Gnægtarhornið

Ég verð bráðum eins og hann.... þarna... maður... sem ég man ekki hvað heitir! Hann greiðir hárið yfir skallann og er alltaf á öndverðum meiði við Mörð! Maðurinn - sem ég man ekki hvað heitir- taldi bætur af öllu tagi stórlega vanmetnar og það væri hæglega hægt að lifa af fimmhundruðkalli á dag á Íslandi.

Ástæða þess að ég verð bráðum eins og Hann - með stórum staf - er sú að við Lóló tókum upp kartöflur á sunnudaginn! Síðan hafa verið kartöfluréttir í ýmsum myndum í matinn! Nú síðast í hádeginu bjó ég til ommelettu úr afgöngum vikunnar, sem meðal annars innihéldu............ jamm - kartöflur! Ég sver það -  það er ekkert mál að lifa af tvöhundruðogfimmtíukrónum á dag! Bara muna þegar þið leyfið ykkur þann munað að fara út að borða á skyndibitastaði að fyllta alla vasa af tómatsósu- og sinnepsbréfum - þá þurfið þið ekki að kaupa slíka munaðarvöru....... Tounge Áður en við verður litið verðið þið farin að harka með hlutabréf og stunda skammsölu - án þess að skammast ykkar Cool

Bezt ég fari og sæki meira af kartöflum.

Ég lofaði ykkur að skýra fall krónunnar í dag! Hér kemur sú skýring í stuttu máli. Þið skuluð lesa hana varlega því  hún endar ekki vel - ekki fyrir alla......

Þannig er, ef ég skil minn heimildarmann rétt - sem bæ þe vei vill ekki láta nafns síns getið.... -  að bönkum á Íslandi er meinað að gera ársreikninga sína í gjaldeyri. Öll "betri" fyrirtæki á Íslandi gera það hinsvegar og þessvegna hefur sveifla krónunnar svo til engin áhrif á þau.

Til að koma vel út í uppgjörinu, sem svo skemmtilega vill til að er núna í september ;) hamstra bankarnir gjaldeyri, sem hefur svo í för með sér að framboð krónu stóreykst á mörkuðum, sem aftur orsakar að hún húrrar niður vinsældarlistann. Hver vill krónu sem nóg er til af? Sérstaklega í september....... Woundering

Þetta, gott fólk, er ástæða síhækkandi benzínverðs og daglegrar hækkunar nauðsynjavöru á Íslandi. Bílasalar vita ekki sitt rjúkandi ráð og grípa til þess að verðmerkja í evrum. Seðlabankinn kann það eina ráð að hækka stýrivexti..... 

En - og nú kemur rúsínan í pylsuendanum.... Vitiði hver bannar bönkunum að gera upp í erlendri mynt? Seðlabankinn! Vitiði hver er seðlabankastjóri? Davíð!

Ég legg til að við stormum í seðlabankann, eins og hverjir aðrir hysknir mótmælendur. Gerum uppreisn, steypum Davíð af stóli en steypum styttu af mér í staðinn á Austurvelli. Það gleddi mitt hagsýna húsmóðurhjarta að hafa hana úr gulli.... Tounge

Þakka þeim sem hlýddu Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Engin hlýðni hér.

Þröstur Unnar, 24.9.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þú ert ekki bara hlægilega skemmtileg..heldur ertu líka  hagfræðingur með húsmóðurívafi sem ég sé núna að er frábær blanda. Ég reisi hér með og geri gjörning þér til heiðurs..."kjarnyrt kartöflukona á krepputímum" mun ég kalla hana og stilla henni fyrir utan Seðlabankann. Hvað áttu margar góðar kartöfluuppskriftir???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 14:43

3 identicon

Kartöflu-pétur-blöndal ?Heitir maðurinn það kannski.Átti maður ekki að gizka?Sætar-kartöflur eða ljótar-rauðar eða helgu?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Dísa Dóra

hahahaha þú ert yndi.  Ég kem í uppreisnina - veitir ekki af því að hafa stórhveli í framvarðasveitinni þar

Dísa Dóra, 24.9.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hahaha Hrönn.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2008 kl. 16:24

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Þú hlærð Katla....

Dísa Dóra! Alltaf gott að eiga mikinn stuðning ;)

Svandís! Sé þessa styttu alveg fyrir mér. Bústin kona haldandi á hreykinni kartöflu ;)

Birna Dís! Jú alveg rétt! Það var gizk í boði :)

Katrín! Ég á nokkrar..... Þú verður að hafa myndina stóra! Þeir eru orðnir svo gamlir karlarnir þarna í Seðlabankanum - það er ekki víst að þeir sjái hana annars ;)

Þröstur! Mér finnst þú ekki nógu hlýðinn :Þ 

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 16:44

7 Smámynd: www.zordis.com

Stytta í fjólubláum bol með eldrauðan vörulit og eplakinnar.  Nýtt kvenkyntákn að ryðja sér stytturúm.

Já, góð skýring á þessu með krónukapphlaupið  svo er vonandi að spyrnan upp verði góð svo fólk geti sér frjáls um kartöflurekuna tekið.

Einn smassandi kartöflukoss yfir til þín kona! 

www.zordis.com, 24.9.2008 kl. 16:50

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er til í uppreisn, alltaf til í uppreisn.

Sigrún Jónsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:00

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Mæti í uppreisnina...með fulla vasa af kartöflum...tómatsósu og sinnepi sem ég verð búin að hamstra á Makkanum eða Burgerking....

Held að gullstytta af þér myndi glepja augað....og ekki spillti fyrir ef maður gæti sett krónu í þig og þú sgðir þá alls konar brandara eða spakmæli...eða útskýrðir skammsölu eða fall krónunnar.....

Bergljót Hreinsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:32

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

..... eða gæfi þér lausn á vandamálum Bergljót ;) En allur ágóði rynni óskertur til mín! Engin fargins góðgerðarstarfsemi!

Sigrún! Ég hóa í þig ;)

Zordís! Koss til baka ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 17:36

11 Smámynd: Ragnheiður

Ég er búin að leggja rör út í KFC.

Hefði kannski átt að setja líka rör út á Bessastaði. Nei nei hann er aldrei heima kallinn og enginn afgangur þar þá.

Ertu búin að fá þér nýtt póstnúmer ? Mér sýndist fyrirsögn á MBL segja áðan að Selfoss hafi flust til í skjálftanum. Þú ert kannski orðin íbúi í Hveragerði ?

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 17:55

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

..hey...þetta með ráðgjöf þar sem vandamálin leystust hljómar mjööög vel....hvenær verður þetta?????

Bergljót Hreinsdóttir, 24.9.2008 kl. 18:08

13 Smámynd: Vilma Kristín

Alltaf fróðlegt, nú skil ég þetta! Býð spennt eftir næsta fjármálapistli.

Þú skipuleggur svo hvenær við ætlum að mótmæla, ég mæti :)

Vilma Kristín , 24.9.2008 kl. 18:16

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gullstytta af Hrönn.  Kartöfluát í allan vetur.  Davíð af stólnum og má bara standa úti í horni.  Þvílíkar gæðahugmyndir sem þú færð kona.   

Anna Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 21:56

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ragga! Ég tek mér orð Steingríms í munn og segi "sautján sentimetrar hafa marga konuna glatt...." En Hveragerði? Nei svo glöð er ég ekki

Bergljót! Um leið og valdaránið í Seðló

Vilma! Ég hringi í þig - þið dansið kannski vinkonurnar.....?

Arna!

Anna! Ertu búin að taka þínar kartöflur upp? Ég sver það eru hugmyndir í þessum kartöflum......

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 22:19

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Argggghhh ég er nú þegar í baráttuhug og til í allar uppreisnir og risur.Mig langar að sjá þig rísa úr skíragulli.

STEYPUM LJÓTA KALLINUM AF STÓLI !!!!!! OG njótum þess að eta rabbabarasultu með kartöflunum.

Solla Guðjóns, 24.9.2008 kl. 23:12

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki minnast á kartöflurnar mínar ógrátandi Hrönn.  Við erum að tala um baunir hérna.   Nú er beðið eftir betri tíð með blómum í haga... svona í október.... og þá spretta þær og verða að heilu kartöfluréttunum.   

Ég hlýddi eins og vanalega. 

Anna Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:43

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó þú meina Pétur  Luv je

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2008 kl. 00:40

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2008 kl. 01:54

20 Smámynd: Tína

Ég tek bara svei mér undir allar hugmyndir sem fram hafa komið hérna. Fæ ég þá kartöflupæ næst þegar ég kem til þín í stað bláberjana???

Knús á þig dúllan mín

Tína, 25.9.2008 kl. 07:21

21 Smámynd: Vilma Kristín

Jebb, við vinkonurnar skulum halda uppi stuðinu með hinum frábæra fiskadansi... hmmm, kannski getum við líka samið kartöfludans... það er hugmynd

Vilma Kristín , 25.9.2008 kl. 08:17

22 Smámynd: Linda litla

Ekki nóg með það að þú ert frábær bloggari Hrönn, þá eru bloggvinir þínir það líka. Ég er búin að skemmta mér mikið yfir kommentunum hérna.

Eigðu góðan dag.

Linda litla, 25.9.2008 kl. 10:38

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Linda litla! Sækjast sér um líkir Takk sömuleiðis.

Vilma! Kartöfludansinn Það verður að vera flotur dans og saðsamur.....

Auður! Við spörum ekki þegar kemur að mér! Ég verð eins og hver annar stjórnmálamaður og gleymi öllu sem ég hef barist fyrir um leið og ég kemst til valda! Þannig að gull skal það vera - enda engin kreppa í minni sveit Takk fyrir innlitið.

Tína! Aldrei að vita - hvað bíður þín hjá mér

Jóna

Cesil! Pétur var´ða heillin..

Anna! Ég skæli Geturðu hugsanlega tekið Þröst á hlýðninámskeið?

Solla! Heyr heyr! 

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 10:45

24 Smámynd: Einar Indriðason

Og... Ég heimta (að sjálfsögðu) Myndir af kartöfludansinum!

Einar Indriðason, 25.9.2008 kl. 12:52

25 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvar er hægt að nappa salsasósu í bréfum? Algjör nauðsyn með kartöfluréttum og uppgjöri í krónum

Heiða B. Heiðars, 25.9.2008 kl. 15:34

26 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Líst einkum og sér í lagi vel á ykkur öll. Ég elska kartöflur. Mér líst einkum og sér í lagi vel á konur í kartöflufyrirtæki. Það mætti bjóða mr. Blöndal stjórnarformannsstólinn.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:45

27 Smámynd: SigrúnSveitó

HALELÚJA! Burt með Dabba dúsk...

Og ég ELSKA kartöflur, gæti lifað á þeim...hins vegar myndi eldri sonur minn svelta sáru hungri...

Knús inn í daginn þinn, frábæra kona!

SigrúnSveitó, 26.9.2008 kl. 10:57

28 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er flott há þér hrönn ! ég hef aldrei skilið hvernig þetta hangir saman. núna geri ég það.

við lifðum líka á kartöflum þegar við bjuggum á íslandi go slátri sem við tókum í tonnatali.

Kærleikshelgi til þín sendi ég

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 15:03

29 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gullstytta skal það vera. Gullið er víst það eina sem heldur verðmæti sínu á þessum síðustu og verstu.

Helga Magnúsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:40

30 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vááá hvað ég sakna þess að hafa ekki lesið gáfulegu bloggin þín upp á síðkastið, held ég verði bara að koma í latte fljótlega. Ég er annars öll að koma til og verð betri með hverjum degi.  Flott færsla að vanda og hafðu það sem best mín kæra 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband