3.10.2008
Ég ætla að verða....
....almannatengslafulltrúi þessarar ríkisstjórnar þegar ég er orðin stór! Nú verð ég bara að flýta mér að verða stór...........
"Það eina sem ég hef að segja er að ég þarf að loka hurðinni........." Sagði forsætisráðherrann Ég sver við það við allar mínar vættir að ég hefði sagt honum að segja eitthvað gáfulegra........ ef hann hefði verið búinn að ráða mig sem PR fulltrúa, sem hann náttúrulega ekki er - hann veit ekki að ég er hér.....
"Hamstrið matvæli" segir forstjóri Bónus verslana... það mundi ég líka segja ef ég væri sá mæti maður - en common hamstra hvaða matvæli? Kornfleks og haframjöl? Hver nennir að lifa á því? Ég tek ekki þátt í þessari vitleysu - ekki frekar en fyrri daginn - enda rekst ég svo illa í hóp!
Ég er alveg ákveðin í því að ef matvæli klárast í Bónus þá fer ég í Kaupfélagið og kaupi íslenzkt nautakjöt! Ég gerði það til dæmis í dag.........
...leit ekki við erlendu nauti á niðursettu verði - enda hefur mér lengi þótt vænt um innlenda bændur
Ég ætla fjandakornið ekki að fara til andskotans og vera svöng á leiðinni!
Já! Ég segi eins og konan þarna í útlandinu um árið og meina það alveg jafn vel og hún..... "Gefið fólkinu þá kökur........"
Þið áttið ykkur á því að allt efni á síðunni er höfundaréttarvarið! Ef ég finn ykkur vinnandi sem almannatengslafulltrúa þá lögsæki ég ykkur! Ég veit líka hvar þið eigið heima.......
Ég sver´ða ég gæti unnið fyrir mér sem handrukkari í dauða tímanum - ef ég bara hefði einhvern!
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Ég held að þú sért alveg promising handrukkari frekjan þín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 21:10
Hahahaha Rétt hjá þér Hrönn, það sem Geir sagði var eitthvað það ógáfulegasta sem hægt var að hugsa sér. "Ég þarf að loka hurðinni".
Anna Einarsdóttir, 3.10.2008 kl. 21:17
Vá, vonandi verðuru stór fljótt! Hlakka til að sjá þig redda almenningsáliti ríkisstjórnarinnar... en þú veist að þú átt erfitt starf fyrir höndum er það ekki?
Vilma Kristín , 3.10.2008 kl. 21:19
jeremías og jólasveinar ekki vildi ég mæta Hrönn handrukkara
Dísa Dóra, 3.10.2008 kl. 22:03
Já og Jenný! Ég veit hvar þú átt heima
Anna! Ég sver það........... "ég þarf að loka hurðinni........." Ég mundi kannski vorkenna honum ef ég væri illa haldin af eymingjagæzku...
Vilma! Jú - ég veit........:)
Dísa Dóra! Ég lofa........ ég skal ekki koma til þin - ekki til að rukka allavega Ekki meðan blóðþrýstingurinn er of hár!
Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 22:11
Þú ert bara góð, eg nennti hreinlega ekki, þar sem ég á ekki marga aura, hlaupa til handa og fóta og versla eitthvað! Halló, átti ég bara að kaupa í hafragraut og, og, sorry þetta gerir mig bara vonda Ég hef ekki fjármagn til að hlaupa til og frá og láta ræna af mér vitið, kannski bara sem betur fer
Uhumm sorry ég varð bara
Unnur R. H., 3.10.2008 kl. 22:24
Þú yrðir brilliant almannatengslafulltrúi, þjóðin myndi brosa út í eitt og gleyma niðursveiflunni (má ekki segja kreppa). Ég býð mig fram sem stéttarfélagið (handrukkari) þitt
Sigrún Jónsdóttir, 3.10.2008 kl. 23:36
Ég ætla mér ekki að hamzdra hamzdra sem matvæli, of inngróið mér, enda með fínann 'zjálfzþurftarbúzkab' í félagi við bóndann óútdauða á næzda bæ...
Steingrímur Helgason, 4.10.2008 kl. 00:32
Taka slátur....
Gulli litli, 4.10.2008 kl. 07:12
...ef þig vantar meðmæli....
Bergljót Hreinsdóttir, 4.10.2008 kl. 12:38
Kona að mínu skapi!
Líst vel á þig og hér er eitt verkefni sem þarf að leysa, bílatryggingarmál ... Læt þig vita eftir helgi hvort við þurfum að mæta með táragas á liðið!
Spurning um að selja hamstra á degi dýranna til þeirra sem hamstra mezt!
www.zordis.com, 4.10.2008 kl. 14:02
Ég vona að við þurfum ekki að hamstra en þú ert frábær eins og alltaf.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.10.2008 kl. 16:46
Hvernig er það Hrönn, þarftu ekki að vera miðill í þetta starf? Mér sýnist á öllu að þessi stjórn sé nokkurn vegin dauð alla vega er meira líf í kirkjugörðum landsins en í stjórnarráði. Styð þig heilshugar hvað varðar beljurnar auðvitað kaupum við íslenskt frekar en einhverjar evru júgurtruntur sem geta ekki einu sinni baulað almennilega.
Róbert Tómasson, 4.10.2008 kl. 16:56
Tjah Róbert ég finn nú ýmislegt á mér....
Katla gott að sjá þig á ferli á ný
Zordís! Æ dú not önderstand þe vord trygging........
Bergljót - ég kem þá til þín
Gulli litli eða íven better! Fara í heimsóknir á matartímum
Steingrímur! Sjálfsþurftarbúskapur er góður búskapur - sérlega í félagi við ódauða
Sigrún! Þú ert ráðin
Unnz! Blástu eins og þig lystir - ég haggast ekki!
Hrönn Sigurðardóttir, 4.10.2008 kl. 17:08
Ég fór til dæmis og borðaði á Argentínu steikhúsi í kvöld.Ókeypis eins og alltaf þegar ég fer þangað.Ég borða bara áfram þar ef það harnar á dalnum.Þeir hljóta að hamstra þar,eða eru kanski hamstrar............. sorrý missti mig .Já taktu málin bara í þínar hendur.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 00:54
Líst vel á þig sem almannatengslafulltrúa fyrir forsætisráðherra, sýnist ekki veita af ertu ekki alveg að verða stór??
Huld S. Ringsted, 5.10.2008 kl. 11:18
Kærleikur til alls lífs og þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 08:31
Trygging = Trix félaga til að hafa fé af fólki og þá á ég ekki við um sauðfé!
Ég held að ef þú takir bara við æðsta starfinu þá er hægt að spara gífurlega í alla ráðgjöf ... Hrönn í framboð, allavega í skemmtileg kvennaboð!
www.zordis.com, 6.10.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.