Fyrsti vetrardagur liðinn....

.....og nístandi kuldinn sem fylgdi honum kom á óvart

Helgin hefur þó verið góð enda bý ég svo vel að eiga kuldagalla frá 66 gráðum norður - sem ég hika ekki við að nota þegar aðstæður sem þessar myndast Tounge Ég meina bjútí is pain - en ekki svona mikið........ Það verður bara að hafa það þó ég virki minna þokkafull úti að ganga með Ljónshjartað - enda má ég alveg við því að missa nokkrar gráður á þokkaskalanum svona yfir háskaðræðistímann.....

Kíkti í heimahús í gærkvöldi og sötraði þar rauðvín í góðum en þó vafasömum félagsskap við heimspekilegar umræður. Í nótt gnauðaði vindurinn á glugga en ég svaf svefni hinna réttlátu fyrir innan, í hlýjunni......

Ég las heila bók á einni aðfaranótt laugardagsins! Ég hreinlega man ekki eftir því að ég hafi afrekað það áður. Fanney! Ég er ready í bókmennta umræður. Svakalega góð bók - ég sveiflaðist allan tilfinningaskalan, varð reið, hló og grét allt á einni nóttu takið eftir því - ég held að það hafi ekki skeð síðan......... tjah bara aldrei! W00t Löggunni fannst ég enda fremur grunsamleg klukkan hálffimm um morguninn þar sem ég stóð í algjöru uppnámi og starði inn um mína eigin glugga, þegar við Ljónshjartað brugðum okkur út að míga við þjóðveginn og enn tortryggnari urðu þeir þegar ég mætti skömmu síðar með Hlín Hrekkjusvín út við sama staur Tounge Það skal þó fúslega viðurkennt að útlitið var ekki upp á marga fiska þegar Tína mína fína mætti í "morgunkaffi" eins og ég kaus að kalla það - hún vildi hinsvegar meina að það væri miður dagur Kissing 

Nú mallar kjúklingurinn í Indíánapottinum mínum við hægan hita í ofninum, þar sem við Mömmusinnardúlludúskur komumst að samkomulagi um það að hafa matinn seint að hætti þeirra Evrópubúa sem búa þó þetta sunnar í álfunni - eða eftir Dagvaktina, því ég neita staðfastlega að borga áskrift að stöð2 og held því fram að það sé ekkert áhugavert efni þar að finna og því þarf hann að leita út fyrir öryggi heimilisins til að horfa á þá þætti. Ég verð bara að vona að þetta hafi ekki langvarandi djúpstæð áhrif á hann....... 

Þakkið fyrir að ykkur sé hlýtt Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

ahhh ég á líka svona 66° N galla en hann kemur nú ekki að gagni núna - eða allavega stæði nú hluti af mér langt út fyrir gallann

Dísa Dóra, 26.10.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hvaða bók varstu að lesa eiginlega? Prófaði að kalla son minn mömmusinnardúlludúsk um daginn og uppskar mjög kuldalegt augnaráð og eindregin tilmæli um að slíkt yrði ekki endurtekið.

Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Helga! Það þarf að byrja strax..... Bókin heitir: Kona fer til læknis.

Dísa Dóra! Það stendur nú til bóta - ekki satt?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er það krabbabók?

Annars ertu örugglega svakalega sexí í gallanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Er að byrja að fatta þetta með hundana og barnið.

En fatta ekki lögguna. Varstu á skíðum?

Þröstur Unnar, 26.10.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krabbabók jamm...... meðal annars ;)

Þröstur! Skíðum? Sérðu hvað ég er hissa?? Þarna slóstu mér alveg við! Þarf að prófa að fara á skíðum út einhverja nóttina við tækifæri ;)

....hvað ætli löggan segi þá? 

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 22:06

7 Smámynd: Brattur

... það er gott að sofa réttlátum svefni... og vera hlýtt... ömurlegt hlutskipti að sofa svefni hinna ranglátu... í skítakulda...

Brattur, 26.10.2008 kl. 22:08

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Brattur! Og enginn hlýðir manni...... :Þ

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 22:10

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka pent fyrir hlýjuna og hef notið hennar í dag

Sigrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:13

10 Smámynd: Róbert Tómasson

Þakka þér fyrir færsluna Hrönn hún yljar manni ekki síður en kuldagalli frá 66 gráðum Norður sem er að ég tel einhver mesta snilld í Íslenskri hönnunarsögu.

Róbert Tómasson, 26.10.2008 kl. 22:40

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mikið á dúlludúzkur þinn þó gott með að vera bara 'einmæðra' frekar en sammæðra í þeirri afneitun lífsgæða sem þú ázkapar í hanz tilveru...

Fólk sem að sefur í dag réttlátum 'zwebbni' er án vizku sama ...

Steingrímur Helgason, 26.10.2008 kl. 23:48

12 Smámynd: Vilma Kristín

Ohhh, vildi að ég ætti svona kuldagalla!

Heyrðu, ertu búin að lesa bókina "Marley og ég"? Frábær fólk fyrir "dýrafólk" :) Ég grét og hló...

Vilma Kristín , 26.10.2008 kl. 23:51

13 identicon

Takk takk fyrir heimsóknina í gær..... En hurðu dúkurinn er klár. En í sambandi við það sem við vorum að tala um í gær þá vil ein vera með okkur og þá í svona vafasömu tjatti.

Sigurlín (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:03

14 identicon

dugleg alltaf í göngutúrunum...göngufélaginn minn datt um daginn í hálkunni og slasaði sig á fætinum...ég þarf að fara að beita mig hörku og fara ein í göngur aftur...mér finnst það svolítið óþægilegt..en oft var þörf á hreyfingu en nú er NAUÐSYN...ég hætti að reykja í sumar...

knús

alva (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:38

15 Smámynd: Tína

Það var sko ekki dónalegt að koma á ókristilegum tíma um miðjan dag í kaffi, spjall og truflaðslega góð muffins. Þetta góða uppeldi sem ég tel mig þó hafa fengið fauk út um veður og vind eftir að hafa smakkað á herlegheitin. Og ekki var laugardagskvöldið neitt leiðinlegt.

Hlakka klikkaðslega mikið til að sjá þig aftur vinkona

Tína, 27.10.2008 kl. 08:02

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er ekki hissa að löggan hafi orðið eitthvað undrandi "þegar þið Ljónshjarta fóruð út að míg við þjóðveginn"

Solla Guðjóns, 27.10.2008 kl. 08:54

17 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Jibbý.... get ekki beðið eftir krassandi bókaspjall.... þar sem allur tilfinningaskalinn verður með í ráðum.... verum í bandi...

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 09:04

18 Smámynd: Solla Guðjóns

mígA

Solla Guðjóns, 27.10.2008 kl. 09:32

19 Smámynd: M

Á kraftgalla síðan 1991. Viss um að hann passi enn, þori bara ekki að gá

M, 27.10.2008 kl. 10:00

20 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott að lesa bloggið þitt það vær mann til að brosa.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.10.2008 kl. 11:29

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég þakka sko fyrir að vera hlýtt.... þegar mér er hlýtt. Var t.d. ekki mjög hlýtt í gærkvöldi. En svo kveikti ég á fullt af kertum og þá hlýnaði í kofanum.

Ég dáist endalaust að því hvað þú ert dugleg í labbitúrunum.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.10.2008 kl. 11:33

22 identicon

Kona fer til læknis ,ég fæ kast.Held að hann mömmusinnadúlludúskur jafni sig á "harðræðinu",yfir að þurfa að sjá dagvaktina að heiman.Annars kostar tíminn hjá góðum sálfræðing 9000 krónur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:40

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jæks! 9000 þús kall?? Á hvaða gengi er það? 

Jamm Fanney! Við höfum snýtuklútana með - þeir virka við allar aðstæður :)

Spáðu samt í það Solla ef ég hefði verið á skíðum.....

Sömuleiðis Tína ;)

Vilma! Hef ekki lesið þessa bók en heyrt að hún sé frábær! Verð að tékka á henni í bókasafninu.....

Alva! Bara drífa sig af stað ;)

Já Steingrímur! Ég get bent honum á þá staðreynd ef hann ætlar að vera með uppisteyt! ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 13:09

24 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er alltaf gaman að lesa skrifin þín, ég sé tekstan eins og bíómynd.

Kærleikskveðjur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 15:04

25 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Steina mín og kærleikskveðjur til baka til þín.

Sigurlín! Þú ert ótrúleg!! Þá geta jólin komið til mín.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 18:41

26 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hrönnslan mín... ég á bókina um Marley... ég lána þér hana með glöðu....

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 19:54

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það Fanney! Ég man þú varst líka að tala um hana.... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 20:14

28 Smámynd: Linda litla

Ég sé það að ég verð að taka mig á í göngutúrum og lestri..... á einhvers staðar kuldagalla og meira að segja bókina "Marley og ég". Ætlaði reyndar að gefa hana, en hef ekki ennþá komið mér til þess.

Bestu kveðjur á þig Hrönn.

Linda litla, 27.10.2008 kl. 23:24

29 Smámynd: Einar Indriðason

Hrönn... með þessu áframhaldi... þá verðurðu farin að fá meiri hluta íbúa á suðurlandinu til að:

   - Grafa upp gamla Max/66 kuldagallann sinn úr geymslunni.

   - Stofna gönguhóp.

   - Orðin góðkunningi löggunnar, þegar þú ert með ljónshjartað úti að ganga

   - Búin að snúa sólarhringnum alveg við

   - Og eitthvað fleira.

Einar Indriðason, 28.10.2008 kl. 08:11

30 Smámynd: www.zordis.com

HVAR ER KOMMENTIÐ MITT .... æj djók, ég var ekki búin að finna ryðið í mér eftir rauðvínsþambið í þér.  hahhahaha

Nú er kuldakast á spáni og væri lag að vera svona sexý sex í arkið.  Annars á ég að vera komin í íþróttagallann en sit enn í náttkjólnum sem er mun þægilegri klæðnaður

Lov2jú girl!

www.zordis.com, 28.10.2008 kl. 09:04

31 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einar! Þú segir það eins og það sé eitthvað slæmt.......?

Bestu kveðju til baka á þig Linda

Zordis! Farðu í fleiri náttkjóla og arkaðu svo af stað. Pís2jú

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 10:51

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

MMM indíjánaeldaður kjúlli hlýtur að vera rosalega góður.  Vonandi er löggan búin að jafna sig eftir hundafárið Hrönn mín  Hér er heldur engin stöð tvo, en ég get horft á Frost, Vallender og jafnvel Columbo í danska sjónvarpinu, og breska þáttinn með löggunni í sveitinni, ferlega góður þáttur, man ekki hvað hann heitir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 14:40

33 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mátti til með að láta þig vita að sonur minn kom til mín í gær og spurði hvað ég hefði aftur kallað hann um daginn. Mömmusinnardúlludúskur, svaraði ég. Þá sagði hann "Það er nú dálítið smart þegar maður fer að hugsa um það."

Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:26

34 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh skoh! Það venst ótrúlega...

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband