Daginn í dag.... læknablogg!

Ég var að rembast við að reyna að finna eitthvað til að gleðjast yfir! Hringir þá ekki í mig maður og býður mér kynningaráskrift að mogganum! Einn mánuður frír - þið kunnið svo rest....

Ég sagði honum bara hreint út að fréttirnar væru svo leiðinlega að ég nennti ekki að lesa neitt um þær. Jafnvel þótt þær væru ókeypis! - Og ég flissaði ekki einu sinni til að milda það. Mér til málsbóta má geta þess að ég var þreytt - mér var illt í bakinu og gott ef mér var ekki líka illt í fótunum...... Moggakallinn bjargaði alveg kvöldinu! Það er fátt, ef nokkuð, sem jafnast á við að hreyta einhverju út úr sér svona hryssingslega, í algjörlega óundirbúið fólk....... Tounge Já, já ég veit - ég átti að finna eitthvað til að gleðjast yfir. Allir eiga að vera svo jákvæðir og standa saman! Þetta gladdi nú samt mitt illa innrætta hjarta LoL

Settist síðan niður og fór að horfa á sjónvarpið. Þar var staddur læknirinn minn frá Everwood - með allt sitt drama! Sannkallaður dramadoktor Tounge Ég var helst farin að hallast að því að ég væri eitthvað illa stödd í tíðahringnum, mér gekk svo illa að finna eitthvað til að jákvæðast yfir..... Þá ég mundi allt í einu eftir því að einhver læknir sagði í vikunni að kynlíf hressti, bætti og kætti! Og ég sem hélt að það væri Opal....... W00t og þá dettur mér - bara sisvona - í hug ný pikkupplína. Já, ég veit þetta hljómar eins og ársfundur vísnavina: "Læknar mæla með kynlífi einu sinni í viku -  ef við leggjum þitt skipti saman við mitt, náum við ágætis tölfræði" Tounge

Of beinskeytt? Ég gæti líka reynt að setja þetta í smá blúndur - þarf að hugsa það þá aðeins betur..... Blúndur eru nú ekki mín sterka hlið - nema þegar kemur að því að klæðast þeim! Þá er ég alveg á heimavelli W00t

Já og bæ þe vei - ég fann, ekki bara eitt - heldur tvennt til að gleðjast yfir - annað en að græta moggakallinn InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf getur þú  látið mig fara að hlæja. Þú ert alveg frábær og stórt knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fólk sem tekur það að sér að ónáða fólk gegn greiðslu á ekkert betra skilið en smápirring og íhreytur. Kannski hringir einhver frá Gallup á eftir? Það væri nú ekki ónýtt.

Helga Magnúsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Klipptu pikköppið út í pappa eða meitlaðu það í stein.

Ég er viss um að þú verður kona fjölmörg af mönnum.

Vó, er þetta tvíræðis?

Nei, en það orkar tvímælis.

Ég er svo aldeilis miðsvæðis.

Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Vilma Kristín

Hey, ég ætla að stela þessari. Kíkja í miðbæinn: "Hey, karlinn.. ef ég gef þér mitt skipti ert þú til að láta mig fá þitt? "... og svo allir glaðir.

Annars skil ég þig svoooo vel með moggakallinn. Hann hringdi í mig fyrir stuttu og fannst ég önug og vanþakklát fyrir að vilja ekki fá meiri pappír til að losa mig við.

Vilma Kristín , 14.10.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Uppskrift að góðu flóakvendi er greinilega eitthvað ákveðið ~leyzi~ & einhver áunnin ákveðni við velmeinandi & velbjóðandi menn.

Virkar fínt á mig....

Steingrímur Helgason, 14.10.2008 kl. 22:10

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Helga! Gallup!!Þá næði nú kvöldið ákveðinni hæð sem erfitt yrði að toppa

Jenný!

Vilma! bí mæ gest

Steingrímur! Flóakvendi eru oft bezt þau ná þessari víðsýni.........

Katla, Svana

Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2008 kl. 22:18

7 Smámynd: Bullukolla

Noh . . . náðir bara tveimur rúntum og langt liðið á daginn!  Lýst vel á þig stelpa ;)

Bullukolla, 14.10.2008 kl. 22:27

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tíhíhíhí

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2008 kl. 23:07

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert "óborganleg"

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:17

10 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahah.... þú drepur mig kona..... hvað dettur þér í hug næst.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:16

11 Smámynd: www.zordis.com

Bara stuð á minni!

Annars hefðir u átt að taka drenginn á löpp og fara eftir boðorðinu, einu sinni á dag kemur skapinu í lag!! Annars er Louise Hay með óbrigðult ráð við hausverk ... þori ekki að segja hvað á að gera í þeim efnum ....

Vona að sölumaðurinn jafni sig eftir íllfyglislega framkomu þína yndislega kona. 

www.zordis.com, 15.10.2008 kl. 00:41

12 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha þú ert alltaf jafn yndisleg

Takk fyrir daginn skvís

Dísa Dóra, 15.10.2008 kl. 01:53

13 Smámynd: Tína

Alveg ertu hreinn bjargvættur þegar kemur að því að láta hressa mig við. Er að fara á eftir í you know what og vantaði einmitt eitthvað svona. Alltaf jafn gaman og hressandi að hitta þig og ekki skemmdi fyrir að fá að gera það 2 x sama dag.

Knús á þig dúllan mín og takk aftur fyrir að fá mig til að gleyma og brosa

Tína, 15.10.2008 kl. 09:58

14 Smámynd: Ólöf Anna

ööööö akkuru spurðuri ekki bara moggastrákinn hvort hann væri til í að koma með moggann til þín og þá gætiru sýnt honum hversu auðveldlega hann gæti fengið moggastafi á rassinn. Sparar bæði símtal því hann hringdi og bjórinn á skemtistöðum nema þú ætlaðir að nota þessa línu í Bónus

Ólöf Anna , 15.10.2008 kl. 11:51

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 15.10.2008 kl. 12:19

16 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:28

17 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha...púkinn þinn...en þetta er bara ógó satt með fréttirnar sko...

Pikköpplínan góð....ætti ekki að valda misskilningi...nema ef Georg Bjarnfreðarson myndi eiga í hlut!!!!

Það er FULLT af jákvæðum og fyndnum hlutum í umhberfinu....finndu þá!!!

Bros og knús...í þitt hús!

Bergljót Hreinsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:47

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Bloggvinkonusinnardúlludúskur

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:45

19 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ég vinkaði þér svoooo hressilega í dag.... að ég hélt að handleggurinn myndi rifna af.... þú varst ekki í neinu faðmstuði þá.....horfðir bara í gegnum mig.....það var sko allveg dúnalogn í hausnum á þér þá stundina........... ég er að fara til sjúkraþjálfara til að lappa upp á handlegginn jú nó.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 15.10.2008 kl. 22:19

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

híhíhí Fanney! Ég hef örugglega verið að hugsa um stráka.... Þá dett ég svona út og verð fjarræn til augnanna

Guðný Anna

Bergljót! Mér mundi náttúrulega ALDREI detta í hug að nota hana á Georg.....

Knúsímús á ykkur allar

Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 23:20

21 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 15.10.2008 kl. 23:37

22 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Innlitskvitt. Nóg að skoða um allan bloggheim og varla að dugi sólarhringurinn í þetta lengur.

Halldór Egill Guðnason, 17.10.2008 kl. 02:06

23 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 11:47

24 Smámynd: SigrúnSveitó

snilli ertu, kona.

SigrúnSveitó, 17.10.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.