27.9.2008
Ég bakaði..
..rabbarbarapæ með "morgunkaffinu" sem var með seinna fallinu þar sem ég steinsofnaði aftur eftir að ég kom heim úr morgungöngunni með dýrin mín stór og smá. Það tekur á að fara snemma á fætur og týna öðru gæludýrinu í skóginum........ Litla Hlín - svo sæt og fín varð frekar móðguð þegar hún týndist. Eftir hróp og köll - þegar ég áttaði mig á því að hún var ekki lengur í okkar hópferð heyrði ég hana gelta langt inni í skóginum. Þá hafði hún tekið sprettinn í vitlausa átt..... Skinnið... hún var voða fegin að komast í okkar hóp á ný. Enda vorum við alveg að bresta á með hópastarf og teymisvinnu......
Úti á snúru blakta sængin mín og koddinn til viðrunar í tilefni af því að það stytti upp Bezt ég ryksugi líka. Allt í stíl - hreint á rúmum - hreint á gólfum.
Ég er að hugsa um að stofna fyrirtæki sem semur slagorð! Ekki auglýsingaskrifstofu heldur slagorðaskrifstofu! Hún gæti heitað.... "Þar sem þú verður til" Þau eru orðin svo bragðdauf þessi slagorð sem eru í gangi núna. Vantar allan slagkraft! Mín mundu hljóma... eitthvað á þessa leið: "Frá okkur koma allir með hreina samvizku! Þvottahús Kaþólsku kirkjunnar." Eða: ....."Máttu ekkert aumt sjá? Líttu þá undan." "Eru allir orðnir þreyttir á þér? Fáð´ér nýja vini." "Steyptu þér í skuldir með okkur! Sementsverksmiðjan" "Þreytt á útlendingum? Bíddu bara........ Pólska mafían!" "Bakarðu bara vandræði? - Komdu þá til okkar!"
Einhverjar hugmyndir....?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Allt er hey í harðindum... nema heyið sem gleymdist að heyja.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 15:37
Þvottahús, hjálparstofnun, Sementsverksmiðjan, útlendingar, bakarar.
Er þér eitthvað í nöp við okkur hér uppfrá?
Þröstur Unnar, 27.9.2008 kl. 16:10
ahaha nei.... alls ekki! Mér þykir meira að segja frekar vænt um ykkur! Sumir af mínu beztu Skagamönnum eru vinir! Ég hef greinilega ekki hugsað þetta nóg! Væri svosem ekki í fyrsta sinn sem eitthvað vanhugsað kæmi út úr mér.....
Var ég búin að segja ykkur söguna af því þegar vinur minn keypti sér um daginn Dodge Charger? Nokkrum dögum síðar hitti ég hann úti í bakaríi og spurði hástöfum þér hefur ekki dottið í hug að fá þér svona Dogde station? og benti á Magnum bíl sem stóð fyrir utan....
Eigandi Magnum bílsins hefur ekki sést síðan á förnum vegi! Hann getur ekki hætt að gráta........
Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 16:32
....ég ætti kannski frekar að láta slagorðaskrifstofuna heita: Úpps Æ did itt agein....? Eins og við segjum á frummálinu
Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 16:52
Þú ert frábær
Sigrún Jónsdóttir, 27.9.2008 kl. 17:20
takk fyrir að enn einu sinni fá mig til að frussa hér yfir skjáinn í kátínu minni
Dísa Dóra, 27.9.2008 kl. 17:52
Gulli litli, 27.9.2008 kl. 18:33
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2008 kl. 20:35
ha ha ha ég skemmti mér mikið yfir þessari færslu.
Eigðu góða helgi.
Linda litla, 27.9.2008 kl. 21:41
Eina Hrönn fyrir hverja önn.
Þú ert yndi en nú spái ég í hvaða skóg þú farir í á hverjum morgni með Hlín og litla lampann!!!
Svo er spurning um að skella sér suðuráslóðir á nýjan leik .... væri gaman!
www.zordis.com, 27.9.2008 kl. 22:15
Hugarfluga, 27.9.2008 kl. 23:18
Yndisleg eins og alltaf
Heiða Þórðar, 28.9.2008 kl. 06:59
Huld S. Ringsted, 28.9.2008 kl. 12:45
Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:17
Love jú vúman.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 28.9.2008 kl. 17:25
SNILLINGUR!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 28.9.2008 kl. 18:29
Þetta er auðvitað bara snilld. Sterk og ákveðin slagorð... "Segðu það eins og það er", gæti verið undirslagorð slagorðaskrifstofunnar
Vilma Kristín , 28.9.2008 kl. 21:26
Nákvæmlega Vilma! Til hvers að vera með óþarfa orðflúr!
Takk Begga! Þú líka - þú manst svo eftir ljóðabókinni
Fanney! Það er algjörlega gagnkvæmt
Zordis! Skógurinn er hérna rétt handan við hornið Hljómar vel þetta suðr´ábóginnpla....
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 21:37
Það er eins gott fyrir þig að hafa hrein gólf, elskan mín, sem hendir þér alltaf undir rúm á kvöldin ....
Slagorðaskrifstofan þín er frábær hugmynd. Sendi þér nokkur þegar andafjandinn kemur yfir mig. Hann er búinn að vera fjarverandi lengi.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:17
hnegghnegg!! Þú værir góð í bransanum!!
alva (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:59
"Big is beautiful - McDonalds"
Shit hvað mar verður eitthvað heiladauður og hugmyndalaus eftir að hafa lesið það sem þér dettur í hug. Best finnst mér slagorðið frá pólsku mafíunni.
Knús á þig yndislegust
Tína, 29.9.2008 kl. 08:44
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:37
Ertu á hrakhólum ? ... holaðu þér þá niður í þúfu. Þú ert frábær Hrönn mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:57
Eitt puðr á dag kemur tungunni í lag ...
www.zordis.com, 29.9.2008 kl. 12:59
. . . já og klínum límmiðum á börnin okkar sem á stendur "made in bed"
Bullukolla, 29.9.2008 kl. 20:17
snillllllld!
Knús af Skaganum
SigrúnSveitó, 30.9.2008 kl. 10:34
Solla Guðjóns, 30.9.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.