Chaplin vs Poppins

Fór út í göngutúr í "góða veðrinu" Tók Ljónshjartað með - honum finnst svo gaman úti í svona veðri.....

Ég klæddi mig í pollabuxur og regnkápu en hann fór í endurskinsborðann sinn Tounge Eftir um það bil tíu mínútur úti var ég orðin svo haugblaut að það hefði engu máli skipt þótt ég hefði vaðið í alla polla sem ég sá - blautari hefði ég ekki orðið! Þrátt fyrir það hélt ég áfram að sneiða hjá pollunum.........  Vatnið lak af pollabuxunum oní skóna og ég fann hvernig smám saman varð ég kátari og kátari. Þegar ég var að nálgast hesthúsin var ég farin að syngja - hástöfum W00t en það skipti svo sem engu máli það heyrði enginn í mér Tounge Mér fannst ég svo létt á fæti að ég íhugaði alvarlega að taka Chaplin hopp - hefði það ekki verið fyrir rokið sem hefði umsvifalaust breytt Chaplin í Poppins........ - án regnhlífar þó.

Nú sit ég - orðin þur aftur, komin í uppáhalds átfittið, djúpar og lopa Cool og velti því fyrir mér af hverju það sé svona innbyggt í mér að hoppa ekki í polla?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Áskorun !

Næst þegar rignir, ferð þú út Hrönn og hoppar í stórum drullupolli í tvær mínútur.

Anna Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Vilma Kristín

Einmitt. Af hverju ekki hoppa í pollum? Það er það sem börnin gera...

Vilma Kristín , 4.11.2008 kl. 19:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

I´m singing in the rain!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...hugsanlega er þetta meðvituð áhættufælni

Hrönn Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 21:12

5 identicon

Hvað er djúpar?Chaplinpopparinn þinn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:09

6 Smámynd: Dísa Dóra

ohhhh svo gaman að hoppa í pollum - ég ætti kannski að prófa það núna með mína bumbu

Dísa Dóra, 4.11.2008 kl. 22:14

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Haugblaut?

Ég verð alltaf "hundblaut" í svona veðri

 

Marta B Helgadóttir, 4.11.2008 kl. 22:16

8 Smámynd: www.zordis.com

Segi eins og Birna Dís, hvað eru djúpar ... er sko ekki að kveikja!

Líst vel á það að þú farir varlega í pollum, það er engu treystandi og þú gætir bara sokkið í djúpið undir.  Þú ert poppins og ég sé þig í anda syngjandi hástöfum ...

www.zordis.com, 4.11.2008 kl. 23:30

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu farin undir rúm?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 23:57

10 Smámynd: Solla Guðjóns

'eg ætla að trúa þér fyrir því að það blundar í mér löngun að hoppa í polla og gusa dáldið.......skil því ekkert í þér...

Svo hef ég það fyrir satt að hestar á Selfossi séu farnir að hneggja í ákveðinni tóntegund og ku það vera ekki bara útaf dotlu heldur leikur grunur á þeir heyri oft og mikið sungið í hringum sig einkum í bítið.....akkúrat þá stund sem þeir eru hvað mest móttækilegir fyrir að nema hljóð og herma þau svo eftir........

Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 00:17

11 Smámynd: Tína

Hahahaha ég fór út að labba um daginn með Sigurlín vinkonu og alla hundana og ég var einmitt orðin svo blaut á fótunum að þegar ég sá næst stóran poll þá gekk ég rakleitt ofan í hann!!! Þú hefðir átt að sjá framan í hana vinkonu okkar  En eins og ég sagði við hana, að þá stóðst ég ekki lengur freistinguna því mig hefði lengi langað til að gera þetta. Þannig að ég lét vaða.

Ég legg til að við förum í góða göngu með okkar hunda og hoppum ofan í hvern einasta poll sem verður á vegi okkar.

Ef mann langar................ nú þá bara gerir maður.

Knús á þig lopatjelling og ég hlakka til að sjá þig á eftir

Tína, 5.11.2008 kl. 08:57

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Djúpar? Stelpur? Vitiði það ekki? Síðar nærbuxur - föðurland - eða hvað þið viljið kalla þær ;)

Hlakka líka til Tína ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 09:13

13 Smámynd: Brúðurin

Ég hoppa alltaf í polla, oftast óvar er svo klofstutt að ég dríf ekki yfir þá!

Brúðurin, 5.11.2008 kl. 09:51

14 Smámynd: Ólöf Anna

já var inn á vitlausu bloggi áðan. Það er svo flókið að vera svona bloggklofi.

Ólöf Anna , 5.11.2008 kl. 09:52

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína

Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband