing in the rain!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2008 kl. 20:35
...hugsanlega er þetta meðvituð áhættufælni
Hrönn Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 21:12
Hvað er djúpar?Chaplinpopparinn þinn
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:09
ohhhh svo gaman að hoppa í pollum - ég ætti kannski að prófa það núna með mína bumbu
Dísa Dóra, 4.11.2008 kl. 22:14
Haugblaut?
Ég verð alltaf "hundblaut" í svona veðri
Marta B Helgadóttir, 4.11.2008 kl. 22:16
Segi eins og Birna Dís, hvað eru djúpar ... er sko ekki að kveikja!
Líst vel á það að þú farir varlega í pollum, það er engu treystandi og þú gætir bara sokkið í djúpið undir. Þú ert poppins og ég sé þig í anda syngjandi hástöfum ...
www.zordis.com, 4.11.2008 kl. 23:30
Ertu farin undir rúm?
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 23:57
'eg ætla að trúa þér fyrir því að það blundar í mér löngun að hoppa í polla og gusa dáldið.......skil því ekkert í þér...
Svo hef ég það fyrir satt að hestar á Selfossi séu farnir að hneggja í ákveðinni tóntegund og ku það vera ekki bara útaf dotlu heldur leikur grunur á þeir heyri oft og mikið sungið í hringum sig einkum í bítið.....akkúrat þá stund sem þeir eru hvað mest móttækilegir fyrir að nema hljóð og herma þau svo eftir........
Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 00:17
Hahahaha ég fór út að labba um daginn með Sigurlín vinkonu og alla hundana og ég var einmitt orðin svo blaut á fótunum að þegar ég sá næst stóran poll þá gekk ég rakleitt ofan í hann!!! Þú hefðir átt að sjá framan í hana vinkonu okkar En eins og ég sagði við hana, að þá stóðst ég ekki lengur freistinguna því mig hefði lengi langað til að gera þetta. Þannig að ég lét vaða.
Ég legg til að við förum í góða göngu með okkar hunda og hoppum ofan í hvern einasta poll sem verður á vegi okkar.
Ef mann langar................ nú þá bara gerir maður.
Knús á þig lopatjelling og ég hlakka til að sjá þig á eftir
Tína, 5.11.2008 kl. 08:57
Djúpar? Stelpur? Vitiði það ekki? Síðar nærbuxur - föðurland - eða hvað þið viljið kalla þær ;)
Hlakka líka til Tína ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 09:13
Ég hoppa alltaf í polla, oftast óvar er svo klofstutt að ég dríf ekki yfir þá!
Brúðurin, 5.11.2008 kl. 09:51
já var inn á vitlausu bloggi áðan. Það er svo flókið að vera svona bloggklofi.
Ólöf Anna , 5.11.2008 kl. 09:52
Alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína
Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.