Játning!

Ég verð, af mínu alkunna lítillæti, að viðurkenna það að ég er snillingur þegar kemur að matseld Wink

Fór í Kaupfélagið í dag og keypti þrjár, fremur þykkar, sneiðar af ung-nauta innralæri. Lagði þær svo í marineringu í Hunts Honey Hickory sósu í þessa fimm til sex tíma þar til ég grillaði þær í fjóra og hálfa mínútu á hvorri hlið. Með þessu bakaði ég brauð og restaði svo á bernaise sósu og smælki - úr garðinum muniði....? vegna þess að það er kreppa í Reykjavík..... sem ég borðaði með sméri og smá maldon salti með ásamt tómötum og salati.

Ég sé mest eftir því að hafa ekki boðið neinum í mat en nú er ég afvelta og get mig hvergi hreyft. En það var algjörlega þess virði - enda fór ég í leikfimi í morgun og átti þetta inni Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er ég bara svöng

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú gast sem sagt ekki hætt fyrr en allt var uppurið.  Hm.. græðgin í þér addan.

En þú ert samt kjút.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú - það eru afgangar..........

Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Dísa Dóra

nammm nú slefa ég.  Annars var ekki síðri matur hér á bæ en það var íslensk kjötsúpa - upphituð og því enn betri

Dísa Dóra, 26.9.2008 kl. 21:33

5 Smámynd: Ragnheiður

Aha..snillingur varstu !

En mikið ógeðslega er vont á éta á sig afveltu !!

Ragnheiður , 26.9.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Dísúl kjelling gleymdirðu mér.

Langar ekki í kryddlegin hjörtu með jarðepllamuss.

Þröstur Unnar, 26.9.2008 kl. 21:53

7 Smámynd: Linda litla

Ummmmm..... þetta hljómar ekkert smá vel. En það er ekki gott að vera svona sprengsaddur.

Góða helgi.

Linda litla, 26.9.2008 kl. 22:09

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kjötsúpa er líka góð Dísa Dóra

Ragga! Það lagast!  Það var ekki slæmt afbrigði af afveltu..... 

Þröstur! Þú sagðist vera saddur Ég býð þér bara næst...

Linda! Þetta var ekkert smá gott. Góða helgi sömuleiðis. 

Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 22:21

9 Smámynd: www.zordis.com

Ég gæti vel hugsað mér að vera afvelta með þér Hrönn .... Hlakka til þegar þú kemur út og við veltumst um af eða á!

www.zordis.com, 26.9.2008 kl. 22:30

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nammi, skammi, tammi. Slef og sjálfsvorkunn. Annars borðaði ég til afveltu í kvöld: Matseðill: brie, camenbert, hráskinka, saltur nautavöðvi, grænt sallat, smjör, súrdeigsbrauð, kaldur kjúklingur, piparrótarsósa, rauðvín. Svona eiginlega frekar gott. Þigg samt með þökkum þegar þú býður mér í svona innanlærismat með bernais. Hlakka til að boðra með þér og Fanneyju. Segi bara sona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.9.2008 kl. 22:55

11 Smámynd: Hugarfluga

Nammi namm! Hér var kjúlli og franskar úr SPAR ... eins og svo oft á föstudögum og nú í töluðum orðum var ég að sporðrenna vænni sneið af volgu, nýbökuðu kryddbrauði með sméri.  Ég var ekkert svöng, en bumbulíus heimtaði mat.  Maður má ekki vanrækja þessi börn.

Hugarfluga, 26.9.2008 kl. 22:56

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Uhmmmmm.....þetta hljómar einsog tónlist í mínum eyrum

Prófa þetta einhvern góðan veðurdag...ekki spurning....

Bergljót Hreinsdóttir, 26.9.2008 kl. 23:25

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zleik&Zleferí ....

En Bernazie úr hvernig pakka ?

Steingrímur Helgason, 26.9.2008 kl. 23:38

14 Smámynd: Brynja skordal

það er aldeilis að mín er flott á því bara naut á Föstudegi spurning hvað verður á laugardegi hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 27.9.2008 kl. 10:37

15 Smámynd: Gulli litli

Mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

Gulli litli, 27.9.2008 kl. 11:02

16 Smámynd: M

Ef ég væri ekki svona södd eftir morgunmatinn þá hefði ég slefað

M, 27.9.2008 kl. 12:45

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 15:45

18 Smámynd: Vilma Kristín

Mmmmmmm.... nú er ég orðin svöng!

Vilma Kristín , 28.9.2008 kl. 21:24

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

jammí. sem betur fer er komið fram yfir kvöldmatartíma akkúrat núna. Annars væri ég rokin út í Nóatún að versla kjötflykki til að steikja

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2008 kl. 22:31

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Munnur minn fylltist smátt og smátt af vatni sem frussaðist út "af því að það er kreppa í Reykjavík"

lovjú

Solla Guðjóns, 1.10.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.