Gizk!

Þið getið aldrei gizkað á hvað við sáum afar snemma einn sunnudagsmorguninn í gönguferð okkar upp með á........

Vísbendingar: Það var blátt, rautt og gult! Það var ekki hrætt við hunda! Hundar voru hræddir við það... W00t

Það styttist í að ár verði liðið frá því að ég var rekin! Ég er á fullu að undirbúa hátíðarhöldin - búin að semja þakkarræður og blása í blöðrur sem ég fékk lánaðar hjá sýslumanni Íslands! Cool Samt er honum ekki boðið Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sr Gunnar í náttfötum frú Ágústu ?

Nei nei ég veit ekki, man ekki eftir þessari litasamsetningu og skelfingu minna hunda

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Sundbolti????eða stuðbolti????

Trimmari?.....Jarðeðlisfræðingur ???

Riddarinn á Rauða hestinum???

Súpermann???

Sýslumaður með upplitaðan íslenskan fána?

Bergljót Hreinsdóttir, 22.9.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð gizk - en ekki þau réttu......

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Skógurinn?

Maður les það stundum hérna að þú gangir til skógar með hunda, vonandi heil.

Þröstur Unnar, 22.9.2008 kl. 18:17

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei nei Þröstur - ég geng ekki heil til skógar......  Ég geng heilshugar til skógar!

Geta betur!! Vinningshafa verður boðið í afmælið Og það er sko alltaf fjör í mínum afmælum! - Var ég búin að segja ykkur frá fertugsafmælinu mínu? Garden party sem enda með pöbbarölti í Reykjavík! Hvar mitt lið vann titilinn þe móst dörtí danspar

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hálfur regnbogi.  Jájá.

Er að verða ár?  Vá hvað tíminn líður.

Ég reikna með að mér sé boðið í teitið.

Þetta var mikið gæfuspor.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 18:23

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Varst ekki þrítug í fyrra?

Þröstur Unnar, 22.9.2008 kl. 18:27

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég segi líka regnboginn. Rekin?  Verð að fara að eiga fleiri andvökunætur, svo ég geti lesið mér til um þetta.....en væntanlega til hamingju með það 

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 18:28

9 Smámynd: Ragnheiður

Fyrst það var ekki hrætt við hundana þá hlýtur það að vera lifandi...æj æj nú er Anna að hugsa og ég næ engu sambandi !

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 18:30

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Jenný! Ég fæ það seint fullþakkað

Þröstur! Þetta endar með því að ég býð þér upp í dans.....

Sigrún! Lesa meira - lesa meira

Ragga! Koma svo!! Það er veisla í boði!!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 18:37

11 Smámynd: Ragnheiður

uhh ehhh...

æj úpps...

göngugarp ?

týndan spánverja ?

Björgunarsveitarkall ?

Kött í kápu ?

flóðhest ? Nei þeir eru víst ekki svona á litinn

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 18:48

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ísbjörn í dulargervi???

Spiderman??

jólatré með ljósum??

Áttavilltur borgarbúi á leið í réttir???

Hvergerðingur????

Bergljót Hreinsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:00

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bangsimon og vinir hans að leita að Grísla?

fljúgandi lauf í rigningu?

Fjúkandi Regnhlíf?

Bergljót Hreinsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:03

14 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

En...bíddu....varst ÞÚ drekinn?????

Akkuru?????

Bergljót Hreinsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:05

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Í hvaða færsluflokki? á samt eftir að lesa allt, sem í boði er, lofa því

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:21

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sigrún! Mig minnir að það sé 29 sept. 2007 man ekki í hvaða flokki! Örugglega hef samt ekki litið á það sem dægurmál á þeirri stundu

Bergljót! Sökum almennra leiðinda og félagslegs vanþroska.....

Svo vil ég fá fleiri gizk!! Koma so......... 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 19:35

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Enn sem komið er líst mér bezt á tillöguna um sr. Gunnar í náttfötum af sr. Ágústu!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 19:36

18 Smámynd: M

Sjálfstæðismann,framsóknarmann og rauðsokku á gangi saman

M, 22.9.2008 kl. 20:04

19 identicon

Hummm - Eina sem mér dettur í hug með þessa litasamsetningu er Marge Simpson - en hvað var hún að gera á Selfossi á sunnudagsmorgni?

Inga frænka (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:14

20 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Búin að finna, atvinnulaus í 5 og 1/2 tíma að meðtöldum matartíma.  Mín kona.  Hlakka til að lesa meira, þú er frábær penni.

Flugdreki?

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:20

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segi það Sigrún! Lesa meira - sofa minna

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 20:22

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvergerðingur? Bergljót Gulur, rauður og blár?

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 20:32

23 Smámynd: Ragnheiður

Þú hefur auðvitað séð hann Gísla fréttamann í sundbol, hann er alltaf út og suður kallinn

Varstu að setja Sigrúnu fyrir gamlan blogglestur ? Var ekki ábendingin eða boðorðið : þér skuluð eigið blogg lesa

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 20:34

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Ragga! Það var rétt! Héðan í frá les ég eingöngu mitt eigið blogg

*flissssss Gísla í sundbol

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 20:36

25 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ég veit...ég veit.... þetta hefur verið seinheppinn stuðgestur að koma sér heim úr Hvíta húsinu..... svona eins og skemmt epli á litin eftir "stuð" kvöldsins.........

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:43

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

gettu betur......... -ekki fráleitt gizk þó

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 20:45

27 Smámynd: Vilma Kristín

Ég er búin að hugsa og hugsa og hugsa... en dettur ekkert í hug! Verða gefnar meiri vísbendingar?

Vilma Kristín , 22.9.2008 kl. 21:08

28 Smámynd: Brattur

... fuglahræða...

Brattur, 22.9.2008 kl. 21:30

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Inga! Þú horfir of mikið á sjónvarp og lest of lítið!!

Brattur! Fuglahræða?? Á Selfossi??? Neineineineineinei.... hefurðu aldrei komið hingað eða hvað! Hér þurfum við ekki fuglahræður....

Vilma - hugsanlega........ 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 21:59

30 Smámynd: Huld S. Ringsted

Giskið er bilað hjá mér í kvöld! Dettur samt í hug rauð rotta í KA búning??

Huld S. Ringsted, 22.9.2008 kl. 22:29

31 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hrrröööönn....eina vísbendingu ef þú vildir vera svo væn, ég er að fara á næturvakt og það er engin tölva á staðnum og get því ekki fylgst með inn í nóttina.

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 22:33

32 Smámynd: M

Var mitt gisk sem sagt alveg út í hött og ekki svaravert nei nei bara farin í fýlu

Veit ekki hvað ég nenni að bíða lengi eftir svari. Kominn háttatími í borginni Komdu með þetta kona

M, 22.9.2008 kl. 22:33

33 Smámynd: Þröstur Unnar

Var´etta austan gola? Eða Skessa?

Þröstur Unnar, 22.9.2008 kl. 22:40

34 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert nú meiri prakkarinn .....

Ég þori ekki að giska ...

www.zordis.com, 22.9.2008 kl. 23:17

35 Smámynd: Ragnheiður

Kannski er þetta gisk um fisk

fisk á disk

hm, hvaða fiskur er blár ?

Njah

gengur ekki og nú er Hrönn áreiðanlega steinsofnuð og við fáum ekkert að vita fyrr en á morgun.

Hey! diskurinn getur verið blár....

öh, ég gefst upp...

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 23:22

36 Smámynd: M

phhh ég líka.

Góða nótt

M, 22.9.2008 kl. 23:24

37 identicon

tja...

alva (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:27

38 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ein forvitin blá, rauð, gul & marin ?

Upppoppuð Rainbow rykzuga, hundar hata slíkt ?

Steingrímur Helgason, 22.9.2008 kl. 23:50

39 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Hrönn mín...Hvergerðingurinn gat verið blár af kulda, rauður af áreynslu eða gulur af ógleði eða eitthvað...

En...kannski var þetta fjúkandi plastpoki, man bara ekki eftir svoleiðis búðarpoka....en minn Voffi er skíthræddur við allt svona duló sem hreyfist....

Ohhh....en....kannski....umferðarmerki????svona leiðbeiningareitthvað.....????

Eða kínverji og Indjáni að éta bláber????

Nenniru að segja eitthvað meira....áður en ég fer að sofa...ha????

Bergljót Hreinsdóttir, 22.9.2008 kl. 23:59

40 Smámynd: Tína

Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta getur verið. Og þar sem þú ert spyrjandinn þá þori ég ekki fyrir mitt litla líf að giska á þetta  Ég verð víst bara að gerast boðflenna í ammlið. Er svo ekki alveg kominn tími á kaffi kona?????

Knús á þig yndislegust. Saknaði þín geggjað mikið meðan ég var úti. Og trúðu mér....... í hvert skipti sem ég sá rússneskan vasahníf þá hugsaði ég til þín

Tína, 23.9.2008 kl. 07:35

41 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gult rautt og blátt og hundar eru hræddir við það ? humm......... Löggubíll eða flyvemaskine ?  Nei ég verð sennilega líka að vera boðflenna í partýinu, annars get ég komið í staðinn fyrir sýsla, ég er sko frænka hans, þó ég tali ekki hátt um það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2008 kl. 09:49

42 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sé að svarið er komið! Horsí átti rétta gizkið Viljiði gizka á hvað rétta gizkið var?

Og vitaskuld var ég farin að sofa! Ég er kona hinna snemmu vökna.......  

Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 09:57

43 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Cesil! Þá er ég með tvær frænkur hans sem bloggvinkonur! Meira hvað maðurinn á skemmtilegar frænkur

Tína! Það fer alveg að verða kominn tími á kaffi

Bergljót! Kínverji og indjáni að éta bláber! Þetta er valið bezta gizkið

M! Sorrý - ég sá ekki þitt. En það var gott........

Huld! Mér sýnist gizkið þitt ekki vera mikið bilað....

Þröstur! Sunnanvindur og Jóra - frekar.....

Ég sé fram á marg og múgmenni í afmæli! Brjótsykur og boðflennur Gaman að því! Það er ekki partý nema löggan mæti

Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 10:02

44 identicon

Ha?drekinn,rekinn?Súpermann?.kínverji og indjáni að borða bláber.Of snemmt fyrir mig..

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:34

45 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjjjjj  Eins og svo oft áður mæti ég of seint til leiks !!!!!! Og sem fyrr þá vissi ég þetta alveg........

Ég er óneitanlega frænka sýsla  spurning hvað það fleytir manni langt......

Solla Guðjóns, 23.9.2008 kl. 12:40

46 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er búið að geta upp á öllu sem mér hefði dottið í hug. Andríkið er bara ekki meira en þetta.

Helga Magnúsdóttir, 23.9.2008 kl. 16:29

47 Smámynd: Ragnheiður

Var hann með berjatínu með ljósi ?

Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 18:15

48 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta voru björgunarsveitarmenn sem létu sig fljóta niður flúðirnar í ánni! Ég hugsa að þeir hafi verið að æfa straumvatnsbjörgun....

Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 18:35

49 Smámynd: Hugarfluga

Ef ég væri litblind hefði ég sagt nunna í fylkisbúning ... en gott að svarið er komið.

Hugarfluga, 23.9.2008 kl. 19:15

50 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Loksins.....og svo augljóst þegar þú segir það

Sigrún Jónsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:34

51 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 20:43

52 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þessar frænkur bæta upp lakkið hjá sýsla

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.