18.9.2008
Ég á mér draum!
Ég ætlaði út í búð og í bókasafnið eftir vinnu!
Áður en ég vissi af var ég hinsvegar komin í Englavíkina og búin að fylla alla vasa af grjóti........Svona getur lífið nú verið fullt af óvæntum uppákomum - enda veit maður aldrei hvenær maður lendir í fellibyl og þarf á öllum sínum grömmum að halda Úr því að ég var komin alla þessa leið - eftir svo ógreiðfærum vegum að þegar ég kom að skilti þar sem stóð að hámarkshraði væri 50 km/pr. klst hefði ég auðveldlega getað bætt 100% við hröðunina og samt verið lögleg........
Ég stóð heillengi og hugsaði um..... fólk á meðan ég starði á brimið sem var svo stórkostlegt að ég var gjörsamlega bergnumin! Ég tæmdi algerlega hugann - og áður en ég vissi af var hjartað farið að slá í takt við ölduna. Þungt og markvisst og það eina sem ég heyrði var brimaldan sem fyllti hugann!
Ljónshjartað var ekki lítið ánægður með breytta ferðatilhögun og vissi ekki í hvaða fót hann átti að stíga! Þarna var fé á fæti sem hann telur sig eiga eins og það leggur sig síðan Bóndinn hennar Fanneyjar leyfi honum að reka úr túnfætinum í sveitinni! Hann velti því fyrir sér drykklanga stund hvort hann ætti að þeysast af stað á eftir sauðunum en ákvað svo að fylgja mér frekar! Enda er ég miklu skemmtilegri en hver meðalkind
I believe in angel............ söng Abba á fullum styrk þegar ég lagði af stað áleiðis heim! Ég get enn séð fyrir mér brimið og öldurótið..... þegar ég kom heim sá ég hinsvegar að brimið var enn á gleraugunum! Ekki að furða þótt ég hafi verið í svona miklum tengslum
Athugasemdir
Þú ert náttúruskáld kjéddling.
En rosalega geturðu verið furðuleg í ferðum.
Ferð eitthvað út í brjálað brim.
Úff.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 22:04
Svandís! Ég hugsaði til þín þegar ég beygði í átt að Englavík og datt í hug - en ekki fyrr en þá að ég hefði átt að bjóða þér með!
Tek þig með næst!
Jenný! Ég veit! Ég get ekki einu sinni stólað á sjálfa mig! Nú sit ég svöng og hrakin með ekkert að lesa - en sátt!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 22:13
Náttúrubarn.
Anna Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 22:35
Gaman þegar maður leyfir lífinu að leiða mann svona áfram, þá getur maður dottið í lukkupottinn eins og þú hefur klárlega gert í dag með þessari gæðastund!
Vilma Kristín , 18.9.2008 kl. 22:47
Elska brimið og ´sjávarniðinn. Það er svo gott að sitja, slaka á og hlusta á sjóinn. Best ef að maður er bara einn.
Góða nótt mín kæra.
Linda litla, 18.9.2008 kl. 22:48
Ég þarf endilega að húkka far með þér næst þegar þú ferð í Englavíkina.... mig bráðvantar nebbla steina.....er að léttast þessa dagana......muuuhahahah.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 18.9.2008 kl. 22:50
Og ég sem ætlaði að blöffa þig í vaðferð þangað á morgun....
Það er ekkert betra en góð tenging við náttúru og hennar vætti.
www.zordis.com, 19.9.2008 kl. 00:04
Góð tengsl og djúp
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 00:30
þarf ekki að labba langt hef brimið nánast við gluggan en verst að ég sé ekkert út um þá lengur fyrir seltu hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 19.9.2008 kl. 00:39
Það er svo sem auðvitað að þú haldir afram að fjúka yfir heiðar og út á haf kona góð....það er alltaf svo gott að láta sig fljóta eitthvert sem hjartað býður. Góðar gjafir sem bíða manns þar.
kærleikskveðja og takk fyrir síðast.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 18:10
Þú ert sérfræðingur og mestasta uppáhaldið mitt...
Mér tekst líka að vera meira og minna steinblind þegar ég er að gá ofan í pottana með lesgleraugun á nefinu.
Ragnheiður , 19.9.2008 kl. 20:40
Heiða Þórðar, 19.9.2008 kl. 23:17
Bergljót Hreinsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:21
Sjórinn er rosalegur!!
alva (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 01:12
Ragga þú ert líka uppáhaldið mitt!
Takk Katrín og sömuleiðis
Fanney! Vertu með marga vasa! Það eru flottir steinar þarna!!
Svana geri það!
Smjúts á ykkur allar
Hrönn Sigurðardóttir, 20.9.2008 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.